Kidman hefur átt svakalegt ár þar sem hún hefur leikið í tveimur myndum sem og hefur fammistaðan hennar í sjónvarpsþáttunum Big Little Lies, sem sýndir voru á Stöð 2 í vor, fengið mikið lof en hún hlaut einmitt Emmy tilnefningu fyrir það á dögunum.
Kidman prýðir forsíðuna ásamt því að vera í viðtali í Glamour þar sem hún talar um konur í Hollywood, móðurhlutverkið og mikilvægi þess að konur standi saman.

Þá talar hún einnig um hlutverk sitt í kvikmyndinni Lion sem kom út fyrr á árinu en sjálf á hún tvö ættleidd börn með leikaranum Tom Cruise.
„Augljóslega eigum við Sue (karakterinn sem hún leikur í Lion) svipaða sögu og sagan sjálf var svo hrein og hrífandi og sannfærandi. En ég elska að þegar allt kemur til alls fjallar hún um kraft móðurinnar, og mæðra. Þegar horft er til goðsagna þá er það góð sagnahefð: eitthvað sem hefur gerst í alvörunni. Ég held að það geri útslagið.“

Tískan, trendin, snyrtivörurnar, heimili og hönnun eru á sínum stað í glæsilegu tölublaði sem enginn má láta framhjá sér.
Glamour er farið af stað til áskrifenda og á leiðinni í allar helstu verslanir! Tryggðu þér áskrift hér.