Miranda vildi láta kjólinn hylja mikið, en fyrir henni er það tákn um hreinleika og dulúð. ,,Ég held að það sé draumur allra stelpna að gifta sig í Dior", sagði hún í viðtali við Vogue.
Hvort sem það sé rétt hjá henni eða ekki, þá er enginn vafi á að kjóllinn hennar er mjög fallegur og rómantískur.
Myndirnar tók Patrick Demarchelier fyrir Vogue.

