Meira hvatning en pressa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2017 06:00 Fanndís er á leið á sitt þriðja Evrópumót. vísir/anton Það mátti sjá spenninginn í augunum á stelpunum okkar í gær þegar þær voru að undirbúa sig fyrir síðustu æfinguna á Íslandi áður en þær fljúga til Hollands í dag. Þær hafa haft í mörgu að snúast síðustu tvær vikur og núna bíður bara rútuferð í Leifsstöð eftir hádegi í dag. „Ég finn það að við erum allar hundrað prósent tilbúnar til að fara út núna og takast á við þetta verkefni,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir fyrir æfingu liðsins í gær.Bara með tvo leiki á bakinu Fanndís var frekar nýbúin að halda upp á nítján ára afmælið sitt og var aðeins með tvo landsleiki á bakinu þegar hún var valin í EM-hópinn fyrir fyrsta Evrópumót íslenska kvennalandsliðsins sumarið 2009. Fanndís kom inn á sem varamaður í tveimur leikjanna, þar á meðal í fyrsta leiknum á móti Frakklandi en frá þessu fyrsta móti hefur hlutverk hennar vaxið og nú er hún orðin einn af lykilmönnum íslenska liðsins. „Á fyrsta mótinu var ég bara lítil og fékk að fara með. Kom bara inn á þegar lítið var eftir af leikjunum. Svo varð hlutverkið alltaf stærra og stærra,“ segir Fanndís. Hún byrjaði þrjá leiki á EM fyrir fjórum árum og var fastamaður í íslenska liðinu í undankeppninni. „Mér finnst hlutverk mitt alltaf vera að verða stærra og stærra. Núna finnst mér það vera orðið mjög stórt sem gerir þetta gríðarlega spennandi.“ Íslenska liðið hefur misst sterka leikmenn á síðustu misserum og sem dæmi um breytingarnar á þessum níu árum er Fanndís bara ein af sjö sem voru með liðinu á EM í Finnlandi í ágúst 2009. „Það hefur þjappað okkur ennþá betur saman að missa þessa leikmenn út og ýtt undir að aðrir leikmenn stígi fram og þar á meðal er ég. Ég ætla gera það og veit ég þarf að gera það,“ segir Fanndís. Fyrsti leikur hennar á EM verður landsleikur númer 85. „Ég er öðruvísi leikmaður í dag en ég var þá. Í dag er ég orðin ein af þeim sem eru næstum því komin með hundrað landsleiki. Síðast var ég bara þessi sem var með 20 leiki eins og margar. Í rauninni breytist hlutverkið ekki neitt inni á vellinum en það er öðruvísi litið á mann. Ég er samt reyndari og það er eitthvað sem hægt er að nýta sér,“ segir Fanndís. Hún fagnar því að allir fjölmiðlar vilji ná tali af þeim og það séu myndir af þeim úti um allt. „Það er gaman að áhuginn sé svona mikill á okkur. Við finnum það og ætlum að nýta það sem styrkleika inn á þetta mót,“ segir Fanndís og hún vill ekki líta svo á að með allri athyglinni komi of mikil pressa.Góð pressa „Við lítum á þetta sem góða pressu því við setjum pressu á okkur sjálfar,“ sagði Fanndís. Íslenska liðið spilaði ekki vináttulandsleik á síðustu vikunum fyrir mótið en naut þess í staðinn að vera saman, bæði á æfingum sem og í ýmsu hópefli utan hans. „Dagskráin hjá okkur er búin að vera eins fullkomin og það gerist. Við fáum að gista heima hjá okkur og svo komum við hérna, förum í meðferðir og borðum hádegismat saman. Stundum er æfing seinnipart dags eða jóga eða eitthvað svoleiðis. Það er allt fyrir okkur gert þannig að okkur líði sem best,“ segir Fanndís. „Það kemur vel út að fara heim á kvöldin en það er heldur ekkert að því að vera saman á hóteli. Ég er með besta herbergisfélagann þannig að ég hef engar áhyggjur af því að það verði eitthvert vesen,“ segir Fanndís og þar er hún að tala um Hallberu Guðnýju Gísladóttur.Metnaðarfull markmið Stelpurnar eru óhræddar við að setja sér metnaðarfull markmið og segja frá þeim. Þær hafa sjálfar aukið með því væntingarnar til liðsins. Þær komust í átta liða úrslitin fyrir fjórum árum og stefna einnig hátt í ár. En eru þær ekkert hræddar við pressuna? „Þetta er meira hvatning heldur en pressa. Það er bara gaman að það séu svona margir að taka þátt í þessu. Ég held að það kunni allir að meta það. Ég hefði alveg verið til í að hafa svona sýnilegar fyrirmyndir þegar ég var lítil, þetta er bara frábært,“ segir Fanndís að lokum. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Sjá meira
Það mátti sjá spenninginn í augunum á stelpunum okkar í gær þegar þær voru að undirbúa sig fyrir síðustu æfinguna á Íslandi áður en þær fljúga til Hollands í dag. Þær hafa haft í mörgu að snúast síðustu tvær vikur og núna bíður bara rútuferð í Leifsstöð eftir hádegi í dag. „Ég finn það að við erum allar hundrað prósent tilbúnar til að fara út núna og takast á við þetta verkefni,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir fyrir æfingu liðsins í gær.Bara með tvo leiki á bakinu Fanndís var frekar nýbúin að halda upp á nítján ára afmælið sitt og var aðeins með tvo landsleiki á bakinu þegar hún var valin í EM-hópinn fyrir fyrsta Evrópumót íslenska kvennalandsliðsins sumarið 2009. Fanndís kom inn á sem varamaður í tveimur leikjanna, þar á meðal í fyrsta leiknum á móti Frakklandi en frá þessu fyrsta móti hefur hlutverk hennar vaxið og nú er hún orðin einn af lykilmönnum íslenska liðsins. „Á fyrsta mótinu var ég bara lítil og fékk að fara með. Kom bara inn á þegar lítið var eftir af leikjunum. Svo varð hlutverkið alltaf stærra og stærra,“ segir Fanndís. Hún byrjaði þrjá leiki á EM fyrir fjórum árum og var fastamaður í íslenska liðinu í undankeppninni. „Mér finnst hlutverk mitt alltaf vera að verða stærra og stærra. Núna finnst mér það vera orðið mjög stórt sem gerir þetta gríðarlega spennandi.“ Íslenska liðið hefur misst sterka leikmenn á síðustu misserum og sem dæmi um breytingarnar á þessum níu árum er Fanndís bara ein af sjö sem voru með liðinu á EM í Finnlandi í ágúst 2009. „Það hefur þjappað okkur ennþá betur saman að missa þessa leikmenn út og ýtt undir að aðrir leikmenn stígi fram og þar á meðal er ég. Ég ætla gera það og veit ég þarf að gera það,“ segir Fanndís. Fyrsti leikur hennar á EM verður landsleikur númer 85. „Ég er öðruvísi leikmaður í dag en ég var þá. Í dag er ég orðin ein af þeim sem eru næstum því komin með hundrað landsleiki. Síðast var ég bara þessi sem var með 20 leiki eins og margar. Í rauninni breytist hlutverkið ekki neitt inni á vellinum en það er öðruvísi litið á mann. Ég er samt reyndari og það er eitthvað sem hægt er að nýta sér,“ segir Fanndís. Hún fagnar því að allir fjölmiðlar vilji ná tali af þeim og það séu myndir af þeim úti um allt. „Það er gaman að áhuginn sé svona mikill á okkur. Við finnum það og ætlum að nýta það sem styrkleika inn á þetta mót,“ segir Fanndís og hún vill ekki líta svo á að með allri athyglinni komi of mikil pressa.Góð pressa „Við lítum á þetta sem góða pressu því við setjum pressu á okkur sjálfar,“ sagði Fanndís. Íslenska liðið spilaði ekki vináttulandsleik á síðustu vikunum fyrir mótið en naut þess í staðinn að vera saman, bæði á æfingum sem og í ýmsu hópefli utan hans. „Dagskráin hjá okkur er búin að vera eins fullkomin og það gerist. Við fáum að gista heima hjá okkur og svo komum við hérna, förum í meðferðir og borðum hádegismat saman. Stundum er æfing seinnipart dags eða jóga eða eitthvað svoleiðis. Það er allt fyrir okkur gert þannig að okkur líði sem best,“ segir Fanndís. „Það kemur vel út að fara heim á kvöldin en það er heldur ekkert að því að vera saman á hóteli. Ég er með besta herbergisfélagann þannig að ég hef engar áhyggjur af því að það verði eitthvert vesen,“ segir Fanndís og þar er hún að tala um Hallberu Guðnýju Gísladóttur.Metnaðarfull markmið Stelpurnar eru óhræddar við að setja sér metnaðarfull markmið og segja frá þeim. Þær hafa sjálfar aukið með því væntingarnar til liðsins. Þær komust í átta liða úrslitin fyrir fjórum árum og stefna einnig hátt í ár. En eru þær ekkert hræddar við pressuna? „Þetta er meira hvatning heldur en pressa. Það er bara gaman að það séu svona margir að taka þátt í þessu. Ég held að það kunni allir að meta það. Ég hefði alveg verið til í að hafa svona sýnilegar fyrirmyndir þegar ég var lítil, þetta er bara frábært,“ segir Fanndís að lokum.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Sjá meira