Hugrekkið og sannleikurinn Frosti Logason skrifar 27. júlí 2017 07:00 Þegar ég var lítill drengur var bókin um Gosa einhvern tímann lesin fyrir mig. Á þeim tíma hafði sagan ekki mikla þýðingu fyrir mér aðra en þá að ég lærði að maður skyldi aldrei segja ósatt. Þá gæti nefið á manni nefnilega stækkað óhóflega. Lengi vel var þetta það eina sem ég mundi um Gosa. Nú mörgum árum síðar stend ég í þeim mögnuðu sporum að vera sjálfur orðinn faðir og það eru engar ýkjur að segja að ég sé farinn að sjá lífið allt í nýju ljósi. Þar á meðal ævintýrið um spýtudrenginn Gosa. Ég horfði nýlega á teiknimyndina og mér til mikillar furðu var hún troðfull af myndmáli sem talaði til mín og snerti djúpt. Þegar trésmiðurinn Jakob horfir upp til stjarnanna og óskar sér að strengjabrúðan sem hann bjó til verði að lifandi dreng. Að sköpunarverki hans verði ekki lengur stjórnað af utanaðkomandi öflum heldur verði að raunverulegri, alvöru manneskju. Eitthvað sem ég skil í dag að er auðvitað æðsta ósk allra foreldra. Kraftmikill boðskapur sögunnar kemst að lokum best í gegn þegar bláa heilladísin lætur ósk Jakobs rætast með því skilyrði að Gosi tileinki sér ákveðin gildi. Hugrekki, sannsögli og ósérhlífni verða síðan á endanum það sem glæðir hann raunverulegu lífi. Í þessu býr mikill lærdómur. Og þó ég telji til of mikils ætlast að lítil börn læri sannleikann um lífið með því að horfa á teiknimyndina um Gosa þá er ævintýrið góð áminning, fyrir ungt fólk sem er að verða að alvöru manneskjum, um hvernig best er að uppfylla heitustu ósk þeirra sem elska okkur mest. Foreldrar okkar eiga það jú inni hjá okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Frosti Logason Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun
Þegar ég var lítill drengur var bókin um Gosa einhvern tímann lesin fyrir mig. Á þeim tíma hafði sagan ekki mikla þýðingu fyrir mér aðra en þá að ég lærði að maður skyldi aldrei segja ósatt. Þá gæti nefið á manni nefnilega stækkað óhóflega. Lengi vel var þetta það eina sem ég mundi um Gosa. Nú mörgum árum síðar stend ég í þeim mögnuðu sporum að vera sjálfur orðinn faðir og það eru engar ýkjur að segja að ég sé farinn að sjá lífið allt í nýju ljósi. Þar á meðal ævintýrið um spýtudrenginn Gosa. Ég horfði nýlega á teiknimyndina og mér til mikillar furðu var hún troðfull af myndmáli sem talaði til mín og snerti djúpt. Þegar trésmiðurinn Jakob horfir upp til stjarnanna og óskar sér að strengjabrúðan sem hann bjó til verði að lifandi dreng. Að sköpunarverki hans verði ekki lengur stjórnað af utanaðkomandi öflum heldur verði að raunverulegri, alvöru manneskju. Eitthvað sem ég skil í dag að er auðvitað æðsta ósk allra foreldra. Kraftmikill boðskapur sögunnar kemst að lokum best í gegn þegar bláa heilladísin lætur ósk Jakobs rætast með því skilyrði að Gosi tileinki sér ákveðin gildi. Hugrekki, sannsögli og ósérhlífni verða síðan á endanum það sem glæðir hann raunverulegu lífi. Í þessu býr mikill lærdómur. Og þó ég telji til of mikils ætlast að lítil börn læri sannleikann um lífið með því að horfa á teiknimyndina um Gosa þá er ævintýrið góð áminning, fyrir ungt fólk sem er að verða að alvöru manneskjum, um hvernig best er að uppfylla heitustu ósk þeirra sem elska okkur mest. Foreldrar okkar eiga það jú inni hjá okkur.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun