Valdís Þóra: Taugarnar voru þandar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2017 18:30 Valdís Þóra á Opna bandaríska. mynd/seth/gsimyndir Valdís Þóra Jónsdóttir freistar þess á næstu dögum að vinna sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í golfi. Það er skammt stórra högga á milli hjá Valdísi en í síðustu viku keppti hún á Opna bandaríska meistaramótinu, fyrst Íslendinga. „Þetta var mjög skemmtilegt; risastórt mót og mikil umgjörð. Og það var gaman að sjá að það var ekkert minna sett í þetta en karlamótin,“ sagði Valdís í samtali við Vísi í golfskála Keilis í dag. Hún viðurkennir að hafa fundið fyrir sviðsskrekk fyrst í stað á Opna bandaríska. „Ég hefði viljað byrja betur en taugarnar voru þandar þótt maður hafi ekki fundið það almennilega. Það sáust högg sem hafa ekkert sést áður hjá mér og maður tengir það við stressið. En ég barðist allan tímann og komst í helling af færum,“ sagði Valdís. Fyrir utan fyrstu holurnar var Valdís nokkuð sátt með frammistöðuna á Opna bandaríska. „Fyrir utan þessar fyrstu sex holur spilaði ég mjög vel. Þessi byrjun fór með mig,“ sagði Valdís sem er nú mætt aftur til Íslands og tekur þátt á Íslandsmótinu á Hvaleyrarvelli sem hefst á morgun. „Er þetta ekki bara eins?“ sagði Valdís aðspurð hvort það væru ekki viðbrigði að koma heim eftir að hafa keppt á risamóti eins og Opna bandaríska. „Völlurinn er fínu standi. Nýju holurnar eru flottar og það verður skemmtilegt að spila þær á mótinu,“ sagði Valdís sem varð Íslandsmeistari 2009 og 2012. Hún missti af Íslandsmeistaratitlinum í fyrra eftir mikið einvígi við Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem verður ekki með á Íslandsmótinu að þessu sinni. Golf Tengdar fréttir Valdís á sex yfir en þurfti að hætta eftir fimmtán vegna birtuskilyrða Valdís Þóra þurfti að hætta leik eftir fimmtán holur á fyrsta hring Opna bandaríska meistaramótsins í golfi en hún þurfti í tvígang að stöðva leik vegna veðurskilyrða. 14. júlí 2017 00:45 Valdís Þóra: Var einhver hræðsla í byrjun Valdís Þóra Jónsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurðinn á sínu fyrsta risamóti á ferlinum, Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fer nú fram á Trump National Golf Club í New Jersey. 14. júlí 2017 22:03 Valdís Þóra komst ekki í gegnum niðurskurðinn á fyrsta risamótinu Valdís Þóra Jónsdóttir hefur lokið leik á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Trump National Golf Club í Bedminster í New Jersey. 14. júlí 2017 18:30 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir freistar þess á næstu dögum að vinna sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í golfi. Það er skammt stórra högga á milli hjá Valdísi en í síðustu viku keppti hún á Opna bandaríska meistaramótinu, fyrst Íslendinga. „Þetta var mjög skemmtilegt; risastórt mót og mikil umgjörð. Og það var gaman að sjá að það var ekkert minna sett í þetta en karlamótin,“ sagði Valdís í samtali við Vísi í golfskála Keilis í dag. Hún viðurkennir að hafa fundið fyrir sviðsskrekk fyrst í stað á Opna bandaríska. „Ég hefði viljað byrja betur en taugarnar voru þandar þótt maður hafi ekki fundið það almennilega. Það sáust högg sem hafa ekkert sést áður hjá mér og maður tengir það við stressið. En ég barðist allan tímann og komst í helling af færum,“ sagði Valdís. Fyrir utan fyrstu holurnar var Valdís nokkuð sátt með frammistöðuna á Opna bandaríska. „Fyrir utan þessar fyrstu sex holur spilaði ég mjög vel. Þessi byrjun fór með mig,“ sagði Valdís sem er nú mætt aftur til Íslands og tekur þátt á Íslandsmótinu á Hvaleyrarvelli sem hefst á morgun. „Er þetta ekki bara eins?“ sagði Valdís aðspurð hvort það væru ekki viðbrigði að koma heim eftir að hafa keppt á risamóti eins og Opna bandaríska. „Völlurinn er fínu standi. Nýju holurnar eru flottar og það verður skemmtilegt að spila þær á mótinu,“ sagði Valdís sem varð Íslandsmeistari 2009 og 2012. Hún missti af Íslandsmeistaratitlinum í fyrra eftir mikið einvígi við Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem verður ekki með á Íslandsmótinu að þessu sinni.
Golf Tengdar fréttir Valdís á sex yfir en þurfti að hætta eftir fimmtán vegna birtuskilyrða Valdís Þóra þurfti að hætta leik eftir fimmtán holur á fyrsta hring Opna bandaríska meistaramótsins í golfi en hún þurfti í tvígang að stöðva leik vegna veðurskilyrða. 14. júlí 2017 00:45 Valdís Þóra: Var einhver hræðsla í byrjun Valdís Þóra Jónsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurðinn á sínu fyrsta risamóti á ferlinum, Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fer nú fram á Trump National Golf Club í New Jersey. 14. júlí 2017 22:03 Valdís Þóra komst ekki í gegnum niðurskurðinn á fyrsta risamótinu Valdís Þóra Jónsdóttir hefur lokið leik á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Trump National Golf Club í Bedminster í New Jersey. 14. júlí 2017 18:30 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Valdís á sex yfir en þurfti að hætta eftir fimmtán vegna birtuskilyrða Valdís Þóra þurfti að hætta leik eftir fimmtán holur á fyrsta hring Opna bandaríska meistaramótsins í golfi en hún þurfti í tvígang að stöðva leik vegna veðurskilyrða. 14. júlí 2017 00:45
Valdís Þóra: Var einhver hræðsla í byrjun Valdís Þóra Jónsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurðinn á sínu fyrsta risamóti á ferlinum, Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fer nú fram á Trump National Golf Club í New Jersey. 14. júlí 2017 22:03
Valdís Þóra komst ekki í gegnum niðurskurðinn á fyrsta risamótinu Valdís Þóra Jónsdóttir hefur lokið leik á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Trump National Golf Club í Bedminster í New Jersey. 14. júlí 2017 18:30