Búist við að strætisvagnar verði þétt setnir um helgina Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. júlí 2017 13:01 Undirbúningur hefur verið í fullum gangi. vísir/eyþór Búast má við að strætisvagnar borgarinnar verði þétt setnir næstu daga þar sem mörg þúsund skátar eru komnir hingað til lands til þess að taka þátt í alþjóðlega skátamótinu. Mótið verður sett á morgun, eftir þriggja ára undirbúning. Um fimm þúsund skátar munu taka þátt á alþjóðlega skátamótinu sem fram fer hér á landi í ár. Mótið verður kynnt með formlegum hætti nú eftir hádegi, og svo sett í fyrramálið. Hrönn Pétursdóttir mótsstjóri segir undirbúning hafa staðið yfir frá árinu 2014. „Dagskráin er þannig að við erum að kljást við viðfangsefni sem liggur ungu fólki nálægt í dag. Þegar þau eru á öllum stöðum um landið þá eru þau að læra um náttúruna og þau eru að reyna á sjálft sig, með því að taka þátt í alls konar ævintýrum og útivist.” Hrönn segir mikinn samfélagslegan ávinning hljótast af mótinu, meðal annars muni skátarnir taka þátt í uppbyggingu innviða hér á landi. „Tekjur mótsins sjálfs eru í kringum sex hundruð milljónir. Það eru þátttökugjöldin sem við fáum. Við fáum til viðbótar styrki upp á rúmar 100 milljónir. En svona ef við tökum tillit til alls þá þarf þetta fólk að kaupa flugfargjöld og jafnvel ferðast hér um landið, sumir í margar vikur. Þá má ætla að heildarvinningur samfélagsins sé um tveir og hálfur milljarður.” Hrönn segir að ákveðnar áhyggjur hafi verið uppi vegna samgöngukerfisins, því ljóst var að strætisvagnar höfuðborgarsvæðisins anna ekki öllum þessum fjölda. „Við höfum nú lent í ýmsu en eitt sem kom í ljós var að þátttakendur okkar þurfa að sofa í skólum og hér og þar um alla borg um helgina og aftur að mótinu loknu, einfaldlega vegna þess að það eru ekki til nægilega mörg hótelherbergi. Við rákum okkur á það að almenningssamgöngukerfið gat ekki annað því að koma fólki fram og til baka. Þannig að við enduðum á því að fara í samstarf við Kynnisferðir sem eru að finna lausnir á þessu. Við látum þetta bara ganga upp, en á ákveðnum leiðum gæti strætó orðið dálítið vel fullur,” segir hún. Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
Búast má við að strætisvagnar borgarinnar verði þétt setnir næstu daga þar sem mörg þúsund skátar eru komnir hingað til lands til þess að taka þátt í alþjóðlega skátamótinu. Mótið verður sett á morgun, eftir þriggja ára undirbúning. Um fimm þúsund skátar munu taka þátt á alþjóðlega skátamótinu sem fram fer hér á landi í ár. Mótið verður kynnt með formlegum hætti nú eftir hádegi, og svo sett í fyrramálið. Hrönn Pétursdóttir mótsstjóri segir undirbúning hafa staðið yfir frá árinu 2014. „Dagskráin er þannig að við erum að kljást við viðfangsefni sem liggur ungu fólki nálægt í dag. Þegar þau eru á öllum stöðum um landið þá eru þau að læra um náttúruna og þau eru að reyna á sjálft sig, með því að taka þátt í alls konar ævintýrum og útivist.” Hrönn segir mikinn samfélagslegan ávinning hljótast af mótinu, meðal annars muni skátarnir taka þátt í uppbyggingu innviða hér á landi. „Tekjur mótsins sjálfs eru í kringum sex hundruð milljónir. Það eru þátttökugjöldin sem við fáum. Við fáum til viðbótar styrki upp á rúmar 100 milljónir. En svona ef við tökum tillit til alls þá þarf þetta fólk að kaupa flugfargjöld og jafnvel ferðast hér um landið, sumir í margar vikur. Þá má ætla að heildarvinningur samfélagsins sé um tveir og hálfur milljarður.” Hrönn segir að ákveðnar áhyggjur hafi verið uppi vegna samgöngukerfisins, því ljóst var að strætisvagnar höfuðborgarsvæðisins anna ekki öllum þessum fjölda. „Við höfum nú lent í ýmsu en eitt sem kom í ljós var að þátttakendur okkar þurfa að sofa í skólum og hér og þar um alla borg um helgina og aftur að mótinu loknu, einfaldlega vegna þess að það eru ekki til nægilega mörg hótelherbergi. Við rákum okkur á það að almenningssamgöngukerfið gat ekki annað því að koma fólki fram og til baka. Þannig að við enduðum á því að fara í samstarf við Kynnisferðir sem eru að finna lausnir á þessu. Við látum þetta bara ganga upp, en á ákveðnum leiðum gæti strætó orðið dálítið vel fullur,” segir hún.
Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira