Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var á skotskónum þegar Vålerenga tapaði 4-3 fyrir Roa á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Það var fátt um varnir hjá Vålerenga í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 4-1, Roa í vil.
Heimakonur komust í 3-0, Gunnhildur minnkaði muninn á 41. mínútu en aðeins mínútu síðar komst Roa aftur þremur mörkum yfir.
Vålerenga skoraði tvö mörk undir lokin en það var ekki nóg. Lokatölur 4-3, Roa í vil.
Gunnhildur Yrsa, sem er fyrirliði Vålerenga, hefur verið iðinn við kolann að undanförnu og skorað þrjú mörk í síðustu sex leikjum liðsins.
Vålerenga siglir lygnan sjó í 7. sæti norsku deildarinnar.
Gunnhildur á skotskónum en Vålerenga gleymdi að verjast

Tengdar fréttir

Bróðir Gunnhildar sat í fangelsi í tíu ár
Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var í áhugaverðu viðtali í upphitunaþætti RÚV í kvöld fyrir EM.