Sara Björk: Stelpurnar eru strax byrjaðar að peppa hvora aðra fyrir morgundaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2017 19:00 Í kvöldfréttum Stöðvar tvö heyrði Arnar Björnsson í Tómasi Þór Þórðarsyni, fréttamanni 365 á EM í Hollandi. Arnar fékk þá að vita það hvernig hljóðið var í landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni og stelpunum hans í dag? „Það er svona upp og ofan. Hópurinn reynir allur að bera höfuðið hátt en svekkelsið að vera á heimleið eftir síðasta leik tekur á,“ sagði Tómas Þór en hann fór á blaðamannafund íslenska liðsins í dag. Stelpurnar æfðu í Kastalanum í Rotterdam í dag sem er heimavöllur Spörtu en áður en að honum kom sat Freyr blaðamannafund með Söru Björk og EM-nýliðanum Ingibjörgu Sigurðardóttur. Freyr var fyrst spurður út í ástandið á hópnum fyrir lokaleikinn. „Eins og við sáum með Sif Atladóttur þá kláraði hún allar orkubirgðar líkamans á síðustu andartökum leiksins og fékk einnig högg á lærið. Sjúkrateymið er búið að vinna kraftaverk síðustu daga. Alir leikmenn eru leikfærir. Svo er bara spurning hversu mikið er eftir af orku í vöðunum og þá hefur andlegt ástand mikið að segja,“ sagði Freyr Alexandersson. Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir viðurkenndi að síðustu dagar hafa verið erfiðir en markmiðið er skýrt fyrir leikinn annað kvöld. „Dagurinn eftir var erfiðastur þegar að maður áttaði sig á því að maður var að fara heim eftir mót. Við settum okkur háleit markmið en raunhæf finnst mér. Þetta er búið að vera erfitt en við viljum enda þetta mót á sigri og við stelpurnar erum strax byrjaðar að peppa hvora aðra. Það er komin meiri gleði og við byrjum byrjaðar að styðja meira við hvora aðra. Við ætlum okkur að vera tilbúnar á morgun og ætlum að vinna,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir. EM-nýliðinn Ingibjörg Sigurðardóttir hefur vakið mikla athygli en byrji hún á morgun verður hún búin að spila fleiri leiki á stórmóti en vináttulandsleiki. Hún hefur nýtt dvölina á EM til að læra af okkar bestu fótboltakonum. „Þær eru margar í atvinnumennsku og það gefur mér ákveðna innsýn inn í hvernig þær æfa. Síðan hef ég lært mikið um mína stöðu, hafsentinn. Sif hefur hjálpað mér ótrúlega mikið og Glódís líka og Anna Björk og allar þær. Það er ótrúlega margt sem ég hef lært og þetta var gríðarlega mikið stökk fyrir mig að koma inn á þetta mót og fá alla þessa athygli og það hefur verið ákveðin áskorun fyrir mig að tækla það en ég hef lært mikið af því líka,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir. Stelpurnar kveðja EM annað kvöld sama hvernig fer. Fyrirliðinn átti lokaorðið á fundinum og minnti stelpurnar sínar á að njóta sín í núinu. „Að vera á stórmóti er ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi og maður á bara að njóta þess. Það eru gríðarleg forréttindi að taka þátt í svona stórmóti og því eigum við bara að njóta síðustu dagana,“ sagði Sara Björk. Upptöku frá blaðamannafundinum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar tvö heyrði Arnar Björnsson í Tómasi Þór Þórðarsyni, fréttamanni 365 á EM í Hollandi. Arnar fékk þá að vita það hvernig hljóðið var í landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni og stelpunum hans í dag? „Það er svona upp og ofan. Hópurinn reynir allur að bera höfuðið hátt en svekkelsið að vera á heimleið eftir síðasta leik tekur á,“ sagði Tómas Þór en hann fór á blaðamannafund íslenska liðsins í dag. Stelpurnar æfðu í Kastalanum í Rotterdam í dag sem er heimavöllur Spörtu en áður en að honum kom sat Freyr blaðamannafund með Söru Björk og EM-nýliðanum Ingibjörgu Sigurðardóttur. Freyr var fyrst spurður út í ástandið á hópnum fyrir lokaleikinn. „Eins og við sáum með Sif Atladóttur þá kláraði hún allar orkubirgðar líkamans á síðustu andartökum leiksins og fékk einnig högg á lærið. Sjúkrateymið er búið að vinna kraftaverk síðustu daga. Alir leikmenn eru leikfærir. Svo er bara spurning hversu mikið er eftir af orku í vöðunum og þá hefur andlegt ástand mikið að segja,“ sagði Freyr Alexandersson. Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir viðurkenndi að síðustu dagar hafa verið erfiðir en markmiðið er skýrt fyrir leikinn annað kvöld. „Dagurinn eftir var erfiðastur þegar að maður áttaði sig á því að maður var að fara heim eftir mót. Við settum okkur háleit markmið en raunhæf finnst mér. Þetta er búið að vera erfitt en við viljum enda þetta mót á sigri og við stelpurnar erum strax byrjaðar að peppa hvora aðra. Það er komin meiri gleði og við byrjum byrjaðar að styðja meira við hvora aðra. Við ætlum okkur að vera tilbúnar á morgun og ætlum að vinna,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir. EM-nýliðinn Ingibjörg Sigurðardóttir hefur vakið mikla athygli en byrji hún á morgun verður hún búin að spila fleiri leiki á stórmóti en vináttulandsleiki. Hún hefur nýtt dvölina á EM til að læra af okkar bestu fótboltakonum. „Þær eru margar í atvinnumennsku og það gefur mér ákveðna innsýn inn í hvernig þær æfa. Síðan hef ég lært mikið um mína stöðu, hafsentinn. Sif hefur hjálpað mér ótrúlega mikið og Glódís líka og Anna Björk og allar þær. Það er ótrúlega margt sem ég hef lært og þetta var gríðarlega mikið stökk fyrir mig að koma inn á þetta mót og fá alla þessa athygli og það hefur verið ákveðin áskorun fyrir mig að tækla það en ég hef lært mikið af því líka,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir. Stelpurnar kveðja EM annað kvöld sama hvernig fer. Fyrirliðinn átti lokaorðið á fundinum og minnti stelpurnar sínar á að njóta sín í núinu. „Að vera á stórmóti er ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi og maður á bara að njóta þess. Það eru gríðarleg forréttindi að taka þátt í svona stórmóti og því eigum við bara að njóta síðustu dagana,“ sagði Sara Björk. Upptöku frá blaðamannafundinum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki