Norðmenn skilja ekkert í því hvað varð um besta leikmann Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2017 10:30 Ada Hegerberg náði ekki að sýna sitt á EM. Vísir/Getty Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg stóð síðasta haust við hlið Cristiano Ronaldo upp á sviði í Mónakó þar sem þau tóku bæði við verðlaunum sem besta knattspyrnufólk Evrópu. Norðmenn trúa ekki því að það sé sami leikmaður og spilaði þrjá leiki á EM í Hollandi. Hvernig gat besti leikmaður álfunnar verið nánast ósýnilegur í þremur leikjum? Ada Hegerberg hefur spilað frábærlega með Evrópumeisturum Lyon undanfarin þrjú tímabil og meðal annars unnið Meistaradeildina síðustu tvö0 ár. Hún skoraði 20 mörk í 22 deildarleikjum með Lyon á síðasta tímabili og hefur skorað 79 deildarmörk fyrir franska félagið í aðeins 65 leikjum. Liðið hefur unnið tvöfalt í Frakklandi öll þrjú tímabilin. Það hefur því allt gengið upp hjá Ödu Hegerberg í Frakklandi, bæði henni sjálfri sem og hjá liðinu. Aðra sögu er að segja af norska landsliðinu sem var eina liðið á EM sem komst ekki á blað. Norðmenn yfirgefa nefnilega Evrópumótið í Hollandi stigalausir og án þess að skora mark. Ada Hegerberg endaði í 44. sæti yfir þá leikmenn sem áttu flest skot að marki í riðlakeppninni. Það er fáránleg tölfræði hjá besta sóknarmanni álfunnar. Það er ljóst að Cristiano Ronaldo hefði heldur betur fengið að heyra það hefði hann farið í gegnum heilt stórmót án þess að skora og án þess að liðið hans fengi eitt einasta stig. „Ég fékk ekki tækifæri til að nýta styrkleika mína og það tengist öðrum í liðinu,“ var afsökun Ödu Hegerberg eftir mót. Hún er súperstjarna en á ekki að geta gengið frá mótinu svona gagnrýnislaust. Það er að minnsta kosti skoðun blaðamanns Dagbladet sem skrifar grein um Ödu Hegerberg þar sem hann segir að Hegerberg þurfi nú mest á hreinskilinni og fagmannlegri gagnrýni að halda. Ada Hegerberg hélt upp á 22 ára afmælið sitt rétt fyrir EM og á því nóg eftir. Það koma því önnur stórmót hjá henni eftir þetta og þar þurfa Norðmenn að hjálpa henni að sýna sitt rétta andlit.Ada Hegerberg með Cristiano Ronaldo.Vísir/GettyAda Hegerberg er súperstjarna norska liðsins.Vísir/Getty EM 2017 í Hollandi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg stóð síðasta haust við hlið Cristiano Ronaldo upp á sviði í Mónakó þar sem þau tóku bæði við verðlaunum sem besta knattspyrnufólk Evrópu. Norðmenn trúa ekki því að það sé sami leikmaður og spilaði þrjá leiki á EM í Hollandi. Hvernig gat besti leikmaður álfunnar verið nánast ósýnilegur í þremur leikjum? Ada Hegerberg hefur spilað frábærlega með Evrópumeisturum Lyon undanfarin þrjú tímabil og meðal annars unnið Meistaradeildina síðustu tvö0 ár. Hún skoraði 20 mörk í 22 deildarleikjum með Lyon á síðasta tímabili og hefur skorað 79 deildarmörk fyrir franska félagið í aðeins 65 leikjum. Liðið hefur unnið tvöfalt í Frakklandi öll þrjú tímabilin. Það hefur því allt gengið upp hjá Ödu Hegerberg í Frakklandi, bæði henni sjálfri sem og hjá liðinu. Aðra sögu er að segja af norska landsliðinu sem var eina liðið á EM sem komst ekki á blað. Norðmenn yfirgefa nefnilega Evrópumótið í Hollandi stigalausir og án þess að skora mark. Ada Hegerberg endaði í 44. sæti yfir þá leikmenn sem áttu flest skot að marki í riðlakeppninni. Það er fáránleg tölfræði hjá besta sóknarmanni álfunnar. Það er ljóst að Cristiano Ronaldo hefði heldur betur fengið að heyra það hefði hann farið í gegnum heilt stórmót án þess að skora og án þess að liðið hans fengi eitt einasta stig. „Ég fékk ekki tækifæri til að nýta styrkleika mína og það tengist öðrum í liðinu,“ var afsökun Ödu Hegerberg eftir mót. Hún er súperstjarna en á ekki að geta gengið frá mótinu svona gagnrýnislaust. Það er að minnsta kosti skoðun blaðamanns Dagbladet sem skrifar grein um Ödu Hegerberg þar sem hann segir að Hegerberg þurfi nú mest á hreinskilinni og fagmannlegri gagnrýni að halda. Ada Hegerberg hélt upp á 22 ára afmælið sitt rétt fyrir EM og á því nóg eftir. Það koma því önnur stórmót hjá henni eftir þetta og þar þurfa Norðmenn að hjálpa henni að sýna sitt rétta andlit.Ada Hegerberg með Cristiano Ronaldo.Vísir/GettyAda Hegerberg er súperstjarna norska liðsins.Vísir/Getty
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira