Frakkar, fyrstu mótherjar Íslands á EM í Hollandi, gerðu 1-1 jafntefli við Norðmenn í síðasta vináttulandsleik sínum
Camille Abily kom Frakklandi yfir strax á 3. mínútu en Maren Mjelde jafnaði metin fyrir Noreg sex mínútum fyrir leikslok.
María Þórisdóttir kom inn á sem varamaður á 64. mínútu í liði Noregs sem er með Hollandi, Danmörku og Belgíu í riðli á EM.
Franska liðið er talið líklegt til afreka á EM. Það mætir því íslenska í Tilburg 18. júlí næstkomandi. Sviss og Austurríki eru einnig í C-riðlinum.
Frakkar hafa komist í 8-liða úrslit á síðustu tveimur Evrópumótum en ætla sér lengra í ár.
Fyrstu mótherjar Íslands gerðu jafntefli í síðasta leiknum fyrir EM
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn


Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn