Ísland átti eitt skot á mark allt mótið í Hollandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júlí 2017 12:00 Fanndís Friðriksdóttir fagnar hér marki sínu á móti Sviss. Það reyndist eina skot Íslands á mótinu sem fór á mark andstæðingsins. Vísir/Getty Sóknarleikur íslenska landsliðsins á EM í Hollandi skilaði aðeins einu skoti sem hitti á mark andstæðingsins. Það var mark Fanndísar Friðriksdóttur í 2-1 tapi Íslands gegn Sviss. Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu, þeim síðasta gegn Austurríki í Rotterdam í gærkvöldi. Þegar opinber tölfræði leikjanna er skoðuð, upplýsingar sem má finna á heimasíðu mótsins, kemur í ljós að Ísland átti 21 skot í leikjunum þremur en aðeins eitt sem rataði á mark andstæðingsins. Það þýðir einnig að markverðir andstæðinganna eru ekki með nein skráð varin skot í leikjunum gegn okkar stelpum. Íslendingar sköpuðu sér þó hættuleg færi í leikjunum þremur, sér í lagi í fyrstu tveimur. Dagný fékk dauðafæri gegn Frökkum er hún skallaði rétt yfir markið á 37. mínútu og hún fékk einnig fínt skallafæri snemma í leiknum gegn Sviss. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir átti einnig skalla yfir markið gegn Sviss og undir lokin stýrði Sara Björk Gunnarsdóttir skoti Öglu Maríu Albertsdóttur að marki en varnarmaður Sviss bjargaði á síðustu stundu. Tilraun Söru Bjarkar er þó ekki skráð sem skot á mark á heimasíðu UEFA, heldur skot sem er varið af varnarmanni. Það var þó annað uppi á teningnum gegn Austurríki í gær en íslensku leikmennirnir náðu í raun ekki að skapa sér nein hættuleg færi í leiknum. Ísland skoraði næstflest mörk allra liða í undankeppni mótsins en meiðsli settu stórt strik í undirbúning liðsins fyrir lokamótið í Hollandi, auk þess sem að Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður Íslands í undankeppninni missti af síðustu leikjum keppninnar sem og stórum hluta undirbúningins þar sem hún var barnshafandi. Þegar tölfræði Ísland er borin saman við önnur lið á mótinu kemur í ljós að Ísland á fæst skot á mark. Portúgal kemur næst með fjögur skot á mark og Skotland með fimm en bæði eiga eftir að spila lokaleik sinn í riðlakeppninni.Skot Íslands á EM í Hollandi:Ísland - Austurríki Skot (á mark): 10-29 (0-16)Ísland - Sviss Skot (á mark): 7-7 (1-3)Ísland - Frakkland Skot (á mark): 4-21 (0-5)Samtals Skot Íslands (á mark): 21 (1) Skot andstæðinga (á mark): 57 (24) EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Brasilíuleikurinn vakti falskar vonir Okkar menn velta fyrir sér stöðu íslenska liðsins, markmiðunum sem voru sett og hvers vegna fallið var svona hátt miðað við bjartsýni fyrir mót. 27. júlí 2017 10:45 Dætur Evrópu númeri of litlar Stelpurnar okkar kvöddu Evrópumótið í fótbolta í gærkvöldi með þriðja tapinu en þær lágu í valnum gegn Austurríki í Rotterdam, 3-0. Íslenska liðið var einfaldlega ekki nógu gott til að ná markmiðum sínum á þessu móti. Íslendingarnir heilluðu samt álfuna. 27. júlí 2017 06:00 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Freyr: Liðið höndlaði vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. 26. júlí 2017 21:37 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira
Sóknarleikur íslenska landsliðsins á EM í Hollandi skilaði aðeins einu skoti sem hitti á mark andstæðingsins. Það var mark Fanndísar Friðriksdóttur í 2-1 tapi Íslands gegn Sviss. Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu, þeim síðasta gegn Austurríki í Rotterdam í gærkvöldi. Þegar opinber tölfræði leikjanna er skoðuð, upplýsingar sem má finna á heimasíðu mótsins, kemur í ljós að Ísland átti 21 skot í leikjunum þremur en aðeins eitt sem rataði á mark andstæðingsins. Það þýðir einnig að markverðir andstæðinganna eru ekki með nein skráð varin skot í leikjunum gegn okkar stelpum. Íslendingar sköpuðu sér þó hættuleg færi í leikjunum þremur, sér í lagi í fyrstu tveimur. Dagný fékk dauðafæri gegn Frökkum er hún skallaði rétt yfir markið á 37. mínútu og hún fékk einnig fínt skallafæri snemma í leiknum gegn Sviss. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir átti einnig skalla yfir markið gegn Sviss og undir lokin stýrði Sara Björk Gunnarsdóttir skoti Öglu Maríu Albertsdóttur að marki en varnarmaður Sviss bjargaði á síðustu stundu. Tilraun Söru Bjarkar er þó ekki skráð sem skot á mark á heimasíðu UEFA, heldur skot sem er varið af varnarmanni. Það var þó annað uppi á teningnum gegn Austurríki í gær en íslensku leikmennirnir náðu í raun ekki að skapa sér nein hættuleg færi í leiknum. Ísland skoraði næstflest mörk allra liða í undankeppni mótsins en meiðsli settu stórt strik í undirbúning liðsins fyrir lokamótið í Hollandi, auk þess sem að Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður Íslands í undankeppninni missti af síðustu leikjum keppninnar sem og stórum hluta undirbúningins þar sem hún var barnshafandi. Þegar tölfræði Ísland er borin saman við önnur lið á mótinu kemur í ljós að Ísland á fæst skot á mark. Portúgal kemur næst með fjögur skot á mark og Skotland með fimm en bæði eiga eftir að spila lokaleik sinn í riðlakeppninni.Skot Íslands á EM í Hollandi:Ísland - Austurríki Skot (á mark): 10-29 (0-16)Ísland - Sviss Skot (á mark): 7-7 (1-3)Ísland - Frakkland Skot (á mark): 4-21 (0-5)Samtals Skot Íslands (á mark): 21 (1) Skot andstæðinga (á mark): 57 (24)
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Brasilíuleikurinn vakti falskar vonir Okkar menn velta fyrir sér stöðu íslenska liðsins, markmiðunum sem voru sett og hvers vegna fallið var svona hátt miðað við bjartsýni fyrir mót. 27. júlí 2017 10:45 Dætur Evrópu númeri of litlar Stelpurnar okkar kvöddu Evrópumótið í fótbolta í gærkvöldi með þriðja tapinu en þær lágu í valnum gegn Austurríki í Rotterdam, 3-0. Íslenska liðið var einfaldlega ekki nógu gott til að ná markmiðum sínum á þessu móti. Íslendingarnir heilluðu samt álfuna. 27. júlí 2017 06:00 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Freyr: Liðið höndlaði vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. 26. júlí 2017 21:37 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira
EM í dag: Brasilíuleikurinn vakti falskar vonir Okkar menn velta fyrir sér stöðu íslenska liðsins, markmiðunum sem voru sett og hvers vegna fallið var svona hátt miðað við bjartsýni fyrir mót. 27. júlí 2017 10:45
Dætur Evrópu númeri of litlar Stelpurnar okkar kvöddu Evrópumótið í fótbolta í gærkvöldi með þriðja tapinu en þær lágu í valnum gegn Austurríki í Rotterdam, 3-0. Íslenska liðið var einfaldlega ekki nógu gott til að ná markmiðum sínum á þessu móti. Íslendingarnir heilluðu samt álfuna. 27. júlí 2017 06:00
Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30
Freyr: Liðið höndlaði vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. 26. júlí 2017 21:37