Sundsvall tapaði sínum fimmta leik í röð þegar liðið beið lægri hlut fyrir Djurgården, 2-1, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Kristinn Freyr Sigurðsson var að venju í byrjunarliði Sundsvall sem er í 13. sæti deildarinnar með 11 stig, þremur stigum frá fallsæti. Kristinn Steindórsson var ekki með Sundsvall í kvöld.
Linus Hellenius kom Sundsvall yfir á 23. mínútu en átta mínútum síðar jafnaði reynsluboltinn Kim Källström metin.
Þremur mínútum fyrir hálfleik fékk Marcus Danielsson, varnarmaður Sundsvall, rauða spjaldið. Einum fleiri tryggði Djurgården sér sigurinn með marki Othman El Kabir á 64. mínútu.
Elías Már Ómarsson kom ekkert við sögu þegar Göteborg gerði 1-1 jafntefli við Halmstad á heimavelli. Göteborg er í 10. sæti deildarinnar.
Fimmta tap Sundsvall í röð
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn



Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn


„Er allavega engin þreyta í mér“
Fótbolti




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn