Leitar að náttúrulegum rannsóknarstöðvum við strendur Íslands Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2017 11:04 Súrnun sjávar er hraðari á norðurslóðum því kaldari sjór drekkur í sig meiri koltvísýring en hlýrri. Áhrifin á lífverur eru enn lítt þekkt. Vísir/Valli Vísindamenn reyna nú að finna uppsprettur koltvísýrings á hafsbotni við strendur á Íslandi. Þær geta verið náttúrulegar rannsóknarstöðvar til að kanna áhrif súrnunar sjávar á lífríki, að sögn Hrannar Egilsdóttur, sjávarlíffræðings. Súrnun sjávar er fylgifiskur gríðarlegrar losunar manna á koltvísýringi sem veldur einnig hnattrænni hlýnun. Hafið hefur tekið upp um þriðjung koltvísýringsins sem menn hafa losað og hefur það valdið súrnun þess. Um leið og hafið súrnar lækkar kalkmettun þess en það getur haft áhrif á kalkmyndandi lífverur eins og kórala og skeldýr sem oft eru undirstöður vistkerfa.Heimamenn segja frá gasuppsprettum í BreiðafirðiÍ Bítinu í morgun lýsti Hrönn því hversu lítið væri í raun vitað um áhrif súrnunar sjávar. Það sé erfitt rannsóknarefni því margir umhverfisþættir séu að verki í hafinu og þeir séu einnig að breytast á hlýnandi jörðu. „Þar í ofanálag vitum við bara svo ofboðslega lítið um vistfræði sjávar. Grunnsævi á Íslandi hafa til dæmis ekki verið mikið rannsökuð. Hafró hefur náttúrulega lagt mesta áherslu á djúpsævi þar sem fiskurinn er,“ sagði Hrönn. Vettvangsvinna er nú að hefjast við Breiðafjörð þar sem Hrönn og fleiri vísindamenn leita að náttúrulegum uppsprettum koltvísýrings á hafsbotninum og kanna lífríkið í kringum þær. Slíkar uppsprettur eru algengar á jarðhitasvæðum eins og ísland er.Hrönn Egilsdóttir hefur verið leiðandi í rannsóknum á súrnun sjávar á Íslandi. Hún er nýdoktor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands.Vísir„Þetta verkefni felst í að finna og athuga hvort að það séu til svona náttúrulegar rannsóknarstöðvar í hafinu við Ísland þar sem CO2-gas kemur af hafsbotni. Til samanburðar þá eru ölkeldur á landi álíka svæði. Spurningin er: er þetta til einhvers staðar í sjónum?“ segir Hrönn. Upplýsingasöfnunin fyrir verkefnið hefur að miklu leyti falist í að ræða við heimafólk við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Þar segir Hrönn að fólk kannist við uppstreymi gass í norðanverðum Breiðafirði. Hún vonast til að kafa eftir tveimur slíkum stöðum á næstunni.Mikilvægt að kortleggja búsvæði og umhverfisþættiHrönn telur að súrnun sjávar geti aðallega haft áhrif á íslenska fiskistofna í gegnum fæðukeðjuna. Hins vegar þurfi að kortleggja búsvæði og hvaða umhverfisþættir séu mikilvægir fyrir tilteknar lífverur. „Ef við áttum okkur á hvaða umhverfisþættir eru mikilvægir fyrir hvaða lífverur þá fyrst gætum við mögulega farið að sjá hvernig umhverfisbreytingar til framtíðar gætu haft áhrif á vistkerfin við Ísland,“ segir hún.Sjá einnig:Súrnun sjávar: Ísland á versta mögulega stað Hyggst Hrönn hefja kortlagningu á búsvæðum við Reykjaneshrygg og skoða hvaða umhverfisþættir eru mikilvægir fyrir hvaða samfélög lífvera þegar hún hefur störf hjá Hafró í haust. Leggur hún mikla áherslu á að eina leiðin til að vinna gegn súrnun sjávar sé að menn dragi úr losun sinni á koltvísýringi sem veldur einnig breytingum á loftslagi jarðar.Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Hrönn Egilsdóttur, sjávarlíffræðing, í Bítinu í heild sinni. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Sjá meira
Vísindamenn reyna nú að finna uppsprettur koltvísýrings á hafsbotni við strendur á Íslandi. Þær geta verið náttúrulegar rannsóknarstöðvar til að kanna áhrif súrnunar sjávar á lífríki, að sögn Hrannar Egilsdóttur, sjávarlíffræðings. Súrnun sjávar er fylgifiskur gríðarlegrar losunar manna á koltvísýringi sem veldur einnig hnattrænni hlýnun. Hafið hefur tekið upp um þriðjung koltvísýringsins sem menn hafa losað og hefur það valdið súrnun þess. Um leið og hafið súrnar lækkar kalkmettun þess en það getur haft áhrif á kalkmyndandi lífverur eins og kórala og skeldýr sem oft eru undirstöður vistkerfa.Heimamenn segja frá gasuppsprettum í BreiðafirðiÍ Bítinu í morgun lýsti Hrönn því hversu lítið væri í raun vitað um áhrif súrnunar sjávar. Það sé erfitt rannsóknarefni því margir umhverfisþættir séu að verki í hafinu og þeir séu einnig að breytast á hlýnandi jörðu. „Þar í ofanálag vitum við bara svo ofboðslega lítið um vistfræði sjávar. Grunnsævi á Íslandi hafa til dæmis ekki verið mikið rannsökuð. Hafró hefur náttúrulega lagt mesta áherslu á djúpsævi þar sem fiskurinn er,“ sagði Hrönn. Vettvangsvinna er nú að hefjast við Breiðafjörð þar sem Hrönn og fleiri vísindamenn leita að náttúrulegum uppsprettum koltvísýrings á hafsbotninum og kanna lífríkið í kringum þær. Slíkar uppsprettur eru algengar á jarðhitasvæðum eins og ísland er.Hrönn Egilsdóttir hefur verið leiðandi í rannsóknum á súrnun sjávar á Íslandi. Hún er nýdoktor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands.Vísir„Þetta verkefni felst í að finna og athuga hvort að það séu til svona náttúrulegar rannsóknarstöðvar í hafinu við Ísland þar sem CO2-gas kemur af hafsbotni. Til samanburðar þá eru ölkeldur á landi álíka svæði. Spurningin er: er þetta til einhvers staðar í sjónum?“ segir Hrönn. Upplýsingasöfnunin fyrir verkefnið hefur að miklu leyti falist í að ræða við heimafólk við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Þar segir Hrönn að fólk kannist við uppstreymi gass í norðanverðum Breiðafirði. Hún vonast til að kafa eftir tveimur slíkum stöðum á næstunni.Mikilvægt að kortleggja búsvæði og umhverfisþættiHrönn telur að súrnun sjávar geti aðallega haft áhrif á íslenska fiskistofna í gegnum fæðukeðjuna. Hins vegar þurfi að kortleggja búsvæði og hvaða umhverfisþættir séu mikilvægir fyrir tilteknar lífverur. „Ef við áttum okkur á hvaða umhverfisþættir eru mikilvægir fyrir hvaða lífverur þá fyrst gætum við mögulega farið að sjá hvernig umhverfisbreytingar til framtíðar gætu haft áhrif á vistkerfin við Ísland,“ segir hún.Sjá einnig:Súrnun sjávar: Ísland á versta mögulega stað Hyggst Hrönn hefja kortlagningu á búsvæðum við Reykjaneshrygg og skoða hvaða umhverfisþættir eru mikilvægir fyrir hvaða samfélög lífvera þegar hún hefur störf hjá Hafró í haust. Leggur hún mikla áherslu á að eina leiðin til að vinna gegn súrnun sjávar sé að menn dragi úr losun sinni á koltvísýringi sem veldur einnig breytingum á loftslagi jarðar.Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Hrönn Egilsdóttur, sjávarlíffræðing, í Bítinu í heild sinni.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Sjá meira