Nýi vagninn á göturnar á næstu dögum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. júlí 2017 14:30 Lena Margrét segist vera í skýjunum með sigurinn. Femínistavagninn svokallaði sem bar sigur úr býtum í hönnunarkeppni Strætó í gærkvöldi er væntanlegur á götur úti á næstu dögum, að sögn Guðmundar H. Helgasonar, markaðs- og upplýsingafulltrúa Strætó. Vagninn mun skiptast á leiðum og því rúnta um allar götur bæjarins. Lena Margrét Aradóttir byggingarfræðingur er hönnuður vagnsins en hún segist í skýjunum með sigurinn. „Þetta var voðalega spontant allt saman. Vinnufélagar mínir fóru út í hádegismat en ég varð eftir í vinnunni og datt þetta þá í hug og byrjaði að vinna í þessu,“ segir hún í samtali við Vísi. Framan á vagninum stendur KÞBAVD sem er skammstöfun á frasanum „konur þurfa bara að vera duglegri“ en um er að ræða ádeilu í jafnræðisumræðunni og varð til inni í Facebook-hóp sem fjölmargir femínistar eru meðlimir í. „Ég setti mynd inn á þessa Facebook grúppu og bað fólk um að hjálpa mér við að finna fleiri frasa á vagninn. Svo sendi ég myndina inn í hönnunarkeppnina,“ segir Lena. Hún hafi þó aldrei búist við svo góðum viðbrögðum. „Þetta fór algjörlega fram úr björtustu vonum og ef ég hefði vitað að fólk myndi taka svona vel í þetta hefði ég eytt miklu meira púðri í þessa mynd. En núna er ég bara í sæluvímu yfir sigrinum.“ Stöð 2 hitti Lenu Margréti í gær, nokkrum klukkstundum áður en sigurinn varð vís, en mjótt var á munum á milli skátavagnsins og femínistavagnsins, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Tengdar fréttir Skátar og femínistar bítast í brokkgengum netleik Strætó Strætó í standandi vandræðum með netleik sinn. 3. júlí 2017 10:44 Hönnuðir vagnanna segja að keppnin sé æsispennandi Skátavagn og femínistavagn keppa nú um fyrsta sætið í hönnunarkeppni Strætó en í kvöld kemur í ljós hvor vagninn mun keyra um götur Reykjavíkur í haust. Hönnuðir vagnanna segja að keppnin sé æsispennandi. 3. júlí 2017 20:00 Flestir stukku á femínistavagninn í meistaraverkskeppni Strætó Úrslitin eru ljós í meistaraverks samkeppni Strætó. 4. júlí 2017 00:01 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Femínistavagninn svokallaði sem bar sigur úr býtum í hönnunarkeppni Strætó í gærkvöldi er væntanlegur á götur úti á næstu dögum, að sögn Guðmundar H. Helgasonar, markaðs- og upplýsingafulltrúa Strætó. Vagninn mun skiptast á leiðum og því rúnta um allar götur bæjarins. Lena Margrét Aradóttir byggingarfræðingur er hönnuður vagnsins en hún segist í skýjunum með sigurinn. „Þetta var voðalega spontant allt saman. Vinnufélagar mínir fóru út í hádegismat en ég varð eftir í vinnunni og datt þetta þá í hug og byrjaði að vinna í þessu,“ segir hún í samtali við Vísi. Framan á vagninum stendur KÞBAVD sem er skammstöfun á frasanum „konur þurfa bara að vera duglegri“ en um er að ræða ádeilu í jafnræðisumræðunni og varð til inni í Facebook-hóp sem fjölmargir femínistar eru meðlimir í. „Ég setti mynd inn á þessa Facebook grúppu og bað fólk um að hjálpa mér við að finna fleiri frasa á vagninn. Svo sendi ég myndina inn í hönnunarkeppnina,“ segir Lena. Hún hafi þó aldrei búist við svo góðum viðbrögðum. „Þetta fór algjörlega fram úr björtustu vonum og ef ég hefði vitað að fólk myndi taka svona vel í þetta hefði ég eytt miklu meira púðri í þessa mynd. En núna er ég bara í sæluvímu yfir sigrinum.“ Stöð 2 hitti Lenu Margréti í gær, nokkrum klukkstundum áður en sigurinn varð vís, en mjótt var á munum á milli skátavagnsins og femínistavagnsins, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.
Tengdar fréttir Skátar og femínistar bítast í brokkgengum netleik Strætó Strætó í standandi vandræðum með netleik sinn. 3. júlí 2017 10:44 Hönnuðir vagnanna segja að keppnin sé æsispennandi Skátavagn og femínistavagn keppa nú um fyrsta sætið í hönnunarkeppni Strætó en í kvöld kemur í ljós hvor vagninn mun keyra um götur Reykjavíkur í haust. Hönnuðir vagnanna segja að keppnin sé æsispennandi. 3. júlí 2017 20:00 Flestir stukku á femínistavagninn í meistaraverkskeppni Strætó Úrslitin eru ljós í meistaraverks samkeppni Strætó. 4. júlí 2017 00:01 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Skátar og femínistar bítast í brokkgengum netleik Strætó Strætó í standandi vandræðum með netleik sinn. 3. júlí 2017 10:44
Hönnuðir vagnanna segja að keppnin sé æsispennandi Skátavagn og femínistavagn keppa nú um fyrsta sætið í hönnunarkeppni Strætó en í kvöld kemur í ljós hvor vagninn mun keyra um götur Reykjavíkur í haust. Hönnuðir vagnanna segja að keppnin sé æsispennandi. 3. júlí 2017 20:00
Flestir stukku á femínistavagninn í meistaraverkskeppni Strætó Úrslitin eru ljós í meistaraverks samkeppni Strætó. 4. júlí 2017 00:01