Áhuginn og jafnréttishugurinn fyllir stelpurnar þjóðarstolti Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2017 10:30 Í gær var ein vika í fyrsta leik stelpnanna okkar á EM í Hollandi en eftir sex daga mæta þær stórliði Frakklands í Tilburg. Spenningurinn er mikill og umfjöllunin um liðið og áhuginn á því aldrei meiri að sögn stelpnanna.Stelpurnar okkar æfðu í sólskininu í Laugardalnum í gær og var augljóslega mikill spenningur í liðinu enda stutt í fyrsta leik. Íslenska liðið var í mikilli hópeflisferð á Selfossi um síðustu helgi en í gærmorgun tók raunveruleikinn aftur við. Leikmenn liðsins greina mikinn áhuga á liðinu hjá fólkinu í landinu og fjölmiðlaumfjöllunin hefur aldrei verið meiri. Maður flettir vart blöðum eða skiptir um rás á sjónvarpinu án þess að rekast á eina af stelpunum okkar. „Þetta er ótrúlega gaman en aðeins öðruvísi en ég hef upplifað áður. Það er svolítið mikið að gera - meira en maður er vanur,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska liðsins. „Það er ótrúlega gaman að sjá þetta koma svona sterkt inn núna, sérstaklega í kringum þetta mót. Maður finnur fyrir ótrúlegum stuðningi frá fjölmiðlum á Íslandi og þetta dreifir úr sér til almennings. Þeir eru líka 100 prósent með okkur og það er geggjað að fá að upplifa þetta og vera með í þessu.“ Hólmfríður Magnúsdóttir er að fara á sitt þriðja stórmót. Hún segir umfjöllunina aldrei hafa verið meiri og er þakklát fyrir hana en bendir á að stelpurnar eiga ekkert minna skilið. „Þetta er bara frábært. Við erum búnar að vinna fyrir þessu. Við eigum þetta skilið enda erum við að fara á okkar þriðja stórmót. Við viljum athygli og við viljum síðan skila þessu inn á vellinum þarna úti. Þetta er frábært. Það eru allir sem þekkja mann úti á götu og allir að segja gangi þér vel sama hvort maður gengur inn á veitingastað eða búð. Maður finnur stuðninginn frá öllum Íslendingum,“ segir Hólmfríður Magnúsdóttir. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir tekur í sama streng og samherjar sínir og fagnar því að íslenska þjóðin sé komin aftur í EM-partígírinn, ef hún fór þá einhverntíma úr honum eftir ævintýri strákanna í Frakklandi í fyrra. „Þetta fyllir mig þjóðarstolti. Ég er stolt af samfélaginu. Það er svo mikill jafnréttishugur í Íslendingum. Það er svo mikill hugur í Íslendingum og það var geggjað að sjá hvað strákarnir fengu fyrra í fyrra. KSÍ lærði svo mikið af þeirri keppni og þjóðin er að halda áfram í þessu partí. Núna eru þetta við og það eru allir með. Maður finnur fyrir ótrúlega miklum krafti frá öllum,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Fyrstu mótherjar Íslands gerðu jafntefli í síðasta leiknum fyrir EM Frakkar, fyrstu mótherjar Íslands á EM í Hollandi, gerðu 1-1 jafntefli við Norðmenn í síðasta vináttulandsleik sínum 11. júlí 2017 22:02 Sigríður Lára æfði með strákunum í vetur: „Lagði mikið á mig til að komast í EM-hópinn“ Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir vann sér inn sæti í EM-hópnum með frábærri frammistöðu fyrir lið og land á þessu ári. 11. júlí 2017 15:00 Þjóðin áfram í partígír Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins, fyllist þjóðarstolti við að sjá áhugann á stelpunum okkar fyrir EM. Er klár í fyrsta leikinn. 12. júlí 2017 06:00 Stelpurnar æfðu í Laugardalnum þegar vika er í fyrsta leik | Myndir Íslenska kvennalandsliðið fer út á föstudaginn og mætir svo Frakklandi í fyrsta leik á þriðjudaginn í næstu viku. 11. júlí 2017 14:30 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Í gær var ein vika í fyrsta leik stelpnanna okkar á EM í Hollandi en eftir sex daga mæta þær stórliði Frakklands í Tilburg. Spenningurinn er mikill og umfjöllunin um liðið og áhuginn á því aldrei meiri að sögn stelpnanna.Stelpurnar okkar æfðu í sólskininu í Laugardalnum í gær og var augljóslega mikill spenningur í liðinu enda stutt í fyrsta leik. Íslenska liðið var í mikilli hópeflisferð á Selfossi um síðustu helgi en í gærmorgun tók raunveruleikinn aftur við. Leikmenn liðsins greina mikinn áhuga á liðinu hjá fólkinu í landinu og fjölmiðlaumfjöllunin hefur aldrei verið meiri. Maður flettir vart blöðum eða skiptir um rás á sjónvarpinu án þess að rekast á eina af stelpunum okkar. „Þetta er ótrúlega gaman en aðeins öðruvísi en ég hef upplifað áður. Það er svolítið mikið að gera - meira en maður er vanur,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska liðsins. „Það er ótrúlega gaman að sjá þetta koma svona sterkt inn núna, sérstaklega í kringum þetta mót. Maður finnur fyrir ótrúlegum stuðningi frá fjölmiðlum á Íslandi og þetta dreifir úr sér til almennings. Þeir eru líka 100 prósent með okkur og það er geggjað að fá að upplifa þetta og vera með í þessu.“ Hólmfríður Magnúsdóttir er að fara á sitt þriðja stórmót. Hún segir umfjöllunina aldrei hafa verið meiri og er þakklát fyrir hana en bendir á að stelpurnar eiga ekkert minna skilið. „Þetta er bara frábært. Við erum búnar að vinna fyrir þessu. Við eigum þetta skilið enda erum við að fara á okkar þriðja stórmót. Við viljum athygli og við viljum síðan skila þessu inn á vellinum þarna úti. Þetta er frábært. Það eru allir sem þekkja mann úti á götu og allir að segja gangi þér vel sama hvort maður gengur inn á veitingastað eða búð. Maður finnur stuðninginn frá öllum Íslendingum,“ segir Hólmfríður Magnúsdóttir. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir tekur í sama streng og samherjar sínir og fagnar því að íslenska þjóðin sé komin aftur í EM-partígírinn, ef hún fór þá einhverntíma úr honum eftir ævintýri strákanna í Frakklandi í fyrra. „Þetta fyllir mig þjóðarstolti. Ég er stolt af samfélaginu. Það er svo mikill jafnréttishugur í Íslendingum. Það er svo mikill hugur í Íslendingum og það var geggjað að sjá hvað strákarnir fengu fyrra í fyrra. KSÍ lærði svo mikið af þeirri keppni og þjóðin er að halda áfram í þessu partí. Núna eru þetta við og það eru allir með. Maður finnur fyrir ótrúlega miklum krafti frá öllum,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Fyrstu mótherjar Íslands gerðu jafntefli í síðasta leiknum fyrir EM Frakkar, fyrstu mótherjar Íslands á EM í Hollandi, gerðu 1-1 jafntefli við Norðmenn í síðasta vináttulandsleik sínum 11. júlí 2017 22:02 Sigríður Lára æfði með strákunum í vetur: „Lagði mikið á mig til að komast í EM-hópinn“ Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir vann sér inn sæti í EM-hópnum með frábærri frammistöðu fyrir lið og land á þessu ári. 11. júlí 2017 15:00 Þjóðin áfram í partígír Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins, fyllist þjóðarstolti við að sjá áhugann á stelpunum okkar fyrir EM. Er klár í fyrsta leikinn. 12. júlí 2017 06:00 Stelpurnar æfðu í Laugardalnum þegar vika er í fyrsta leik | Myndir Íslenska kvennalandsliðið fer út á föstudaginn og mætir svo Frakklandi í fyrsta leik á þriðjudaginn í næstu viku. 11. júlí 2017 14:30 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Fyrstu mótherjar Íslands gerðu jafntefli í síðasta leiknum fyrir EM Frakkar, fyrstu mótherjar Íslands á EM í Hollandi, gerðu 1-1 jafntefli við Norðmenn í síðasta vináttulandsleik sínum 11. júlí 2017 22:02
Sigríður Lára æfði með strákunum í vetur: „Lagði mikið á mig til að komast í EM-hópinn“ Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir vann sér inn sæti í EM-hópnum með frábærri frammistöðu fyrir lið og land á þessu ári. 11. júlí 2017 15:00
Þjóðin áfram í partígír Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins, fyllist þjóðarstolti við að sjá áhugann á stelpunum okkar fyrir EM. Er klár í fyrsta leikinn. 12. júlí 2017 06:00
Stelpurnar æfðu í Laugardalnum þegar vika er í fyrsta leik | Myndir Íslenska kvennalandsliðið fer út á föstudaginn og mætir svo Frakklandi í fyrsta leik á þriðjudaginn í næstu viku. 11. júlí 2017 14:30