Mál skólastjórans fellt niður: „Búið að reyna gríðarlega mikið á alla“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. júlí 2017 17:54 Margrét Pála Ólafsdóttir, forsvarsmaður Hjallastefnunnar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Mál skólastjóra Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, sem var til skoðunar hjá barnaverndarnefnd vegna ásakana um ofbeldi gegn barni, hefur verið fellt niður. Mál starfsmanns skólans, sem einnig var grunaður um ofbeldi, er enn í vinnslu. RÚV greindi fyrst frá. Þetta staðfestir Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar, í samtali við Vísi. Skólastjórinn mun mæta aftur til starfa eftir sumarfrí. „Því máli er lokið og það reyndist vera að ekkert hafi verið athugavert við störf skólastjóra með tilteknu barni. Hún mætir vitaskuld aftur til vinnu. Hún hafði áður en þetta varð tekið ákvörðun um að vera eingöngu í kennslu næsta vetur enda er hún í hópi okkar bestu og reyndustu kennara og kemur vitaskuld aftur til starfa,“ segir Margrét Pála. Heimildir fréttastofu hermdu að skólastjórinn hefði verið sakaður um að hafa setið ofan á einum dreng í nokkurn tíma. Hitt málið, mál starfsmannsins, er nokkuð stærra en sá á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. Ekki er vitað hvenær niðurstaðna úr hans máli er að vænta. Aðspurð segir Margrét Pála að hann muni ekki koma aftur til starfa nema ásakanir í hans garð verði hreinsaðar.Hætta á að fólk felli sjálft dóma Margrét Pála segir málin tvö hafa tekið á marga. „Þetta er búið að reyna gríðarlega mikið á alla - allt starfsfólk, foreldra, börn og Hjallastefnuna í heild. Og miklu meira en gerist venjulega þegar tilkynnt er til barnaverndar vegna þess að málin rötuðu í fjölmiðla áður en þau voru skoðuð. Þá er alltaf hætta á að fólk felli dóm áður en niðurstaða liggur fyrir.“ Hún tekur fram að tilkynningar til barnaverndarnefndar hlaupi á þúsundum árlega, og að nefndin þurfi ráðrúm til þess að vega og meta hvert tilfelli fyrir sig. „Við þurfum kannski öll að æfa okkur í þeirri tilhugsun að Barnaverndarnefnd eigi ekki að vera þessi gamla grýla heldur sjálfsagður aðili, alltaf ef einhver vill skoða eitthvað í aðbúnaði barna.“ Tengdar fréttir Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30 Börn njóti alls vafa vakni grunur um ofbeldi Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar, segir síðustu daga hafa reynst sársaukafullir. 2. júlí 2017 20:34 Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Mál skólastjóra Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, sem var til skoðunar hjá barnaverndarnefnd vegna ásakana um ofbeldi gegn barni, hefur verið fellt niður. Mál starfsmanns skólans, sem einnig var grunaður um ofbeldi, er enn í vinnslu. RÚV greindi fyrst frá. Þetta staðfestir Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar, í samtali við Vísi. Skólastjórinn mun mæta aftur til starfa eftir sumarfrí. „Því máli er lokið og það reyndist vera að ekkert hafi verið athugavert við störf skólastjóra með tilteknu barni. Hún mætir vitaskuld aftur til vinnu. Hún hafði áður en þetta varð tekið ákvörðun um að vera eingöngu í kennslu næsta vetur enda er hún í hópi okkar bestu og reyndustu kennara og kemur vitaskuld aftur til starfa,“ segir Margrét Pála. Heimildir fréttastofu hermdu að skólastjórinn hefði verið sakaður um að hafa setið ofan á einum dreng í nokkurn tíma. Hitt málið, mál starfsmannsins, er nokkuð stærra en sá á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. Ekki er vitað hvenær niðurstaðna úr hans máli er að vænta. Aðspurð segir Margrét Pála að hann muni ekki koma aftur til starfa nema ásakanir í hans garð verði hreinsaðar.Hætta á að fólk felli sjálft dóma Margrét Pála segir málin tvö hafa tekið á marga. „Þetta er búið að reyna gríðarlega mikið á alla - allt starfsfólk, foreldra, börn og Hjallastefnuna í heild. Og miklu meira en gerist venjulega þegar tilkynnt er til barnaverndar vegna þess að málin rötuðu í fjölmiðla áður en þau voru skoðuð. Þá er alltaf hætta á að fólk felli dóm áður en niðurstaða liggur fyrir.“ Hún tekur fram að tilkynningar til barnaverndarnefndar hlaupi á þúsundum árlega, og að nefndin þurfi ráðrúm til þess að vega og meta hvert tilfelli fyrir sig. „Við þurfum kannski öll að æfa okkur í þeirri tilhugsun að Barnaverndarnefnd eigi ekki að vera þessi gamla grýla heldur sjálfsagður aðili, alltaf ef einhver vill skoða eitthvað í aðbúnaði barna.“
Tengdar fréttir Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30 Börn njóti alls vafa vakni grunur um ofbeldi Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar, segir síðustu daga hafa reynst sársaukafullir. 2. júlí 2017 20:34 Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30
Börn njóti alls vafa vakni grunur um ofbeldi Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar, segir síðustu daga hafa reynst sársaukafullir. 2. júlí 2017 20:34
Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00