Fótbolti

Aron Elís framlengdi samning sinn við Aalesund

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Elís Þrándarson skrifar hér undir samninginn.
Aron Elís Þrándarson skrifar hér undir samninginn. Mynd/Instagram aalesundsfk
Aron Elís Þrándarson er búinn að skrifa undir nýjan samning við norska félagið Aalesunds FK og gildir nýi samningurinn hans út árið 2019.

Aron Elís hefur verið hjá félaginu frá 2015 þegar hann kom þangað frá Víkingi þar sem hann er uppalinn.

Aron Elís er 22 ára og getur bæði spilað sem framherji eða miðjumaður en hann hefur verið mikið á vinstri kantinum hjá Aalesund.

„Ég er ánægður með að hafa skrifað undir nýjan samning og halda áfram framþróun minni hér í Aalesund. Þetta var rétt ákvörðun fyrir mig og ég vil gera mitt til að hjálpa félaginu á ná sínum markmiðum,“ sagði Aron Elís.

Aron Elís hefur ekki náð að skora í 11 leikjum með Aalesund í norsku úrvalsdeildinni í sumar en hann hefur gefið eina stoðsendingu.  Hann hefur skorað 8 mörk í 58 leikjum með Aalesund í úrvalsdeildinni.

„Við erum virkileg sáttir með að hafa Aron með í okkar liði á komandi árum. Hann er mikilvægur leikmaður fyrir liðið og einn hans helsti kostur er að það er alltof von á einhverju óvæntu frá honum,“ sagði íþróttastjórinn Björn Erik Melland.



 
Thrandarson har signert ny kontrakt! Les mer på aafk.no #aafk #smpno #esnball #bypatrioten #nrkmogr

A post shared by Aalesunds Fotballklubb - AaFK (@aalesundsfk) on Jul 10, 2017 at 1:03am PDT






Fleiri fréttir

Sjá meira


×