Þórarinn Ingi um dýfurnar: Það þarf stundum að beita brögðum í þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2017 17:30 Þórarinn Ingi Valdimarsson. Vísir/Stefán Þórarinn Ingi Valdimarsson og félagar hans í FH unnu í gær gríðarlega mikilvægan sigur í Færeyjum sem tryggði FH sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Eftir leikinn hefur FH-liðið verið gagnrýnt fyrir leikræna tilburði. Þórarinn Ingi skoraði seinna mark FH-liðsins á lokamínútunni í 2-0 sigri en fyrra markið skoraði Steven Lennon úr víti á 78. mínútu. Bæði mörkin komu í lokin þegar Víkingur úr Götu var að fara áfram á marki sínu í 1-1 jafntefli í Kaplakrika í fyrri leiknum. Þórarinn Ingi var gestur Hjartar Hjartasonar í Akraborginni í dag og ræddi meðal annars um leikaraskap FH-inga í þessum leik í Þórshöfn í gær. „Þetta var mjög þægilegt þegar við flugum út eða bara eins og að fljúga til Akureyrar. Heimleiðin var aðeins erfiðari. Við þurfum bara að kyngja því. Þetta er ekki eins og best verður á kosið en við verðum bara að sætta okkur við þetta og vinna úr því,“ sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson í Akraborginni en hann var þá staddur í Kaupmannahöfn á leiðinni frá Færeyjum til Íslands. FH þurfti að fljúga fyrst til Danmerkur, í vitlausa átt, til að komast heim. „Leikurinn í gær var svipaður og fyrri leikurinn. Við vorum meira með boltann og þeir lágu til baka og biðu eftir því að beita skyndisóknum á móti okkur. Við náðum að skapa okkur helling af færum áður en við brutum ísinn. Boltinn fór ekki inn fyrr en í lokin,“ sagði Þórarinn Ingi „Við höfðum alltaf trú á þessu. Við sáum það í fyrri leiknum þegar við vorum að skapa okkur færi að við áttum góða möguleika. Þeirra lið er vel skipulagt en ég tel okkur vera með betra fótboltalið,“ sagði Þórarinn Ingi. Það er búið að vera bras á FH-liðinu í sumar og sjálfstraustið því örugglega ekki eins og það hefur verið undanfarin ár. „Það hefur ekki gengið sem skildi í deildinni en þessir Evrópuleikir eru leikir sem allir vilja spila. Við lögðum mikið á okkur í fyrra til að fá að spila þessa leiki. Það var því um að gera að kúpla sig frá hinu og njóta þess að spila. Við reynum síðan að taka það jákvæða með inn í deildina,“ sagði Þórarinn Ingi. Sigurinn í gær færði knattspyrnudeild FH í kringum 70 til 80 milljónir króna. „Við vitum að það er hellingur af peningum í Meistaradeildinni og við gerðum það sem við gátum til að skila þeim heim,“ sagði Þórarinn Ingi Hjörtur spurði Þórarinn Inga út dýfur FH-inga í þessum leik. FH-ingar voru duglegir að fara niður í grasið þegar Færeyingarnir voru að ýta við þeim. „Þeir voru búnir að vera að gefa okkur olnbogakot. Við vorum ekki búnir að vera að henda okkur niður en þegar við fengum þetta víti og eitt rautt spjald fór á loft þá sáum við von um að dómarinn myndi flagga fleirum. Það átti að vera rautt spjald þegar hann slær Pétur Viðars á miðjunni. Hann dæmir á það en gefur honum bara gult sem mér finnst ótrúlegt,“ sagði Þórarinn Ingi. „Það þarf að beita brögðum stundum í þessu til að fá smá ávinning,“ sagði Þórarinn Ingi en voru þeir að fara of auðveldlega niður. „Þú græðir yfirleitt ekkert á því að standa í fæturna. Því miður. Maður græðir ekkert á því þegar eitthvað svona er gert við mann og því um að gera að láta sig falla niður og sjá hvað gerist,“ sagði Þórarinn Ingi en það má hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fyrrverandi formenn fordæma framgöngu FH í Færeyjum Jóhannes Gunnarsson og Ólafur Arnarsson sammála um meintan leikaraskap FH-inga í Evrópuleik. 19. júlí 2017 16:10 Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Þórarinn Ingi Valdimarsson og félagar hans í FH unnu í gær gríðarlega mikilvægan sigur í Færeyjum sem tryggði FH sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Eftir leikinn hefur FH-liðið verið gagnrýnt fyrir leikræna tilburði. Þórarinn Ingi skoraði seinna mark FH-liðsins á lokamínútunni í 2-0 sigri en fyrra markið skoraði Steven Lennon úr víti á 78. mínútu. Bæði mörkin komu í lokin þegar Víkingur úr Götu var að fara áfram á marki sínu í 1-1 jafntefli í Kaplakrika í fyrri leiknum. Þórarinn Ingi var gestur Hjartar Hjartasonar í Akraborginni í dag og ræddi meðal annars um leikaraskap FH-inga í þessum leik í Þórshöfn í gær. „Þetta var mjög þægilegt þegar við flugum út eða bara eins og að fljúga til Akureyrar. Heimleiðin var aðeins erfiðari. Við þurfum bara að kyngja því. Þetta er ekki eins og best verður á kosið en við verðum bara að sætta okkur við þetta og vinna úr því,“ sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson í Akraborginni en hann var þá staddur í Kaupmannahöfn á leiðinni frá Færeyjum til Íslands. FH þurfti að fljúga fyrst til Danmerkur, í vitlausa átt, til að komast heim. „Leikurinn í gær var svipaður og fyrri leikurinn. Við vorum meira með boltann og þeir lágu til baka og biðu eftir því að beita skyndisóknum á móti okkur. Við náðum að skapa okkur helling af færum áður en við brutum ísinn. Boltinn fór ekki inn fyrr en í lokin,“ sagði Þórarinn Ingi „Við höfðum alltaf trú á þessu. Við sáum það í fyrri leiknum þegar við vorum að skapa okkur færi að við áttum góða möguleika. Þeirra lið er vel skipulagt en ég tel okkur vera með betra fótboltalið,“ sagði Þórarinn Ingi. Það er búið að vera bras á FH-liðinu í sumar og sjálfstraustið því örugglega ekki eins og það hefur verið undanfarin ár. „Það hefur ekki gengið sem skildi í deildinni en þessir Evrópuleikir eru leikir sem allir vilja spila. Við lögðum mikið á okkur í fyrra til að fá að spila þessa leiki. Það var því um að gera að kúpla sig frá hinu og njóta þess að spila. Við reynum síðan að taka það jákvæða með inn í deildina,“ sagði Þórarinn Ingi. Sigurinn í gær færði knattspyrnudeild FH í kringum 70 til 80 milljónir króna. „Við vitum að það er hellingur af peningum í Meistaradeildinni og við gerðum það sem við gátum til að skila þeim heim,“ sagði Þórarinn Ingi Hjörtur spurði Þórarinn Inga út dýfur FH-inga í þessum leik. FH-ingar voru duglegir að fara niður í grasið þegar Færeyingarnir voru að ýta við þeim. „Þeir voru búnir að vera að gefa okkur olnbogakot. Við vorum ekki búnir að vera að henda okkur niður en þegar við fengum þetta víti og eitt rautt spjald fór á loft þá sáum við von um að dómarinn myndi flagga fleirum. Það átti að vera rautt spjald þegar hann slær Pétur Viðars á miðjunni. Hann dæmir á það en gefur honum bara gult sem mér finnst ótrúlegt,“ sagði Þórarinn Ingi. „Það þarf að beita brögðum stundum í þessu til að fá smá ávinning,“ sagði Þórarinn Ingi en voru þeir að fara of auðveldlega niður. „Þú græðir yfirleitt ekkert á því að standa í fæturna. Því miður. Maður græðir ekkert á því þegar eitthvað svona er gert við mann og því um að gera að láta sig falla niður og sjá hvað gerist,“ sagði Þórarinn Ingi en það má hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fyrrverandi formenn fordæma framgöngu FH í Færeyjum Jóhannes Gunnarsson og Ólafur Arnarsson sammála um meintan leikaraskap FH-inga í Evrópuleik. 19. júlí 2017 16:10 Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Fyrrverandi formenn fordæma framgöngu FH í Færeyjum Jóhannes Gunnarsson og Ólafur Arnarsson sammála um meintan leikaraskap FH-inga í Evrópuleik. 19. júlí 2017 16:10