Tímaspursmál hvenær heróín nær útbreiðslu hér á landi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júlí 2017 07:00 Hér á landi hafa verið um 600 sprautufíklar síðustu ár. Vísir/Anton Brink Flest bendir til að sterk vímuefni á borð við heróín og hreint metamfetamín muni ná útbreiðslu hér á landi á næstu misserum. Þetta segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga. Sú þróun hafi til dæmis orðið á Norðurlöndum undanfarin ár og því þurfi stjórnvöld hér að bregðast við. „Ég held að framtíðin hér á landi sé crystal meth [hreint metamfetamín]. Það er að aukast svo rosalega í kringum okkur og ég hef miklar áhyggjur af þessari þróun. Það er orðið mun auðveldara að búa það til og er komið í framleiðslu svo víða,“ segir Guðmundur. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að götuverð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefði hækkað um allt að 80 prósent eftir að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp árið 2016. Eftir að hann var tekinn í gagnið er nær ómögulegt að stunda svokallað læknaráp, þar sem fólk gengur á milli lækna til þess að verða sér úti um stóra skammta af lyfjum. Framboð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur þar af leiðandi minnkað og eru áhyggjur uppi um að fólk muni því frekar leita í sterkari efni sem auðveldara sé að nálgast.Guðmundur Ingi ÞóroddssonGuðmundur segir að hingað til hafi mjög lítið verið um sölu á sterkustu efnunum, til dæmis heróíni. „Ég held að ástæðan fyrir því sé að menn vilji helst ekki láta kenna sig við heróín, þannig að þetta hefur bara verið innan lítils afmarkaðs hóps hér á landi. Þetta er líka erfiður markaður. Heróín er hins vegar orðið svo rosalega útbreitt að það er bara tímaspursmál hvenær þetta nær útbreiðslu hér,“ segir hann og bætir við að auðveldara sé að flytja inn sterkari efni. Guðmundur kallar eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum. „Við þurfum samtal á málefnalegum grunni við þá sem þetta snertir, því það hefur vantað hingað til. Stjórnvöld þurfa að eiga samtöl við félög eins og til dæmis Afstöðu, Snarrótina og Frú Ragnheiði. Það þarf að hlusta á önnur sjónarmið til þess að ná einhverjum árangri.“ Líkt og Guðmundur bendir á hefur heróínnotkun víða á Norðurlöndunum verið mikil, og ber helst að nefna Noreg í því samhengi. Þá er hlutfallslegur fjöldi sprautufíkla hár í Kaupmannahöfn, Amsterdam og í Bandaríkjunum. Í kringum 600 manns hafa verið virkir í neyslu vímuefna í æð hér á landi undanfarin ár og erfiðlega hefur gengið að fækka í þeim hópi. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fíkniefnaheimurinn að harðna vegna hækkandi götuverðs Götuverð á lyfseðilsskyldum hefur hækkað um allt að áttatíu prósent frá því að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp. 25. júlí 2017 19:30 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Flest bendir til að sterk vímuefni á borð við heróín og hreint metamfetamín muni ná útbreiðslu hér á landi á næstu misserum. Þetta segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga. Sú þróun hafi til dæmis orðið á Norðurlöndum undanfarin ár og því þurfi stjórnvöld hér að bregðast við. „Ég held að framtíðin hér á landi sé crystal meth [hreint metamfetamín]. Það er að aukast svo rosalega í kringum okkur og ég hef miklar áhyggjur af þessari þróun. Það er orðið mun auðveldara að búa það til og er komið í framleiðslu svo víða,“ segir Guðmundur. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að götuverð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefði hækkað um allt að 80 prósent eftir að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp árið 2016. Eftir að hann var tekinn í gagnið er nær ómögulegt að stunda svokallað læknaráp, þar sem fólk gengur á milli lækna til þess að verða sér úti um stóra skammta af lyfjum. Framboð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur þar af leiðandi minnkað og eru áhyggjur uppi um að fólk muni því frekar leita í sterkari efni sem auðveldara sé að nálgast.Guðmundur Ingi ÞóroddssonGuðmundur segir að hingað til hafi mjög lítið verið um sölu á sterkustu efnunum, til dæmis heróíni. „Ég held að ástæðan fyrir því sé að menn vilji helst ekki láta kenna sig við heróín, þannig að þetta hefur bara verið innan lítils afmarkaðs hóps hér á landi. Þetta er líka erfiður markaður. Heróín er hins vegar orðið svo rosalega útbreitt að það er bara tímaspursmál hvenær þetta nær útbreiðslu hér,“ segir hann og bætir við að auðveldara sé að flytja inn sterkari efni. Guðmundur kallar eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum. „Við þurfum samtal á málefnalegum grunni við þá sem þetta snertir, því það hefur vantað hingað til. Stjórnvöld þurfa að eiga samtöl við félög eins og til dæmis Afstöðu, Snarrótina og Frú Ragnheiði. Það þarf að hlusta á önnur sjónarmið til þess að ná einhverjum árangri.“ Líkt og Guðmundur bendir á hefur heróínnotkun víða á Norðurlöndunum verið mikil, og ber helst að nefna Noreg í því samhengi. Þá er hlutfallslegur fjöldi sprautufíkla hár í Kaupmannahöfn, Amsterdam og í Bandaríkjunum. Í kringum 600 manns hafa verið virkir í neyslu vímuefna í æð hér á landi undanfarin ár og erfiðlega hefur gengið að fækka í þeim hópi.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fíkniefnaheimurinn að harðna vegna hækkandi götuverðs Götuverð á lyfseðilsskyldum hefur hækkað um allt að áttatíu prósent frá því að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp. 25. júlí 2017 19:30 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Fíkniefnaheimurinn að harðna vegna hækkandi götuverðs Götuverð á lyfseðilsskyldum hefur hækkað um allt að áttatíu prósent frá því að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp. 25. júlí 2017 19:30