Harpa: Erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið Elías Orri Njarðarson skrifar 26. júlí 2017 21:25 Harpa Þorsteinsdóttir eftir leikinn í kvöld. Vísir/Getty Harpa Þorsteinsdóttir var svekkt eftir 3-0 tap á móti Austurríki í kvöld, á Evrópumótinu sem fer fram í Hollandi. Ísland hafði tapað báðum leikjunum sínum í riðlinum fyrir þennan leik og hún sagði að undirbúningurinn fyrir leikinn í kvöld hafði verið erfiður. „Undirbúningurinn fyrir þennan leik er búinn að vera erfiður og andlega hefur þetta verið örugglega erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið. Við fáum á okkur klaufalegt mark og við vorum sjálfar búnar að vera í sénsum. Þetta er svolítið þungt högg og við náðum ekki að stíga upp eftir það,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir í samtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir tapið gegn Austurríki í kvöld. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, myndaði hring með leikmönnum eftir leikinn og stappaði í þær stálinu. „Hann var bara að segja sannleikann. Við gerðum allt sem við gátum, við erum búnar að leggja okkur allar fram, við erum margar hverjar búnar að stíga algjörlega útfyrir allan þægindarramma og höfum lagt allt í sölurnar og það er bara ekki hægt að kvarta yfir því. Þetta var bara ekki okkar mót og það er bara þannig. Við gerðum allt og við megum ekki hengja okkur á því,“ sagði Harpa. Margt gott var að finna í leik Íslands á mótinu, leikurinn á móti Frakklandi var mjög góður en hvað er það sem er að klikka hjá liðinu? „Mér fannst Frakkaleikurinn óaðfinnanlegur að okkar hálfu, það er ekkert þar sem við hefðum getað gert öðruvísi eða við hefðum getað gert betur. Það er svo erfitt núna að segja nákvæmlega hvað það er sem klikkar en við verðum klárlega að halda betur í boltann og spila betur sóknarlega. Það er bara þannig. Liðið er búið að taka framförum en við erum ekki komnar lengra, við erum búnar að gera allt sem að við gátum og við göngum hérna frá þessu móti gríðarlega stoltar af því sem að við lögum fram,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ítalski dómarinn mun ekkert trufla Frey gegn Austurríki Þetta er ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu, segir Freyr Alexandersson. 26. júlí 2017 08:30 Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum Sjá meira
Harpa Þorsteinsdóttir var svekkt eftir 3-0 tap á móti Austurríki í kvöld, á Evrópumótinu sem fer fram í Hollandi. Ísland hafði tapað báðum leikjunum sínum í riðlinum fyrir þennan leik og hún sagði að undirbúningurinn fyrir leikinn í kvöld hafði verið erfiður. „Undirbúningurinn fyrir þennan leik er búinn að vera erfiður og andlega hefur þetta verið örugglega erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið. Við fáum á okkur klaufalegt mark og við vorum sjálfar búnar að vera í sénsum. Þetta er svolítið þungt högg og við náðum ekki að stíga upp eftir það,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir í samtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir tapið gegn Austurríki í kvöld. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, myndaði hring með leikmönnum eftir leikinn og stappaði í þær stálinu. „Hann var bara að segja sannleikann. Við gerðum allt sem við gátum, við erum búnar að leggja okkur allar fram, við erum margar hverjar búnar að stíga algjörlega útfyrir allan þægindarramma og höfum lagt allt í sölurnar og það er bara ekki hægt að kvarta yfir því. Þetta var bara ekki okkar mót og það er bara þannig. Við gerðum allt og við megum ekki hengja okkur á því,“ sagði Harpa. Margt gott var að finna í leik Íslands á mótinu, leikurinn á móti Frakklandi var mjög góður en hvað er það sem er að klikka hjá liðinu? „Mér fannst Frakkaleikurinn óaðfinnanlegur að okkar hálfu, það er ekkert þar sem við hefðum getað gert öðruvísi eða við hefðum getað gert betur. Það er svo erfitt núna að segja nákvæmlega hvað það er sem klikkar en við verðum klárlega að halda betur í boltann og spila betur sóknarlega. Það er bara þannig. Liðið er búið að taka framförum en við erum ekki komnar lengra, við erum búnar að gera allt sem að við gátum og við göngum hérna frá þessu móti gríðarlega stoltar af því sem að við lögum fram,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ítalski dómarinn mun ekkert trufla Frey gegn Austurríki Þetta er ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu, segir Freyr Alexandersson. 26. júlí 2017 08:30 Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum Sjá meira
Ítalski dómarinn mun ekkert trufla Frey gegn Austurríki Þetta er ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu, segir Freyr Alexandersson. 26. júlí 2017 08:30
Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00
Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30