Taylor með þrennu í stórsigri Englendinga á Skotum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2017 20:37 Jodie Taylor fagnar einu marka sinna. Vísir/Getty Bronslið Englendinga frá síðasta heimsmeistaramóti sýndi styrk sinn í sínum fyrsta leik á Evrópumótinu í Hollandi. England vann þá 6-0 stórsigur á nágrönnum sínum frá Skotlandi í fyrsta leik liðanna í D-riðli. Skotar voru einmitt með íslensku stelpunum í riðli í undankeppninni. Jodie Taylor skoraði þrennu fyrir Englendinga í leiknum og var ekki bara sú fyrsta sem nær því á EM í Hollandi heldur einnig sú fyrsta sem nær því fyrir enska kvennalandsliðið á stórmóti. Jodie Taylor er 31 árs gömul og spilar með Arsenal. Hún lék áður með bandarísku liðunum Washington Spirit og Portland Thorns FC. Taylor var búin að skora 9 landsliðsmörk fyrir leikinn í kvöld. Úrslitin voru ráðin eftir rúmlega hálftíma leik en enska liðið var þá komið í 3-0. Jodie Taylor skoraði fyrsta markið á 10. mínútu eftir að sloppið í gegn eftir að Fran Kirby lét sendingu Lucy Bronze fara framhjá sér og plataði með því varnarmenn Skota. Taylor bætti við öðru marki sínu og koma enska liðinu í 2-0 á 27. mínútu þegar hún fylgdi á eftir þegar mikil hætta skapaðist eftir aukaspyrnu. Ellen White kom Englandi síðan í 3-0 á 32. mínútu þegar hún fylgdi á eftir sláarskoti Jill Scott. Jodie Taylor innsiglaði síðan þrennu sína eftir átta mínútna leik í seinni hálfleiknum. Ellen White skallaði aukaspyrnu Steph Houghton inn fyrir vörnina og Taylor lyfti boltanum laglega yfir markvörðinn. Jordan Nobbs, sem líka spilar með Arsenal, skoraði fimmta markið þremur mínútum fyrir leikslok. Sjötta markið skoraði síðan varamaðurinn Toni Duggan með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Úrslitin eru mikið áfalla fyrir skoska liðið sem vann meðal annars sigur á Laugardalsvellinum í undankeppninni. England og Spánn unnu örugga sigri í leikjum sínum í D-riðlinum í dag og það lítur allt út fyrir að það verði þægilegt verkefni fyrir þessi tvö sterku lið að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sigruðu meistarana í fyrsta leik í sögu „danska“ félagsins Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira
Bronslið Englendinga frá síðasta heimsmeistaramóti sýndi styrk sinn í sínum fyrsta leik á Evrópumótinu í Hollandi. England vann þá 6-0 stórsigur á nágrönnum sínum frá Skotlandi í fyrsta leik liðanna í D-riðli. Skotar voru einmitt með íslensku stelpunum í riðli í undankeppninni. Jodie Taylor skoraði þrennu fyrir Englendinga í leiknum og var ekki bara sú fyrsta sem nær því á EM í Hollandi heldur einnig sú fyrsta sem nær því fyrir enska kvennalandsliðið á stórmóti. Jodie Taylor er 31 árs gömul og spilar með Arsenal. Hún lék áður með bandarísku liðunum Washington Spirit og Portland Thorns FC. Taylor var búin að skora 9 landsliðsmörk fyrir leikinn í kvöld. Úrslitin voru ráðin eftir rúmlega hálftíma leik en enska liðið var þá komið í 3-0. Jodie Taylor skoraði fyrsta markið á 10. mínútu eftir að sloppið í gegn eftir að Fran Kirby lét sendingu Lucy Bronze fara framhjá sér og plataði með því varnarmenn Skota. Taylor bætti við öðru marki sínu og koma enska liðinu í 2-0 á 27. mínútu þegar hún fylgdi á eftir þegar mikil hætta skapaðist eftir aukaspyrnu. Ellen White kom Englandi síðan í 3-0 á 32. mínútu þegar hún fylgdi á eftir sláarskoti Jill Scott. Jodie Taylor innsiglaði síðan þrennu sína eftir átta mínútna leik í seinni hálfleiknum. Ellen White skallaði aukaspyrnu Steph Houghton inn fyrir vörnina og Taylor lyfti boltanum laglega yfir markvörðinn. Jordan Nobbs, sem líka spilar með Arsenal, skoraði fimmta markið þremur mínútum fyrir leikslok. Sjötta markið skoraði síðan varamaðurinn Toni Duggan með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Úrslitin eru mikið áfalla fyrir skoska liðið sem vann meðal annars sigur á Laugardalsvellinum í undankeppninni. England og Spánn unnu örugga sigri í leikjum sínum í D-riðlinum í dag og það lítur allt út fyrir að það verði þægilegt verkefni fyrir þessi tvö sterku lið að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sigruðu meistarana í fyrsta leik í sögu „danska“ félagsins Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira