„Við virðum íslenska liðið“ Tómas Þór Þórðarson í Tilburg skrifar 17. júlí 2017 15:49 Olivier Echouafni, þjálfari Frakklands, og miðvörðurinn Wendie Renard. vísir/vilhelm Það var ekki beint sprengjum varpað á blaðamannafundi franska landsliðsins í Tilburg í dag þar sem Olivier Echouafni, þjálfari Frakklands, og miðvörðurinn Wendie Renard, leikmaður Lyon, sátu fyrir svörum. Franska liðið er eitt það líklegasta til að vinna mótið en það er stjörnum prýtt. Það hefur aftur á móti átt erfitt með að komast í úrslitaleikinn á EM. „Við erum meðvituð um að við höfum dottið út of snemma í síðustu mótum. Það verður erfitt að vinna þetta mót en við munum gera okkar besta. Það fyrsta sem við þurfum að gera er að vinna litlu úrslitaleikina í riðlinum á móti Íslandi, Sviss og Austuríki,“ sagði Renard. „Hugarfarið verður að vera gott hjá okkur. Ég veit ekki hvort við erum sigurstranglegri en Þýskaland. Það er sigurstranglegasta liðið enda vinnur það alltaf. Við viljum bara standa okkur sem best,“ bætti þjálfarinn við. Frakkland er mun sigurstranglegra en Ísland á morgun. Echouafni segir að sínar stúlkur munu þó ekki vanmeta íslenska liðið sem hann talaði vel um. „Við virðum íslenska liðið. Það spilaði vel í undankeppninni þar sem það endaði fyrir ofan Skotland í sínum riðli. Við búumst við líkamlega sterku liði sem hleypur mikið. Ísland býr líka yfir mikilli reynslu og er með góða leikmenn sem spila fyrir góð lið. Ég vil að mitt lið berjist á móti Íslandi á morgun,“ sagði Oliver Echouafni. Þjálfarinn nefndi svo tvo leikmenn á nafn, önnur þeirra var líklega Hólmfríður Magnúsdóttir, þegar hann var að tala um reynsluna í íslenska liðinu en fjölmiðlafulltrúi Frakklands sleppti bara að þýða þann part af svarinu hjá Echouafni.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Hollendingar að troða sér fram fyrir Okkar menn eru mættir til Hollands til að fylgja stelpunum okkar eftir hvert fótmál í EM-ævintýrinu. 17. júlí 2017 10:00 Skyggnst á bak við tjöldin á herbergisganginum með Dagnýju Brynjars Rakel Hönnu vildi ekki opna fyrir Söru Björk. Hvers vegna ætli það hafi verið? 17. júlí 2017 12:00 Ingibjörg: Partíið er ekki í herberginu hjá okkur Öglu Maríu Nýliðarnir tveir eru saman í herbergi á EM 2017 í Hollandi. 17. júlí 2017 12:30 Svona búa stelpurnar í Ermelo | Myndir Stelpurnar okkar njóta lífsins á lúxushóteli á meðan dvölinni í Hollandi á EM stendur. 17. júlí 2017 10:45 Stelpurnar spila á konunglegum velli á móti Frakklandi | Myndir Heimavöllur Willem II er völlurinn þar sem Ísland mætir Frakklandi í fyrsta leik sínum á EM á morgun. 17. júlí 2017 15:15 „Fan Zone“ í Tilburg | Íslenskt tónlistarfólk treður upp Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því franska í fyrsta leik sínum á EM í Hollandi annað kvöld. Leikurinn fer fram á Koning Willem II vellinum í Tilburg. 17. júlí 2017 13:15 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Það var ekki beint sprengjum varpað á blaðamannafundi franska landsliðsins í Tilburg í dag þar sem Olivier Echouafni, þjálfari Frakklands, og miðvörðurinn Wendie Renard, leikmaður Lyon, sátu fyrir svörum. Franska liðið er eitt það líklegasta til að vinna mótið en það er stjörnum prýtt. Það hefur aftur á móti átt erfitt með að komast í úrslitaleikinn á EM. „Við erum meðvituð um að við höfum dottið út of snemma í síðustu mótum. Það verður erfitt að vinna þetta mót en við munum gera okkar besta. Það fyrsta sem við þurfum að gera er að vinna litlu úrslitaleikina í riðlinum á móti Íslandi, Sviss og Austuríki,“ sagði Renard. „Hugarfarið verður að vera gott hjá okkur. Ég veit ekki hvort við erum sigurstranglegri en Þýskaland. Það er sigurstranglegasta liðið enda vinnur það alltaf. Við viljum bara standa okkur sem best,“ bætti þjálfarinn við. Frakkland er mun sigurstranglegra en Ísland á morgun. Echouafni segir að sínar stúlkur munu þó ekki vanmeta íslenska liðið sem hann talaði vel um. „Við virðum íslenska liðið. Það spilaði vel í undankeppninni þar sem það endaði fyrir ofan Skotland í sínum riðli. Við búumst við líkamlega sterku liði sem hleypur mikið. Ísland býr líka yfir mikilli reynslu og er með góða leikmenn sem spila fyrir góð lið. Ég vil að mitt lið berjist á móti Íslandi á morgun,“ sagði Oliver Echouafni. Þjálfarinn nefndi svo tvo leikmenn á nafn, önnur þeirra var líklega Hólmfríður Magnúsdóttir, þegar hann var að tala um reynsluna í íslenska liðinu en fjölmiðlafulltrúi Frakklands sleppti bara að þýða þann part af svarinu hjá Echouafni.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Hollendingar að troða sér fram fyrir Okkar menn eru mættir til Hollands til að fylgja stelpunum okkar eftir hvert fótmál í EM-ævintýrinu. 17. júlí 2017 10:00 Skyggnst á bak við tjöldin á herbergisganginum með Dagnýju Brynjars Rakel Hönnu vildi ekki opna fyrir Söru Björk. Hvers vegna ætli það hafi verið? 17. júlí 2017 12:00 Ingibjörg: Partíið er ekki í herberginu hjá okkur Öglu Maríu Nýliðarnir tveir eru saman í herbergi á EM 2017 í Hollandi. 17. júlí 2017 12:30 Svona búa stelpurnar í Ermelo | Myndir Stelpurnar okkar njóta lífsins á lúxushóteli á meðan dvölinni í Hollandi á EM stendur. 17. júlí 2017 10:45 Stelpurnar spila á konunglegum velli á móti Frakklandi | Myndir Heimavöllur Willem II er völlurinn þar sem Ísland mætir Frakklandi í fyrsta leik sínum á EM á morgun. 17. júlí 2017 15:15 „Fan Zone“ í Tilburg | Íslenskt tónlistarfólk treður upp Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því franska í fyrsta leik sínum á EM í Hollandi annað kvöld. Leikurinn fer fram á Koning Willem II vellinum í Tilburg. 17. júlí 2017 13:15 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
EM í dag: Hollendingar að troða sér fram fyrir Okkar menn eru mættir til Hollands til að fylgja stelpunum okkar eftir hvert fótmál í EM-ævintýrinu. 17. júlí 2017 10:00
Skyggnst á bak við tjöldin á herbergisganginum með Dagnýju Brynjars Rakel Hönnu vildi ekki opna fyrir Söru Björk. Hvers vegna ætli það hafi verið? 17. júlí 2017 12:00
Ingibjörg: Partíið er ekki í herberginu hjá okkur Öglu Maríu Nýliðarnir tveir eru saman í herbergi á EM 2017 í Hollandi. 17. júlí 2017 12:30
Svona búa stelpurnar í Ermelo | Myndir Stelpurnar okkar njóta lífsins á lúxushóteli á meðan dvölinni í Hollandi á EM stendur. 17. júlí 2017 10:45
Stelpurnar spila á konunglegum velli á móti Frakklandi | Myndir Heimavöllur Willem II er völlurinn þar sem Ísland mætir Frakklandi í fyrsta leik sínum á EM á morgun. 17. júlí 2017 15:15
„Fan Zone“ í Tilburg | Íslenskt tónlistarfólk treður upp Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því franska í fyrsta leik sínum á EM í Hollandi annað kvöld. Leikurinn fer fram á Koning Willem II vellinum í Tilburg. 17. júlí 2017 13:15