„Alltaf einhver sem hefur ekki stjórn á tilfinningum sínum“ Tómas Þór Þórðarson í Rotterdam skrifar 25. júlí 2017 13:00 Stelpurnar voru mikið í fjölmiðlum heima áður en þær fóru út og voru orðnar vanar. vísir/tom Stelpurnar okkar eru úr leik á EM 2017 í fótbolta eftir tvö töp í fyrstu tveimur leikjum liðsins á mótinu. Leikurinn annað kvöld á móti Austurríki verður því aðeins upp á stoltið. Umfjöllun um liðið hefur verið meiri en nokkru sinni fyrr og áhugi landsmanna er einnig svakalegur. Allt umtal um stelpurnar var gríðarlega jákvætt framan af en eins og gerist þegar fótboltaleikir tapast verður umræðan aðeins neikvæðari. Leikmenn sjá og heyra flest allt sem er skrifað og sagt bæði á fréttamiðlum og á samfélagsmiðlum en unnið var í þessum hlutum innan íslenska hópsins fyrir mót að láta svona ekki hafa áhrif á sig. „Það var lagt upp með það fyrir mót að vinna með leikmenn þannig þeir gætu haft stjórn á þessum hlutum og sínu tilfinningum. Sérstaklega gagnvart þessu jákvæða og svo mögulega öllu því neikvæða,“ sagði Ásmundur Guðni Haraldsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, á fréttamannafundi í gær. „Úrslitin og árangurinn eru ekki eins og við lögðum upp með en það sást strax hversu góður hópurinn er eftir að ljóst var að við værum ekki að fara lengra í þessu móti. Stelpurnar eru fljótar að koma sér á réttan stað og frávikin á milli þess að fara of hátt og upp og of langt niður eru lítil.“ Eins og gerist og gengur í hópi 23 leikmanna eru þó einhverjir sem láta hafa svona hafa áhrif á sig. „Stelpurnar voru vel undirbúnar en það er alltaf einhver sem les eitthvað neikvætt eða jákvætt og hefur ekki stjórn á tilfinningum sínum. Þessar stelpur eru samt góðar að stjórna þessu,“ sagði Ásmundur. „Hópurinn fór strax að einbeita sér að næsta leik og það er eindreginn vilji til að gera vel fyrir sig sjálfa og íslensku þjóðina. Ekki síst alla þá sem eru komnir til að horfa á. Fókusinn hefur verið mikill hjá liðinu og öll umfjöllun hefur ekki truflað mikið því þær voru vel undirbúnar,“ sagði Ásmundur Haraldsson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Januzaj mættur á túlípanahótelið hjá stelpunum okkar Stelpurnar okkar fengu óvæntan gest, og raunar gesti, á túlípanahótelið sitt í Ermelo í gær. 25. júlí 2017 08:59 Á þjóðin að safna fyrir KSÍ? Krafan um að U23-landslið kvenna verði sett á laggirnar er hávær en Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari sagðist í gær hafa barist fyrir því undanfarin ár. Þorkell Máni Pétursson segir þetta lykilatriði fyrir íslenska kvennaknattspyr 25. júlí 2017 06:00 EM í dag: Typpalingaafsökunarbeiðni ekki tekið Okkar menn í Rotterdam velta fyrir sér þörfinni fyrir 23 ára landsliði kvenna, stemningunni í Rotterdam og sár typpalingur í Reykjavík fær sinn tíma í þætti dagsins. 25. júlí 2017 12:30 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sjá meira
Stelpurnar okkar eru úr leik á EM 2017 í fótbolta eftir tvö töp í fyrstu tveimur leikjum liðsins á mótinu. Leikurinn annað kvöld á móti Austurríki verður því aðeins upp á stoltið. Umfjöllun um liðið hefur verið meiri en nokkru sinni fyrr og áhugi landsmanna er einnig svakalegur. Allt umtal um stelpurnar var gríðarlega jákvætt framan af en eins og gerist þegar fótboltaleikir tapast verður umræðan aðeins neikvæðari. Leikmenn sjá og heyra flest allt sem er skrifað og sagt bæði á fréttamiðlum og á samfélagsmiðlum en unnið var í þessum hlutum innan íslenska hópsins fyrir mót að láta svona ekki hafa áhrif á sig. „Það var lagt upp með það fyrir mót að vinna með leikmenn þannig þeir gætu haft stjórn á þessum hlutum og sínu tilfinningum. Sérstaklega gagnvart þessu jákvæða og svo mögulega öllu því neikvæða,“ sagði Ásmundur Guðni Haraldsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, á fréttamannafundi í gær. „Úrslitin og árangurinn eru ekki eins og við lögðum upp með en það sást strax hversu góður hópurinn er eftir að ljóst var að við værum ekki að fara lengra í þessu móti. Stelpurnar eru fljótar að koma sér á réttan stað og frávikin á milli þess að fara of hátt og upp og of langt niður eru lítil.“ Eins og gerist og gengur í hópi 23 leikmanna eru þó einhverjir sem láta hafa svona hafa áhrif á sig. „Stelpurnar voru vel undirbúnar en það er alltaf einhver sem les eitthvað neikvætt eða jákvætt og hefur ekki stjórn á tilfinningum sínum. Þessar stelpur eru samt góðar að stjórna þessu,“ sagði Ásmundur. „Hópurinn fór strax að einbeita sér að næsta leik og það er eindreginn vilji til að gera vel fyrir sig sjálfa og íslensku þjóðina. Ekki síst alla þá sem eru komnir til að horfa á. Fókusinn hefur verið mikill hjá liðinu og öll umfjöllun hefur ekki truflað mikið því þær voru vel undirbúnar,“ sagði Ásmundur Haraldsson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Januzaj mættur á túlípanahótelið hjá stelpunum okkar Stelpurnar okkar fengu óvæntan gest, og raunar gesti, á túlípanahótelið sitt í Ermelo í gær. 25. júlí 2017 08:59 Á þjóðin að safna fyrir KSÍ? Krafan um að U23-landslið kvenna verði sett á laggirnar er hávær en Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari sagðist í gær hafa barist fyrir því undanfarin ár. Þorkell Máni Pétursson segir þetta lykilatriði fyrir íslenska kvennaknattspyr 25. júlí 2017 06:00 EM í dag: Typpalingaafsökunarbeiðni ekki tekið Okkar menn í Rotterdam velta fyrir sér þörfinni fyrir 23 ára landsliði kvenna, stemningunni í Rotterdam og sár typpalingur í Reykjavík fær sinn tíma í þætti dagsins. 25. júlí 2017 12:30 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sjá meira
Januzaj mættur á túlípanahótelið hjá stelpunum okkar Stelpurnar okkar fengu óvæntan gest, og raunar gesti, á túlípanahótelið sitt í Ermelo í gær. 25. júlí 2017 08:59
Á þjóðin að safna fyrir KSÍ? Krafan um að U23-landslið kvenna verði sett á laggirnar er hávær en Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari sagðist í gær hafa barist fyrir því undanfarin ár. Þorkell Máni Pétursson segir þetta lykilatriði fyrir íslenska kvennaknattspyr 25. júlí 2017 06:00
EM í dag: Typpalingaafsökunarbeiðni ekki tekið Okkar menn í Rotterdam velta fyrir sér þörfinni fyrir 23 ára landsliði kvenna, stemningunni í Rotterdam og sár typpalingur í Reykjavík fær sinn tíma í þætti dagsins. 25. júlí 2017 12:30