Þúsundir landsmanna fengu símhringingu úr óþekktu númeri: „Þetta er ekkert annað en glæpastarfsemi“ Gissur Sigurðsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 24. júlí 2017 14:00 Mestu skiptir að hringja ekki til baka í númerið. vísir/getty Hrafnkell Gíslason, forstöðumaður Póst-og fjarskiptastofnunar, segir að torkennilegar símhringingar sem þúsundir landsmanna fengu í gær frá erlendu símanúmeri séu ekkert annað en glæpastarfsemi. Um símasvindl er að ræða þar sem viðkomandi getur fengið himinháan símreikning hringi hann til baka en með þessum hætti hafa svindlararnir fé út úr fólki. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varaði almenning við því í gær að svara þessum símtölum eða hringja til baka.En hver ætli ávinningur hringjendanna hafi verið? „Ávinningurinn getur verið sá að þegar hringt er til baka þá náttúrulega færast gjöld á þann sem hringir og ef til dæmis er hringt í símanúmer með yfirgjaldi eins og til dæmis Rauða torgið á Íslandi, það er auðvelt að setja upp slík númer, þá getur kostnaðurinn verið umtalsverður. Svo skiptir líka máli til hvaða lands er hringt, það eru mjög kostnaðarsöm millilandasímtöl til ýmissa landa þannig að það getur verið verulegur kostnaður við slík símtöl,“ segir Hrafnkell. Hann segir öllu máli skipta að hringja ekki til baka en bendir á að svona svindl í gegnum almenna fjarskiptakerfið sé alls ekkert nýtt heldur hafi það verið verið við lýði í fjölda ára. „Þetta er ekkert annað en glæpastarfsemi og er af sama toga og gagnagíslatökuárásir og fleira – glæpamenn eru einfaldlega að gera út á það að fólk bregðist rangt við eða bregðist ekki við eftir atvikum og ná sér í pening í gegnum slíkt athæfi.“ Símtölin stóðu aðeins andartak, en númerið sat eftir í hringilista viðkomandi og er fréttastofu kunnugt um að margir hafi hringt til baka og geta þeir nú búist við háaum símareikningum. Fréttastofunni er til dæmis kunnugt um tvö þúsund króna gjald fyrir örstutta hringingu til baka. Tengdar fréttir Lögreglan varar við símasvindli Sama símanúmerið er alltaf notað. 23. júlí 2017 22:40 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Hrafnkell Gíslason, forstöðumaður Póst-og fjarskiptastofnunar, segir að torkennilegar símhringingar sem þúsundir landsmanna fengu í gær frá erlendu símanúmeri séu ekkert annað en glæpastarfsemi. Um símasvindl er að ræða þar sem viðkomandi getur fengið himinháan símreikning hringi hann til baka en með þessum hætti hafa svindlararnir fé út úr fólki. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varaði almenning við því í gær að svara þessum símtölum eða hringja til baka.En hver ætli ávinningur hringjendanna hafi verið? „Ávinningurinn getur verið sá að þegar hringt er til baka þá náttúrulega færast gjöld á þann sem hringir og ef til dæmis er hringt í símanúmer með yfirgjaldi eins og til dæmis Rauða torgið á Íslandi, það er auðvelt að setja upp slík númer, þá getur kostnaðurinn verið umtalsverður. Svo skiptir líka máli til hvaða lands er hringt, það eru mjög kostnaðarsöm millilandasímtöl til ýmissa landa þannig að það getur verið verulegur kostnaður við slík símtöl,“ segir Hrafnkell. Hann segir öllu máli skipta að hringja ekki til baka en bendir á að svona svindl í gegnum almenna fjarskiptakerfið sé alls ekkert nýtt heldur hafi það verið verið við lýði í fjölda ára. „Þetta er ekkert annað en glæpastarfsemi og er af sama toga og gagnagíslatökuárásir og fleira – glæpamenn eru einfaldlega að gera út á það að fólk bregðist rangt við eða bregðist ekki við eftir atvikum og ná sér í pening í gegnum slíkt athæfi.“ Símtölin stóðu aðeins andartak, en númerið sat eftir í hringilista viðkomandi og er fréttastofu kunnugt um að margir hafi hringt til baka og geta þeir nú búist við háaum símareikningum. Fréttastofunni er til dæmis kunnugt um tvö þúsund króna gjald fyrir örstutta hringingu til baka.
Tengdar fréttir Lögreglan varar við símasvindli Sama símanúmerið er alltaf notað. 23. júlí 2017 22:40 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira