John Snorri brast í grát á toppnum: „Þetta var virkilega erfið ferð“ Erla Björg Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 28. júlí 2017 11:39 Það hafa verið afar erfiðar aðstæður í fjallinu undanfarið. kári schram John Snorri Sigurjónsson, fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi næsthæsta fjalls í heimi, K2, var þreyttur og meyr þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann var búinn að vera í um tíu mínútur á toppi fjallsins og nýbúinn að reka íslenska fánann niður. „Þetta var virkilega erfið ferð. Við ætluðum að vera komin upp á milli átta og tíu að pakistönskum tíma en núna er klukkan fjögur. Við erum orðnir mjög lágir á súrefni og þurfum að fara að tygja okkur niður,“ sagði John Snorri. Aðspurður hvort hann væri með nógu mikið súrefni fyrir leiðina niður sagðist hann í raun og veru ekki vera með það. „En það er auðveldara að komast niður og fer minni orka í það. Ég er með 102 eftir á síðasta kútnum mínum sem þýðir að ég klára hann eftir klukkutíma, einn og hálfan en það er allt í lagi.“ John Snorri er svo með meira súrefni í búðum fjögur en hann var mjög andstuttur í viðtalinu eins og heyra má í spilaranum hér fyrir neðan. „Hér eru allir andstuttir en alveg rosalega glaðir. Hér eru þrír Kínverjar sem eru búnir að reyna að komast á toppinn þrisvar og svo er fyrsta bandaríska konan til að ná toppnum hérna líka,“ sagði John Snorri en hópurinn sem hann er með er sá fyrsti til að ná toppi fjallsins síðan árið 2014.En hvernig tilfinning er það að standa á toppi næsthæsta og eins hættulegasta fjalls heims? „Þetta er mjög erfitt, ég er mjög þreyttur og tilfinningin er blendin. Þegar ég kom hérna á toppinn [...] fór ég bara að gráta, ég er mjög meyr.“Hann kveðst hlakka til að koma heim í öryggið en er hennar með einhver skilaboð til konunnar sinnar? „Ég vil bara þakka henni fyrir að standa á bak við mig eins og klettur og hafa haft trú á mér allan tímann. Mig langar líka að þakka stjórn Lífs sem hefur haft trú á mér allan tímann og bara til allra landsmann, takk, takk æðislega.“Viðtalið við John Snorra í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Fjallamennska Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
John Snorri Sigurjónsson, fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi næsthæsta fjalls í heimi, K2, var þreyttur og meyr þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann var búinn að vera í um tíu mínútur á toppi fjallsins og nýbúinn að reka íslenska fánann niður. „Þetta var virkilega erfið ferð. Við ætluðum að vera komin upp á milli átta og tíu að pakistönskum tíma en núna er klukkan fjögur. Við erum orðnir mjög lágir á súrefni og þurfum að fara að tygja okkur niður,“ sagði John Snorri. Aðspurður hvort hann væri með nógu mikið súrefni fyrir leiðina niður sagðist hann í raun og veru ekki vera með það. „En það er auðveldara að komast niður og fer minni orka í það. Ég er með 102 eftir á síðasta kútnum mínum sem þýðir að ég klára hann eftir klukkutíma, einn og hálfan en það er allt í lagi.“ John Snorri er svo með meira súrefni í búðum fjögur en hann var mjög andstuttur í viðtalinu eins og heyra má í spilaranum hér fyrir neðan. „Hér eru allir andstuttir en alveg rosalega glaðir. Hér eru þrír Kínverjar sem eru búnir að reyna að komast á toppinn þrisvar og svo er fyrsta bandaríska konan til að ná toppnum hérna líka,“ sagði John Snorri en hópurinn sem hann er með er sá fyrsti til að ná toppi fjallsins síðan árið 2014.En hvernig tilfinning er það að standa á toppi næsthæsta og eins hættulegasta fjalls heims? „Þetta er mjög erfitt, ég er mjög þreyttur og tilfinningin er blendin. Þegar ég kom hérna á toppinn [...] fór ég bara að gráta, ég er mjög meyr.“Hann kveðst hlakka til að koma heim í öryggið en er hennar með einhver skilaboð til konunnar sinnar? „Ég vil bara þakka henni fyrir að standa á bak við mig eins og klettur og hafa haft trú á mér allan tímann. Mig langar líka að þakka stjórn Lífs sem hefur haft trú á mér allan tímann og bara til allra landsmann, takk, takk æðislega.“Viðtalið við John Snorra í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Fjallamennska Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira