1600 gráða heitur málmur lak eftir gólfinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. júlí 2017 10:17 "Þetta er aðeins hættulegt ef menn hafa ekki þekkingu á aðstæðum," segir Kristleifur. vísir/jói k. Bráðinn málmur flæddi úr ofni í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík í nótt með þeim afleiðingum að slöngur og rafmagnskaplar eyðilögðust. Málmurinn var 1600 gráða heitur en starfsmönnum tókst sjálfum að ná tökum á honum áður en slökkvilið bar að garði, að sögn Kristleifs Andréssonar, umhverfis- og öryggisstjóra verksmiðjunnar.Eldglæringar eins og af stjörnuljósum „Það sem það gerðist í nótt var að það yfirfylltist deigla, sem er ílátið sem málmurinn rennur í, þannig að málmurinn fór á gólfið. Hann er 1600 gráðu heitur þannig að þegar hann lendir á gólfinu þá gýs upp gríðarlegur reykur og það verða eldglæringar eins og af stjörnuljósum,“ segir Kristleifur í samtali við Vísi. Hann segir að aldrei hafi verið um eiginlegan eldsvoða að ræða. Kristleifur segir hárrétt viðbrögð starfsmanna hafa skipt sköpum. „Þeir slökktu á ofninum, rýmdu bygginguna og kölluðu til viðbragðsaðila. Reykurinn hvarf fljótt og þá fóru þeir sjálfir inn og náðu tökum á málminum sjálfum.“ Aðspurður segir hann starfsfólk hafa mikla þekkingu á hvernig bregðast skuli við í aðstæðum sem þessum og því hafi engin hætta verið á ferðum. „Þetta er aðeins hættulegt ef menn hafa ekki þekkingu á aðstæðum. Bráðinn málmur er auðvitað stórhættulegur ef þú nálgast hann of mikið en menn sem þekkja aðstæður og vita hvernig málmurinn hagar sér eru ekki í hættu.“Þriðja ferðin á þremur mánuðum Um er að ræða þriðja útkall slökkviliðsins að verksmiðjunni á þremur mánuðum. Hinn 4. apríl síðastliðinn kviknaði eldur í vörubrettum og lagði þá talsverðan reyk frá kísilverinu. Tveimur vikum síðar varð mikill eldsvoði og ákvað Umhverfisstofnun þá að stöðva starfsemi verksmiðjunnar. Aðspurður hvort öryggismálum sé ábótavant segir Kristleifur svo ekki vera. „Það kviknaði þarna fyrst í rusli og þá tókst starfsmönnum sjálfum að slökkva eldinn. Svo kom eldsvoði en í dag varð enginn eldur. Það hefur bara orðið tjón af eldi einu sinni. Þannig að það er bara rangt að segja að það hafi orðið eldsvoði aftur og aftur.“ Tengdar fréttir United Silicon verður ekki gangsett án heimildar Umhverfisstofnunar Kísilverksmiðjan vill samráð við Umhverfisstofnun og segist tilbúin til að greiða allan tilfallandi kostnað. 25. apríl 2017 07:42 Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Eldur kviknaði í United Silicon Mikinn reyk barst frá eldinum og þurftu starfsmennirnir frá að hörfa. 17. júlí 2017 04:19 Mikill hiti er talinn hafa orsakað reyksprengingu í kísílverksmiðjunni Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði eldur á nokkrum stöðum í byggingunni. Starfsmenn verksmiðjunnar reyndu að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Engan sakaði í brunanum en ljóst er að tjón er umtalsvert. 18. apríl 2017 18:47 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira
Bráðinn málmur flæddi úr ofni í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík í nótt með þeim afleiðingum að slöngur og rafmagnskaplar eyðilögðust. Málmurinn var 1600 gráða heitur en starfsmönnum tókst sjálfum að ná tökum á honum áður en slökkvilið bar að garði, að sögn Kristleifs Andréssonar, umhverfis- og öryggisstjóra verksmiðjunnar.Eldglæringar eins og af stjörnuljósum „Það sem það gerðist í nótt var að það yfirfylltist deigla, sem er ílátið sem málmurinn rennur í, þannig að málmurinn fór á gólfið. Hann er 1600 gráðu heitur þannig að þegar hann lendir á gólfinu þá gýs upp gríðarlegur reykur og það verða eldglæringar eins og af stjörnuljósum,“ segir Kristleifur í samtali við Vísi. Hann segir að aldrei hafi verið um eiginlegan eldsvoða að ræða. Kristleifur segir hárrétt viðbrögð starfsmanna hafa skipt sköpum. „Þeir slökktu á ofninum, rýmdu bygginguna og kölluðu til viðbragðsaðila. Reykurinn hvarf fljótt og þá fóru þeir sjálfir inn og náðu tökum á málminum sjálfum.“ Aðspurður segir hann starfsfólk hafa mikla þekkingu á hvernig bregðast skuli við í aðstæðum sem þessum og því hafi engin hætta verið á ferðum. „Þetta er aðeins hættulegt ef menn hafa ekki þekkingu á aðstæðum. Bráðinn málmur er auðvitað stórhættulegur ef þú nálgast hann of mikið en menn sem þekkja aðstæður og vita hvernig málmurinn hagar sér eru ekki í hættu.“Þriðja ferðin á þremur mánuðum Um er að ræða þriðja útkall slökkviliðsins að verksmiðjunni á þremur mánuðum. Hinn 4. apríl síðastliðinn kviknaði eldur í vörubrettum og lagði þá talsverðan reyk frá kísilverinu. Tveimur vikum síðar varð mikill eldsvoði og ákvað Umhverfisstofnun þá að stöðva starfsemi verksmiðjunnar. Aðspurður hvort öryggismálum sé ábótavant segir Kristleifur svo ekki vera. „Það kviknaði þarna fyrst í rusli og þá tókst starfsmönnum sjálfum að slökkva eldinn. Svo kom eldsvoði en í dag varð enginn eldur. Það hefur bara orðið tjón af eldi einu sinni. Þannig að það er bara rangt að segja að það hafi orðið eldsvoði aftur og aftur.“
Tengdar fréttir United Silicon verður ekki gangsett án heimildar Umhverfisstofnunar Kísilverksmiðjan vill samráð við Umhverfisstofnun og segist tilbúin til að greiða allan tilfallandi kostnað. 25. apríl 2017 07:42 Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Eldur kviknaði í United Silicon Mikinn reyk barst frá eldinum og þurftu starfsmennirnir frá að hörfa. 17. júlí 2017 04:19 Mikill hiti er talinn hafa orsakað reyksprengingu í kísílverksmiðjunni Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði eldur á nokkrum stöðum í byggingunni. Starfsmenn verksmiðjunnar reyndu að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Engan sakaði í brunanum en ljóst er að tjón er umtalsvert. 18. apríl 2017 18:47 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira
United Silicon verður ekki gangsett án heimildar Umhverfisstofnunar Kísilverksmiðjan vill samráð við Umhverfisstofnun og segist tilbúin til að greiða allan tilfallandi kostnað. 25. apríl 2017 07:42
Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24
Eldur kviknaði í United Silicon Mikinn reyk barst frá eldinum og þurftu starfsmennirnir frá að hörfa. 17. júlí 2017 04:19
Mikill hiti er talinn hafa orsakað reyksprengingu í kísílverksmiðjunni Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði eldur á nokkrum stöðum í byggingunni. Starfsmenn verksmiðjunnar reyndu að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Engan sakaði í brunanum en ljóst er að tjón er umtalsvert. 18. apríl 2017 18:47