Fyrirliði Frakka: Þurfum að vinna litlu úrslitaleikina okkar Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júlí 2017 07:00 Wendy Renard, fyrirliði Frakklands. Vísir/Getty Það verður við ramman reip að draga fyrir stelpurnar okkar í Tilburg í kvöld enda franska landsliðið eitt það allra besta í heimi. Það hefur unnið sjö leiki og gert tvö jafntefli á árinu en ekki tapað einum einasta leik. Það vann She Believes-mótið sem er líklega sterkasta æfingamót ársins. „Við erum vissulega ósigraðar í ár en þetta voru bara vináttuleikir. Það tengist ekkert því sem bíður okkar í leiknum á móti Íslandi. Treystið því samt að við verðum tilbúnar. Það mikilvæga á árinu er þessi fyrsti leikur á EM, ekki einhverjir vináttulandsleikir,“ sagði Wendy Renard, fyrirliði Frakklands, á blaðamannafundi í gær. Þær frönsku hafa verið með eitt besta lið heims í nokkur ár en hafa aldrei náð að taka stóra skrefið og spilað til úrslita á stórmóti. „Það er rétt að við höfum verið að falla út of snemma á mótum. Við vitum að það verður erfitt að vinna þetta Evrópumót. Við erum samt ekkert að spá í það núna heldur að vinna litlu úrslitaleikina á móti Íslandi, Sviss og Austurríki í riðlakeppninni,“ segir Renard. Olivier Echouafni, þjálfari Frakka, stýrir liðinu í fyrsta sinn á stórmóti á morgun og hann varar við vanmati hjá sínum stelpum. „Við virðum íslenska liðið. Það spilaði vel í undankeppninni og var fyrir ofan Skotland í riðlinum. Við búumst við líkamlega erfiðum leik gegn liði sem hleypur mikið og er með góða leikmenn í góðum liðum. Ég vil fá baráttu hjá mínum stelpum á móti Íslandi,“ sagði þjálfarinn.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Íslendingar verða í miklum meirihluta í stúkunni á morgun Varaformaður KSÍ segir von á allt að þrjú þúsund Íslendingum á Frakkaleikinn. 17. júlí 2017 18:51 Mikið stress og Söru Björk leið ekki vel eftir Frakkaleikinn 2009 Ég var átján ára, á fyrsta mótinu okkar. Það var fyrsta mótið fyrir okkur allar. Það var rosalega hátt spennustig og við vorum stressaðar fyrir leikinn, segir landsliðsfyrirliðinn. 17. júlí 2017 17:15 Guðbjörg: Þær frönsku frekar hrokafullar að eðlisfari Því lélegri sem þær halda að við séum, því þægilegra finnst mér það, segir markvörður og varafyrirliði íslenska liðsins. 17. júlí 2017 16:47 Stelpurnar okkar æfðu á konungsvellinum í Tilburg Æfingin var fyrst og fremst nýtt til að leggja áherslu á andlega þáttinn. 17. júlí 2017 18:12 Rakel verður á bekknum en allar aðrar heilar fyrir Frakkaleikinn Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er búinn að tilkynna byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Frökkum í Tilburg á morgun. 17. júlí 2017 16:38 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Sjá meira
Það verður við ramman reip að draga fyrir stelpurnar okkar í Tilburg í kvöld enda franska landsliðið eitt það allra besta í heimi. Það hefur unnið sjö leiki og gert tvö jafntefli á árinu en ekki tapað einum einasta leik. Það vann She Believes-mótið sem er líklega sterkasta æfingamót ársins. „Við erum vissulega ósigraðar í ár en þetta voru bara vináttuleikir. Það tengist ekkert því sem bíður okkar í leiknum á móti Íslandi. Treystið því samt að við verðum tilbúnar. Það mikilvæga á árinu er þessi fyrsti leikur á EM, ekki einhverjir vináttulandsleikir,“ sagði Wendy Renard, fyrirliði Frakklands, á blaðamannafundi í gær. Þær frönsku hafa verið með eitt besta lið heims í nokkur ár en hafa aldrei náð að taka stóra skrefið og spilað til úrslita á stórmóti. „Það er rétt að við höfum verið að falla út of snemma á mótum. Við vitum að það verður erfitt að vinna þetta Evrópumót. Við erum samt ekkert að spá í það núna heldur að vinna litlu úrslitaleikina á móti Íslandi, Sviss og Austurríki í riðlakeppninni,“ segir Renard. Olivier Echouafni, þjálfari Frakka, stýrir liðinu í fyrsta sinn á stórmóti á morgun og hann varar við vanmati hjá sínum stelpum. „Við virðum íslenska liðið. Það spilaði vel í undankeppninni og var fyrir ofan Skotland í riðlinum. Við búumst við líkamlega erfiðum leik gegn liði sem hleypur mikið og er með góða leikmenn í góðum liðum. Ég vil fá baráttu hjá mínum stelpum á móti Íslandi,“ sagði þjálfarinn.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Íslendingar verða í miklum meirihluta í stúkunni á morgun Varaformaður KSÍ segir von á allt að þrjú þúsund Íslendingum á Frakkaleikinn. 17. júlí 2017 18:51 Mikið stress og Söru Björk leið ekki vel eftir Frakkaleikinn 2009 Ég var átján ára, á fyrsta mótinu okkar. Það var fyrsta mótið fyrir okkur allar. Það var rosalega hátt spennustig og við vorum stressaðar fyrir leikinn, segir landsliðsfyrirliðinn. 17. júlí 2017 17:15 Guðbjörg: Þær frönsku frekar hrokafullar að eðlisfari Því lélegri sem þær halda að við séum, því þægilegra finnst mér það, segir markvörður og varafyrirliði íslenska liðsins. 17. júlí 2017 16:47 Stelpurnar okkar æfðu á konungsvellinum í Tilburg Æfingin var fyrst og fremst nýtt til að leggja áherslu á andlega þáttinn. 17. júlí 2017 18:12 Rakel verður á bekknum en allar aðrar heilar fyrir Frakkaleikinn Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er búinn að tilkynna byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Frökkum í Tilburg á morgun. 17. júlí 2017 16:38 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Sjá meira
Íslendingar verða í miklum meirihluta í stúkunni á morgun Varaformaður KSÍ segir von á allt að þrjú þúsund Íslendingum á Frakkaleikinn. 17. júlí 2017 18:51
Mikið stress og Söru Björk leið ekki vel eftir Frakkaleikinn 2009 Ég var átján ára, á fyrsta mótinu okkar. Það var fyrsta mótið fyrir okkur allar. Það var rosalega hátt spennustig og við vorum stressaðar fyrir leikinn, segir landsliðsfyrirliðinn. 17. júlí 2017 17:15
Guðbjörg: Þær frönsku frekar hrokafullar að eðlisfari Því lélegri sem þær halda að við séum, því þægilegra finnst mér það, segir markvörður og varafyrirliði íslenska liðsins. 17. júlí 2017 16:47
Stelpurnar okkar æfðu á konungsvellinum í Tilburg Æfingin var fyrst og fremst nýtt til að leggja áherslu á andlega þáttinn. 17. júlí 2017 18:12
Rakel verður á bekknum en allar aðrar heilar fyrir Frakkaleikinn Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er búinn að tilkynna byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Frökkum í Tilburg á morgun. 17. júlí 2017 16:38