Pressa á heimamanninum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2017 22:30 Axel er sigurstranglegur á heimavelli. mynd/seth/gsimyndir Axel Bóasson verður á heimavelli á Íslandsmótinu í golfi sem hefst á Hvaleyrarvelli á morgun. „Þetta leggst vel í mig og ég er mjög spenntur að spila á heimavelli,“ sagði Axel sem varð Íslandsmeistari 2011. Hann er bjartsýnn á gott gengi á Íslandsmótinu í ár. „Jájá, auðvitað. Ég er búinn að spila rosalega vel upp á síðkastið á Norðurlandamótaröðinni. Ég er mjög spenntur að byrja þetta,“ sagði Axel. Hann hefur verið á góðu skriði að undanförnu og skemmst er frá því að segja að hann vann SM Match á Norðurlandamótaröðinni í Svíþjóð í byrjun mánaðarins. Þetta var hans fyrsti sigur á Norðurlandamótaröðinni. „Þetta var holukeppnismót á Norðurlandamótaröðinni. Ég komst í gegnum sex umferðir og landaði sigrinum. Ég spilaði mjög flott golf og var sáttur með það,“ sagði Axel. En hvað gefur sigurinn honum í framhaldinu? „Ég er númer tvö á stigalistanum og ef ég held þeirri stöðu get ég komist á Áskorendamótaröðina sem yrði mjög stórt skref upp á við fyrir mig. Ég ætla að halda mínu striki,“ sagði Axel og viðurkennir að það sé pressa á honum að vinna á heimavelli. „Maður hefur fengið ýmsar athugasemdir að maður eigi að vinna þetta. Það er ekkert skrítið að maður sé spurður að þessu. En það eru margir frábærir kylfingar að spila og ég verð bara að halda mínu striki.“ Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Axel Bóasson verður á heimavelli á Íslandsmótinu í golfi sem hefst á Hvaleyrarvelli á morgun. „Þetta leggst vel í mig og ég er mjög spenntur að spila á heimavelli,“ sagði Axel sem varð Íslandsmeistari 2011. Hann er bjartsýnn á gott gengi á Íslandsmótinu í ár. „Jájá, auðvitað. Ég er búinn að spila rosalega vel upp á síðkastið á Norðurlandamótaröðinni. Ég er mjög spenntur að byrja þetta,“ sagði Axel. Hann hefur verið á góðu skriði að undanförnu og skemmst er frá því að segja að hann vann SM Match á Norðurlandamótaröðinni í Svíþjóð í byrjun mánaðarins. Þetta var hans fyrsti sigur á Norðurlandamótaröðinni. „Þetta var holukeppnismót á Norðurlandamótaröðinni. Ég komst í gegnum sex umferðir og landaði sigrinum. Ég spilaði mjög flott golf og var sáttur með það,“ sagði Axel. En hvað gefur sigurinn honum í framhaldinu? „Ég er númer tvö á stigalistanum og ef ég held þeirri stöðu get ég komist á Áskorendamótaröðina sem yrði mjög stórt skref upp á við fyrir mig. Ég ætla að halda mínu striki,“ sagði Axel og viðurkennir að það sé pressa á honum að vinna á heimavelli. „Maður hefur fengið ýmsar athugasemdir að maður eigi að vinna þetta. Það er ekkert skrítið að maður sé spurður að þessu. En það eru margir frábærir kylfingar að spila og ég verð bara að halda mínu striki.“
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira