Fyrirliði Víkings: Frétti að Gunnar Nielsen er byrjaður að vinna í fyrsta skipti á ævinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2017 11:30 Íslandsmeistarar FH mæta færeyskum meisturum í Víkingi úr Götu í kvöld í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrirliði Víkinga og markvörður FH þekkjast vel. FH klikkaði illilega í fyrra þegar liðið tapaði á þessu stigi keppninnar gegn Dundalk frá Írlandi og meistararnir úr Hafnarfirði ætla ekki að láta það gerast aftur. Þeir fengu óvæntan skell í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar gegn Ólsurum en þeir hafa upplifað margt á mörgum árum í Evrópukeppnum. „Það hefur oft verið samasem merki á milli síðasta leiks í deild og Evrópukeppni hjá okkur. Þessi leikur bara búinn. Eins og hefur komið fram er ný keppni, Evrópukeppni. Við erum reynslumiklir í henni og viljum standa okkur vel. Við erum búnir að gleyma þessum leik á föstudagskvöldið,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Færeyski landsliðsmaðurinn Atli Gregersen, fyrirliði Víkings í Götu, er brattur fyrir einvígið þó íslensk félagslið hafi hingað til nánast undantekningalaust haft betur í baráttu við færeysk lið. „Við erum ekki að hugsa um það sem hefur gerst heldur viljum við skrifa okkar eigin sögu. Við erum heldur ekki að hugsa um einhverjar bölvanir eða íslensku Víkingana. Við erum sjálfir Víkingar þannig að við mætum bara bjartsýnir til leiks. Þetta verður erfitt en vonandi getum við sungið hressir saman í flugvélinni á leið heim.“ Gregersen er úr Þórshöfn eins og Gunnar Nielsen, markvörður FH, og þeir spila saman með færeyska landsliðinu. Atli og Gunnar eru góðir félagar og langar miðverðinum að skora á móti góðvini sínum annað kvöld. „Hann er ágætur,“ segir Atli og hlær. „Nei, hann er virkilega góður markvörður og góður maður. Ég var að frétta það að hann er kominn í venjulega vinnu líka sem er þá í fyrsta sinn á hans ævi. Kannski verður hann þá svolítið þreyttur á morgun. En að öllu gamni slepptu er Gunnar frábær markvörður en hann er bara mannlegur,“ segir Atli Gregersen. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Íslandsmeistarar FH mæta færeyskum meisturum í Víkingi úr Götu í kvöld í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrirliði Víkinga og markvörður FH þekkjast vel. FH klikkaði illilega í fyrra þegar liðið tapaði á þessu stigi keppninnar gegn Dundalk frá Írlandi og meistararnir úr Hafnarfirði ætla ekki að láta það gerast aftur. Þeir fengu óvæntan skell í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar gegn Ólsurum en þeir hafa upplifað margt á mörgum árum í Evrópukeppnum. „Það hefur oft verið samasem merki á milli síðasta leiks í deild og Evrópukeppni hjá okkur. Þessi leikur bara búinn. Eins og hefur komið fram er ný keppni, Evrópukeppni. Við erum reynslumiklir í henni og viljum standa okkur vel. Við erum búnir að gleyma þessum leik á föstudagskvöldið,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Færeyski landsliðsmaðurinn Atli Gregersen, fyrirliði Víkings í Götu, er brattur fyrir einvígið þó íslensk félagslið hafi hingað til nánast undantekningalaust haft betur í baráttu við færeysk lið. „Við erum ekki að hugsa um það sem hefur gerst heldur viljum við skrifa okkar eigin sögu. Við erum heldur ekki að hugsa um einhverjar bölvanir eða íslensku Víkingana. Við erum sjálfir Víkingar þannig að við mætum bara bjartsýnir til leiks. Þetta verður erfitt en vonandi getum við sungið hressir saman í flugvélinni á leið heim.“ Gregersen er úr Þórshöfn eins og Gunnar Nielsen, markvörður FH, og þeir spila saman með færeyska landsliðinu. Atli og Gunnar eru góðir félagar og langar miðverðinum að skora á móti góðvini sínum annað kvöld. „Hann er ágætur,“ segir Atli og hlær. „Nei, hann er virkilega góður markvörður og góður maður. Ég var að frétta það að hann er kominn í venjulega vinnu líka sem er þá í fyrsta sinn á hans ævi. Kannski verður hann þá svolítið þreyttur á morgun. En að öllu gamni slepptu er Gunnar frábær markvörður en hann er bara mannlegur,“ segir Atli Gregersen. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira