Maradona: Vídeódómarar hefðu komið í veg fyrir HM-titla hjá bæði Argentínu og Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2017 07:00 Diego Maradona með heimsbikarinn 1986. Vísir/Getty Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona var spurður út í vídeódómara sem virðast ætla að vera framtíðin í alþjóðlegum fótbolta. Aðalástæðan fyrir því að Maradona var spurður út í þessa nýjung í fótboltanum var að hann skoraði eitt umdeildasta mark allra tíma á HM í Mexíkó 1986. Maradona skoraði þá með hendinni í sigri Argentínu á Englandi í átta liða úrslitum HM. Argentínska landsliðið fór síðan alla leið í úrslitaleikinn og tryggði sér heimsmeistaratitilinn með 3-2 sigri á Þýskalandi. Maradona mætti á Álfubikarinn í sumar þar sem vídeódómararnir voru að störfum. Hann viðurkennir að það hefði verið erfitt fyrir sig að komast upp með „Hendi guðs“ í dag. „Það er samt ekki bara mitt mark frá 1986 sem hefði ekki fengið að standa,“ sagði Diego Maradona í viðtali við heimasíðu FIFA. „Við skulum ekki gleyma því að England vann heimsmeistaratitilinn árið 1966 á marki þar sem boltinn fór ekki yfir línuna,“ sagði Maradona og vísaði þá til marksins sem Geoff Hurst skoraði fyrir England í framlengingunni í úrslitaleiknum. Geoff Hurst kom þá enska liðinu í 3-2 en skot hans hafnaði í slánni og fór þaðan niður á grasið. Línuvörðurinn Tofiq Bahramov dæmdi mark en margir efast um það í dag að það hafi verið rétt hjá honum. Upptökutæknin í þá daga var ekki eins góð og í dag og því hefur það aldrei verið fullkomlega sannað eða afsannað hvort boltinn fór yfir línuna eða ekki. Fólkið á Monday Night Football á Sky eru hinsvegar viss um að markið hans Hurts hafi verið löglegt. Maradona hefur samt sérstaklega gaman af því að stríða Englendingum en hann, eins og fleiri Argentínumenn, er mjög ósáttur með þátt Englendinga í Falklandseyjastríðinu á níunda áratugnum. Maradona er núna orðinn einn af talsmönnum fyrir því að nota vídeódómara á stórmótunum. „Það eru fullt af atvikum í sögu heimsmeistarakeppninnar sem hefðu endað öðruvísi ef þessi tækni hefði verið notuð þá. Nú er tími til kominn að breyta því,“ sagði Maradona. „Fólk verður mjög pirrað þegar eitthvað er dæmt sem átti ekki að dæma eða þegar mark er ranglega dæmt af. Með þessari tækni kemur bæði gagnsæi og gæði og um leið hjálpar þetta liðum sem eru til í að taka áhættu og sækja sigur,“ sagði Maradona. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Fleiri fréttir Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona var spurður út í vídeódómara sem virðast ætla að vera framtíðin í alþjóðlegum fótbolta. Aðalástæðan fyrir því að Maradona var spurður út í þessa nýjung í fótboltanum var að hann skoraði eitt umdeildasta mark allra tíma á HM í Mexíkó 1986. Maradona skoraði þá með hendinni í sigri Argentínu á Englandi í átta liða úrslitum HM. Argentínska landsliðið fór síðan alla leið í úrslitaleikinn og tryggði sér heimsmeistaratitilinn með 3-2 sigri á Þýskalandi. Maradona mætti á Álfubikarinn í sumar þar sem vídeódómararnir voru að störfum. Hann viðurkennir að það hefði verið erfitt fyrir sig að komast upp með „Hendi guðs“ í dag. „Það er samt ekki bara mitt mark frá 1986 sem hefði ekki fengið að standa,“ sagði Diego Maradona í viðtali við heimasíðu FIFA. „Við skulum ekki gleyma því að England vann heimsmeistaratitilinn árið 1966 á marki þar sem boltinn fór ekki yfir línuna,“ sagði Maradona og vísaði þá til marksins sem Geoff Hurst skoraði fyrir England í framlengingunni í úrslitaleiknum. Geoff Hurst kom þá enska liðinu í 3-2 en skot hans hafnaði í slánni og fór þaðan niður á grasið. Línuvörðurinn Tofiq Bahramov dæmdi mark en margir efast um það í dag að það hafi verið rétt hjá honum. Upptökutæknin í þá daga var ekki eins góð og í dag og því hefur það aldrei verið fullkomlega sannað eða afsannað hvort boltinn fór yfir línuna eða ekki. Fólkið á Monday Night Football á Sky eru hinsvegar viss um að markið hans Hurts hafi verið löglegt. Maradona hefur samt sérstaklega gaman af því að stríða Englendingum en hann, eins og fleiri Argentínumenn, er mjög ósáttur með þátt Englendinga í Falklandseyjastríðinu á níunda áratugnum. Maradona er núna orðinn einn af talsmönnum fyrir því að nota vídeódómara á stórmótunum. „Það eru fullt af atvikum í sögu heimsmeistarakeppninnar sem hefðu endað öðruvísi ef þessi tækni hefði verið notuð þá. Nú er tími til kominn að breyta því,“ sagði Maradona. „Fólk verður mjög pirrað þegar eitthvað er dæmt sem átti ekki að dæma eða þegar mark er ranglega dæmt af. Með þessari tækni kemur bæði gagnsæi og gæði og um leið hjálpar þetta liðum sem eru til í að taka áhættu og sækja sigur,“ sagði Maradona.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Fleiri fréttir Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira