Sveitastelpan Dagný á heimavelli í Ermelo: Farin að halda að þessi staður hafi verið valinn fyrir mig Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júlí 2017 13:15 Dagný Brynjarsdóttir á æfingu í dag. vísir/tom Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var brosið eitt þegar hún mætti á fyrstu æfingu liðsins í Ermelo í dag en stelpurnar okkar lentu þar í bæ seint í gærkvöldi. Dagný var ekki með í landsliðsverkefninu þegar Ísland mætti til Hollands fyrir tveimur mánuðum síðan og því er hún að upplifa þessa hluti í fyrsta sinn. „Þetta er ógeðslega gaman. Ég hef ekki komið hingað áður. Ég missti af því verkefni þannig það er bara gaman að vera komin hingað og sjá allt og setja allan fókus á leikinn gegn Frakklandi,“ segir Dagný. Stelpurnar fengu frábærar kveðjur í Leifsstöð í gær sem tók sinn tíma að komast yfir. „Ég var ekki búin að hugsa mikið út í þetta en ég viðurkenni að það var fólk úti í bæ búið að spyrja mig út í þetta. Síðan þegar við gengum inn um öryggishliðið sá maður fullt af fólki. Ég vissi ekki við hverju mátti búast þannig þetta kom mér á óvart. Þetta var bara frábært hjá öllum sem undirbjuggju þetta. Maður fann að öll þjóðin var á bakvið okkur og það eru allir að sýna okkur stuðning á leiðinni út,“ segir Dagný. Ermelo er fallegur sveitabær en sjálf er Dagný frá Hellu og elskar sveitalífið. „Ég er farin að hallast að því að þessi staður hafi verið valinn fyrir mig. Þetta er geðveikt. Það er frábært að keyra hérna og sjá kindurnar úti á túni. Þetta er ekki eins og að vera í stórborg. Ég sá vespuleigu á leiðinni og ég og Sif ætlum að leigja okkur eina slíka. Þetta er alveg geggjað,“ segir hún en nú tekur við undirbúningur fyrir Frakklandsleikinn. „Við vorum svolítið hátt uppi í gær enda mikið nýtt í gangi en svo vöknuðum við í morgun og nú eru bara þrjár æfingar fram að Frakkaleiknum og margir fundir fram rað honum. Nú einbeitum við okkur að Frakklandi,“ segir Dagný Brynjarsdóttir. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Frábærum degi stelpnanna lauk með komu á merkt herbergi seint í gærkvöldi Þessar stelpur eru saman í herbergi á EM 2017 í Hollandi. 15. júlí 2017 08:30 Myndband: Kindurnar spá íslensku stelpunum sigri gegn Frökkum Wow air fær kindur til liðs við sig til að spá fyrir um úrslit fyrsta leiks íslenska landsliðiðsins á EM í Hollandi. Niðurstaðan er afdráttarlaus sigur Íslands. 15. júlí 2017 08:27 Einum þýðingarlitlum lokaleik frá fullkomnun Íslensku stelpurnar komust í fyrsta sinn inn á EM án þess að þurfa að fara í gegnum umspilsleiki. Íslenska liðið vann riðil sinn í fyrsta sinn og var meira að segja komið inn á EM fyrir tvo síðustu leiki sína. Ísland átti líka markahæsta leikmann riðilsins og undankeppninnar. 15. júlí 2017 08:00 Stuðningurinn snerti fyrirliðann Sara Björk Gunnarsdóttir var heilluð af kveðjustundinni sem stelpurnar fengu í Leifsstöð í gær. 15. júlí 2017 09:00 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var brosið eitt þegar hún mætti á fyrstu æfingu liðsins í Ermelo í dag en stelpurnar okkar lentu þar í bæ seint í gærkvöldi. Dagný var ekki með í landsliðsverkefninu þegar Ísland mætti til Hollands fyrir tveimur mánuðum síðan og því er hún að upplifa þessa hluti í fyrsta sinn. „Þetta er ógeðslega gaman. Ég hef ekki komið hingað áður. Ég missti af því verkefni þannig það er bara gaman að vera komin hingað og sjá allt og setja allan fókus á leikinn gegn Frakklandi,“ segir Dagný. Stelpurnar fengu frábærar kveðjur í Leifsstöð í gær sem tók sinn tíma að komast yfir. „Ég var ekki búin að hugsa mikið út í þetta en ég viðurkenni að það var fólk úti í bæ búið að spyrja mig út í þetta. Síðan þegar við gengum inn um öryggishliðið sá maður fullt af fólki. Ég vissi ekki við hverju mátti búast þannig þetta kom mér á óvart. Þetta var bara frábært hjá öllum sem undirbjuggju þetta. Maður fann að öll þjóðin var á bakvið okkur og það eru allir að sýna okkur stuðning á leiðinni út,“ segir Dagný. Ermelo er fallegur sveitabær en sjálf er Dagný frá Hellu og elskar sveitalífið. „Ég er farin að hallast að því að þessi staður hafi verið valinn fyrir mig. Þetta er geðveikt. Það er frábært að keyra hérna og sjá kindurnar úti á túni. Þetta er ekki eins og að vera í stórborg. Ég sá vespuleigu á leiðinni og ég og Sif ætlum að leigja okkur eina slíka. Þetta er alveg geggjað,“ segir hún en nú tekur við undirbúningur fyrir Frakklandsleikinn. „Við vorum svolítið hátt uppi í gær enda mikið nýtt í gangi en svo vöknuðum við í morgun og nú eru bara þrjár æfingar fram að Frakkaleiknum og margir fundir fram rað honum. Nú einbeitum við okkur að Frakklandi,“ segir Dagný Brynjarsdóttir. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Frábærum degi stelpnanna lauk með komu á merkt herbergi seint í gærkvöldi Þessar stelpur eru saman í herbergi á EM 2017 í Hollandi. 15. júlí 2017 08:30 Myndband: Kindurnar spá íslensku stelpunum sigri gegn Frökkum Wow air fær kindur til liðs við sig til að spá fyrir um úrslit fyrsta leiks íslenska landsliðiðsins á EM í Hollandi. Niðurstaðan er afdráttarlaus sigur Íslands. 15. júlí 2017 08:27 Einum þýðingarlitlum lokaleik frá fullkomnun Íslensku stelpurnar komust í fyrsta sinn inn á EM án þess að þurfa að fara í gegnum umspilsleiki. Íslenska liðið vann riðil sinn í fyrsta sinn og var meira að segja komið inn á EM fyrir tvo síðustu leiki sína. Ísland átti líka markahæsta leikmann riðilsins og undankeppninnar. 15. júlí 2017 08:00 Stuðningurinn snerti fyrirliðann Sara Björk Gunnarsdóttir var heilluð af kveðjustundinni sem stelpurnar fengu í Leifsstöð í gær. 15. júlí 2017 09:00 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Frábærum degi stelpnanna lauk með komu á merkt herbergi seint í gærkvöldi Þessar stelpur eru saman í herbergi á EM 2017 í Hollandi. 15. júlí 2017 08:30
Myndband: Kindurnar spá íslensku stelpunum sigri gegn Frökkum Wow air fær kindur til liðs við sig til að spá fyrir um úrslit fyrsta leiks íslenska landsliðiðsins á EM í Hollandi. Niðurstaðan er afdráttarlaus sigur Íslands. 15. júlí 2017 08:27
Einum þýðingarlitlum lokaleik frá fullkomnun Íslensku stelpurnar komust í fyrsta sinn inn á EM án þess að þurfa að fara í gegnum umspilsleiki. Íslenska liðið vann riðil sinn í fyrsta sinn og var meira að segja komið inn á EM fyrir tvo síðustu leiki sína. Ísland átti líka markahæsta leikmann riðilsins og undankeppninnar. 15. júlí 2017 08:00
Stuðningurinn snerti fyrirliðann Sara Björk Gunnarsdóttir var heilluð af kveðjustundinni sem stelpurnar fengu í Leifsstöð í gær. 15. júlí 2017 09:00