Skömmu fyrir miðnætti, eða klukkan 23:53, varð jarðskjálfti í Krísuvík við suðurenda Kleifarvatns og mældist hann að stærðinni 3,1. Aðeins einn eftirskjálfti kom á eftir og var hann af stærðinni 1.
Kristín Elísa Guðmundsdóttir, jarðskjálftafræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands, sem stendur við Bústaðaveg, fann fyrir skjálftanum en sagði að sömuleiðis hefðu komið tilkynningar um að fólk hefði fundið fyrir honum í Hafnarfirði og í Vesturbæ Reykjavíkur.
Kristín sagði ekki ólíklegt að fólk á Suðunesjum sem og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu hafi fundið fyrir skjálftanum.
Skjálftar á þessu svæði eru ekki óalgengir og sagði Kristín að hún ætti ekki endilega von á frekari hreyfingum á svæðinu.
Jarðskjálfti í Krísuvík fannst á höfuðborgarsvæðinu
Jóhann K. Jóhannsson skrifar
