Eldar veislumat fyrir stelpurnar okkar og mundi eftir smjörinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2017 06:00 Hinrik Ingi Guðbjargarson með fjölskyldunni í grasagarðinum í Laugardal í gær áður en þau héldu utan í morgun. Vísir/Stefán „Ég sendi liðið út með lambakjötið á föstudaginn. Annars erum við heppin að keppnin er í Hollandi því hér er gott hráefni í boði,“ segir Hinrik Ingi Guðbjargarson, kokkur kvennalandsliðsins. Knattspyrnusamband Evrópu er með matseðil fyrir öll landsliðin í Hollandi og þar er að finna íslenskan þorsk. Hinrik Ingi segir sitt hlutverk að koma í nokkra daga og brjóta upp matseðilinn, með lambinu og svo er graflax með í för.Lærdómsríkt smjörvesen í Úkraínu Hinrik Ingi hefur hlotið góða dóma hjá leikmönnum karlalandsliðsins en hann hefur ferðast með liðinu í leiki í yfirstandandi undankeppni fyrir HM 2018 í Rússlandi. „Ég fór með til Úkraínu, Króatíu og Albaníu,“ segir Hinrik Ingi þar sem ekki sé hægt að ganga að öllu vísu. Til dæmis lenti hann í miklu veseni með að gera bearnaise sósuna í fyrstu ferðinni til Úkraínu þar sem ekkert smjör var að fá. „Ég læt ekki grípa mig aftur í bólinu með það,“ segir Hinrik Ingi hlæjandi. „Smjörið þar var eins og smjörlíki á bragðið. Ég tek með mér íslenskt smjör núna.“ Hinrik Ingi verður aðeins með stelpunum okkar fram að leiknum gegn Sviss á laugardaginn.Tiplar á tánum til að byrja með „Ég rétt náði að troða þessu inn í sumarfríið með fjölskyldunni,“ segir Hinrik sem tekur auðvitað fjölskylduna með. Þau ætla á leikinn gegn Frökkum í kvöld og svo fer hann með stelpunum upp á hótel eftir leik. Þar hittir hann fyrir kokka og þjóna á hóteli stelpnanna og þá er eins gott að fara að öllu með gát. „Það eru sérstakar aðstæður að koma inn í nýtt eldhús. Að einhver vitleysingur sé mættur í eldhúsið til að segja mönnum til. Það þarf að fara rólega að mönnum,“ segir Hinrik og hlær. „Maður verður að tipla á tánum til að byrja með. Ef þú færð þetta lið á móti þér ertu dauðadæmdur.“ EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Sjá meira
„Ég sendi liðið út með lambakjötið á föstudaginn. Annars erum við heppin að keppnin er í Hollandi því hér er gott hráefni í boði,“ segir Hinrik Ingi Guðbjargarson, kokkur kvennalandsliðsins. Knattspyrnusamband Evrópu er með matseðil fyrir öll landsliðin í Hollandi og þar er að finna íslenskan þorsk. Hinrik Ingi segir sitt hlutverk að koma í nokkra daga og brjóta upp matseðilinn, með lambinu og svo er graflax með í för.Lærdómsríkt smjörvesen í Úkraínu Hinrik Ingi hefur hlotið góða dóma hjá leikmönnum karlalandsliðsins en hann hefur ferðast með liðinu í leiki í yfirstandandi undankeppni fyrir HM 2018 í Rússlandi. „Ég fór með til Úkraínu, Króatíu og Albaníu,“ segir Hinrik Ingi þar sem ekki sé hægt að ganga að öllu vísu. Til dæmis lenti hann í miklu veseni með að gera bearnaise sósuna í fyrstu ferðinni til Úkraínu þar sem ekkert smjör var að fá. „Ég læt ekki grípa mig aftur í bólinu með það,“ segir Hinrik Ingi hlæjandi. „Smjörið þar var eins og smjörlíki á bragðið. Ég tek með mér íslenskt smjör núna.“ Hinrik Ingi verður aðeins með stelpunum okkar fram að leiknum gegn Sviss á laugardaginn.Tiplar á tánum til að byrja með „Ég rétt náði að troða þessu inn í sumarfríið með fjölskyldunni,“ segir Hinrik sem tekur auðvitað fjölskylduna með. Þau ætla á leikinn gegn Frökkum í kvöld og svo fer hann með stelpunum upp á hótel eftir leik. Þar hittir hann fyrir kokka og þjóna á hóteli stelpnanna og þá er eins gott að fara að öllu með gát. „Það eru sérstakar aðstæður að koma inn í nýtt eldhús. Að einhver vitleysingur sé mættur í eldhúsið til að segja mönnum til. Það þarf að fara rólega að mönnum,“ segir Hinrik og hlær. „Maður verður að tipla á tánum til að byrja með. Ef þú færð þetta lið á móti þér ertu dauðadæmdur.“
EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Sjá meira