Nýi vagninn á göturnar á næstu dögum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. júlí 2017 14:30 Lena Margrét segist vera í skýjunum með sigurinn. Femínistavagninn svokallaði sem bar sigur úr býtum í hönnunarkeppni Strætó í gærkvöldi er væntanlegur á götur úti á næstu dögum, að sögn Guðmundar H. Helgasonar, markaðs- og upplýsingafulltrúa Strætó. Vagninn mun skiptast á leiðum og því rúnta um allar götur bæjarins. Lena Margrét Aradóttir byggingarfræðingur er hönnuður vagnsins en hún segist í skýjunum með sigurinn. „Þetta var voðalega spontant allt saman. Vinnufélagar mínir fóru út í hádegismat en ég varð eftir í vinnunni og datt þetta þá í hug og byrjaði að vinna í þessu,“ segir hún í samtali við Vísi. Framan á vagninum stendur KÞBAVD sem er skammstöfun á frasanum „konur þurfa bara að vera duglegri“ en um er að ræða ádeilu í jafnræðisumræðunni og varð til inni í Facebook-hóp sem fjölmargir femínistar eru meðlimir í. „Ég setti mynd inn á þessa Facebook grúppu og bað fólk um að hjálpa mér við að finna fleiri frasa á vagninn. Svo sendi ég myndina inn í hönnunarkeppnina,“ segir Lena. Hún hafi þó aldrei búist við svo góðum viðbrögðum. „Þetta fór algjörlega fram úr björtustu vonum og ef ég hefði vitað að fólk myndi taka svona vel í þetta hefði ég eytt miklu meira púðri í þessa mynd. En núna er ég bara í sæluvímu yfir sigrinum.“ Stöð 2 hitti Lenu Margréti í gær, nokkrum klukkstundum áður en sigurinn varð vís, en mjótt var á munum á milli skátavagnsins og femínistavagnsins, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Tengdar fréttir Skátar og femínistar bítast í brokkgengum netleik Strætó Strætó í standandi vandræðum með netleik sinn. 3. júlí 2017 10:44 Hönnuðir vagnanna segja að keppnin sé æsispennandi Skátavagn og femínistavagn keppa nú um fyrsta sætið í hönnunarkeppni Strætó en í kvöld kemur í ljós hvor vagninn mun keyra um götur Reykjavíkur í haust. Hönnuðir vagnanna segja að keppnin sé æsispennandi. 3. júlí 2017 20:00 Flestir stukku á femínistavagninn í meistaraverkskeppni Strætó Úrslitin eru ljós í meistaraverks samkeppni Strætó. 4. júlí 2017 00:01 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Femínistavagninn svokallaði sem bar sigur úr býtum í hönnunarkeppni Strætó í gærkvöldi er væntanlegur á götur úti á næstu dögum, að sögn Guðmundar H. Helgasonar, markaðs- og upplýsingafulltrúa Strætó. Vagninn mun skiptast á leiðum og því rúnta um allar götur bæjarins. Lena Margrét Aradóttir byggingarfræðingur er hönnuður vagnsins en hún segist í skýjunum með sigurinn. „Þetta var voðalega spontant allt saman. Vinnufélagar mínir fóru út í hádegismat en ég varð eftir í vinnunni og datt þetta þá í hug og byrjaði að vinna í þessu,“ segir hún í samtali við Vísi. Framan á vagninum stendur KÞBAVD sem er skammstöfun á frasanum „konur þurfa bara að vera duglegri“ en um er að ræða ádeilu í jafnræðisumræðunni og varð til inni í Facebook-hóp sem fjölmargir femínistar eru meðlimir í. „Ég setti mynd inn á þessa Facebook grúppu og bað fólk um að hjálpa mér við að finna fleiri frasa á vagninn. Svo sendi ég myndina inn í hönnunarkeppnina,“ segir Lena. Hún hafi þó aldrei búist við svo góðum viðbrögðum. „Þetta fór algjörlega fram úr björtustu vonum og ef ég hefði vitað að fólk myndi taka svona vel í þetta hefði ég eytt miklu meira púðri í þessa mynd. En núna er ég bara í sæluvímu yfir sigrinum.“ Stöð 2 hitti Lenu Margréti í gær, nokkrum klukkstundum áður en sigurinn varð vís, en mjótt var á munum á milli skátavagnsins og femínistavagnsins, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.
Tengdar fréttir Skátar og femínistar bítast í brokkgengum netleik Strætó Strætó í standandi vandræðum með netleik sinn. 3. júlí 2017 10:44 Hönnuðir vagnanna segja að keppnin sé æsispennandi Skátavagn og femínistavagn keppa nú um fyrsta sætið í hönnunarkeppni Strætó en í kvöld kemur í ljós hvor vagninn mun keyra um götur Reykjavíkur í haust. Hönnuðir vagnanna segja að keppnin sé æsispennandi. 3. júlí 2017 20:00 Flestir stukku á femínistavagninn í meistaraverkskeppni Strætó Úrslitin eru ljós í meistaraverks samkeppni Strætó. 4. júlí 2017 00:01 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Skátar og femínistar bítast í brokkgengum netleik Strætó Strætó í standandi vandræðum með netleik sinn. 3. júlí 2017 10:44
Hönnuðir vagnanna segja að keppnin sé æsispennandi Skátavagn og femínistavagn keppa nú um fyrsta sætið í hönnunarkeppni Strætó en í kvöld kemur í ljós hvor vagninn mun keyra um götur Reykjavíkur í haust. Hönnuðir vagnanna segja að keppnin sé æsispennandi. 3. júlí 2017 20:00
Flestir stukku á femínistavagninn í meistaraverkskeppni Strætó Úrslitin eru ljós í meistaraverks samkeppni Strætó. 4. júlí 2017 00:01