Dagný: Þeir borga launin mín þannig ég geri það sem mér er sagt að gera Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2017 06:00 Dagný Brynjarsdóttir gat ekki spilað síðustu leiki íslenska liðsins fyrir EM 2017 þar sem félagsliðið hennar Portland vildi fá hana heim. vísir/Eyþór Dagný Brynjarsdóttir er klár í slaginn á nýjan leik eftir erfið meiðsli sem stofnuðu þátttöku hennar á EM í Hollandi í hættu. Það hefur birt til á undanförnum vikum og Dagný er óðum að ná fyrri styrk. „Ég myndi segja að staðan væri hrikalega góð. Ég er búin að æfa vel síðustu tvo mánuði og er klár í þetta verkefni,“ sagði Dagný í samtali við Fréttablaðið í gær. En hvað var það nákvæmlega sem hrjáði hana? „Ég fékk högg fyrir tveimur árum og hélt áfram að þjösnast á því. Það kom í ljós að þetta voru liðbönd sem tengdust frá mjaðmagrindinni og út í bak. Ég þurfti að styrkja allt í kring og fara í sprautumeðferðir. Þetta var spurning um hversu hratt liðböndin myndu gróa. Það er komið núna og ég hef verið á fullu undanfarna tvo mánuði,“ sagði Dagný. Rangæingurinn lék allan leikinn með félagsliði sínu, Portland Thorns, um helgina. Það var aðeins hennar fjórði leikur með liðinu á tímabilinu. Dagný missti af byrjun tímabilsins en sneri aftur í sigri á Sky Blue 3. júní. Það var þá fyrsti leikur Dagnýjar í þrjá mánuði, eða frá því hún spilaði síðasta stundarfjórðunginn í 2-0 tapi Íslands fyrir Japan á Algarve-mótinu 3. mars. Það eru einu mínúturnar sem hún hefur spilað með íslenska landsliðinu á árinu.Dagný ræðir við fyrrverandi leikmann FH á landsliðsæfingu í gær.vísir/ernirÞeir borga launin mín „Ég myndi ekki segja að leikformið sé í toppstandi enda bara búin að spila einn 90 mínútna leik. En einn af mínum styrkleikum sem leikmaður er að ég er mjög fljót að koma mér í stand og vera í góðu hlaupaformi. Ef ég á að vera alveg hreinskilin hef ég ekki miklar áhyggjur,“ sagði Dagný. Hún var valin í íslenska hópinn sem mætti Írlandi og Brasilíu í tveimur vináttulandsleikjum í júní. Dagný kom ekkert við sögu gegn Írlandi og daginn fyrir leikinn gegn Brasilíu var tilkynnt að hún myndi ekki spila hann og væri á leiðinni aftur til Portland. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari hefur síðan greint frá því að Dagný hafi neyðst til að sleppa landsleikjunum tveimur. Annars hefði hún væntanlega ekki spilað meira með Portland á tímabilinu. Dagný segir erfitt að hafa verið sett í þessa stöðu. „Það var hrikalega fúlt. Ég missti af aprílverkefninu með landsliðinu og hlakkaði mikið til verkefnisins í júní. En þeir borga launin mín og ég lenti svolítið á milli. Ég þurfti að gera það sem þeir sögðu mér að gera. Auðvitað vill enginn lenda í þessu en ég þurfti að takast á við það,“ sagði Dagný sem hefur verið í herbúðum Portland síðan 2015. Hún segir framtíð sína óráðna.Freyr Alexandersson þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Portland.vísir/ernirKvennaboltinn betur metinn „Samningurinn minn rennur út í lok árs. Ef ég á að vera alveg hreinskilin er ég ekkert búin að ákveða hvað ég ætla að gera. Mér líkar vel þarna en auðvitað er ég langt í burtu. Ég ætla að einbeita mér að EM og svo nota ég það sem eftir er árs til að hugsa hvað ég ætla að gera,“ sagði Dagný. En lítur hún á EM sem glugga til að komast annað? „Það er ákveðinn gluggi ef mann langar til Evrópu. En ég veit ekkert hvort ég ætla að fara þangað eða vera áfram í Bandaríkjunum,“ sagði Dagný sem segist kunna betur við sig hjá Portland en þegar hún var í herbúðum Bayern München seinni hluta tímabilsins 2015. „Já, mér finnst það miklu skemmtilegra. Kvennaboltinn er betur metinn þarna; fleiri áhorfendur og betur hugsað um man. Manni líður meira eins og atvinnumanni þarna en í Bayern,“ sagði Dagný. Hún nýtur þess að vera byrjuð að æfa með landsliðinu. „Síðustu tveir dagar hafa gengið hrikalega vel. Það er gaman að hitta stelpurnar aftur og andinn í liðinu er góður. Við erum allar rosalega spenntar og klárar í verkefnið,“ sagði Dagný sem er á leið á sitt annað Evrópumót en hún var einnig með á EM 2013. i EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr í 1á1: Tilfinningin fyrir ári var að við værum að fara að vinna þetta mót Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var gestur Guðmundar Benediktssonar í viðtalsþættinum 1á1 sem var frumsýndur á Stöð 2 Sport HD á föstudaginn. 4. júlí 2017 07:46 Freyr um ummæli Bryndísar Láru: Er að horfa yfir lengra tímabil en síðustu þrjá mánuði Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þórs/KA, sagðist í viðtali í Morgunblaðinu í dag vera ósátt með að hafa ekki verið valin í íslenska EM-hópinn. 4. júlí 2017 11:41 Samfélagsmiðlarnir góðir en það þarf að passa sig Stelpurnar okkar spila ekki annan vináttulandsleik fyrir EM 2017 í Hollandi sem hefst um miðjan mánuðinn. 5. júlí 2017 06:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir er klár í slaginn á nýjan leik eftir erfið meiðsli sem stofnuðu þátttöku hennar á EM í Hollandi í hættu. Það hefur birt til á undanförnum vikum og Dagný er óðum að ná fyrri styrk. „Ég myndi segja að staðan væri hrikalega góð. Ég er búin að æfa vel síðustu tvo mánuði og er klár í þetta verkefni,“ sagði Dagný í samtali við Fréttablaðið í gær. En hvað var það nákvæmlega sem hrjáði hana? „Ég fékk högg fyrir tveimur árum og hélt áfram að þjösnast á því. Það kom í ljós að þetta voru liðbönd sem tengdust frá mjaðmagrindinni og út í bak. Ég þurfti að styrkja allt í kring og fara í sprautumeðferðir. Þetta var spurning um hversu hratt liðböndin myndu gróa. Það er komið núna og ég hef verið á fullu undanfarna tvo mánuði,“ sagði Dagný. Rangæingurinn lék allan leikinn með félagsliði sínu, Portland Thorns, um helgina. Það var aðeins hennar fjórði leikur með liðinu á tímabilinu. Dagný missti af byrjun tímabilsins en sneri aftur í sigri á Sky Blue 3. júní. Það var þá fyrsti leikur Dagnýjar í þrjá mánuði, eða frá því hún spilaði síðasta stundarfjórðunginn í 2-0 tapi Íslands fyrir Japan á Algarve-mótinu 3. mars. Það eru einu mínúturnar sem hún hefur spilað með íslenska landsliðinu á árinu.Dagný ræðir við fyrrverandi leikmann FH á landsliðsæfingu í gær.vísir/ernirÞeir borga launin mín „Ég myndi ekki segja að leikformið sé í toppstandi enda bara búin að spila einn 90 mínútna leik. En einn af mínum styrkleikum sem leikmaður er að ég er mjög fljót að koma mér í stand og vera í góðu hlaupaformi. Ef ég á að vera alveg hreinskilin hef ég ekki miklar áhyggjur,“ sagði Dagný. Hún var valin í íslenska hópinn sem mætti Írlandi og Brasilíu í tveimur vináttulandsleikjum í júní. Dagný kom ekkert við sögu gegn Írlandi og daginn fyrir leikinn gegn Brasilíu var tilkynnt að hún myndi ekki spila hann og væri á leiðinni aftur til Portland. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari hefur síðan greint frá því að Dagný hafi neyðst til að sleppa landsleikjunum tveimur. Annars hefði hún væntanlega ekki spilað meira með Portland á tímabilinu. Dagný segir erfitt að hafa verið sett í þessa stöðu. „Það var hrikalega fúlt. Ég missti af aprílverkefninu með landsliðinu og hlakkaði mikið til verkefnisins í júní. En þeir borga launin mín og ég lenti svolítið á milli. Ég þurfti að gera það sem þeir sögðu mér að gera. Auðvitað vill enginn lenda í þessu en ég þurfti að takast á við það,“ sagði Dagný sem hefur verið í herbúðum Portland síðan 2015. Hún segir framtíð sína óráðna.Freyr Alexandersson þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Portland.vísir/ernirKvennaboltinn betur metinn „Samningurinn minn rennur út í lok árs. Ef ég á að vera alveg hreinskilin er ég ekkert búin að ákveða hvað ég ætla að gera. Mér líkar vel þarna en auðvitað er ég langt í burtu. Ég ætla að einbeita mér að EM og svo nota ég það sem eftir er árs til að hugsa hvað ég ætla að gera,“ sagði Dagný. En lítur hún á EM sem glugga til að komast annað? „Það er ákveðinn gluggi ef mann langar til Evrópu. En ég veit ekkert hvort ég ætla að fara þangað eða vera áfram í Bandaríkjunum,“ sagði Dagný sem segist kunna betur við sig hjá Portland en þegar hún var í herbúðum Bayern München seinni hluta tímabilsins 2015. „Já, mér finnst það miklu skemmtilegra. Kvennaboltinn er betur metinn þarna; fleiri áhorfendur og betur hugsað um man. Manni líður meira eins og atvinnumanni þarna en í Bayern,“ sagði Dagný. Hún nýtur þess að vera byrjuð að æfa með landsliðinu. „Síðustu tveir dagar hafa gengið hrikalega vel. Það er gaman að hitta stelpurnar aftur og andinn í liðinu er góður. Við erum allar rosalega spenntar og klárar í verkefnið,“ sagði Dagný sem er á leið á sitt annað Evrópumót en hún var einnig með á EM 2013. i
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr í 1á1: Tilfinningin fyrir ári var að við værum að fara að vinna þetta mót Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var gestur Guðmundar Benediktssonar í viðtalsþættinum 1á1 sem var frumsýndur á Stöð 2 Sport HD á föstudaginn. 4. júlí 2017 07:46 Freyr um ummæli Bryndísar Láru: Er að horfa yfir lengra tímabil en síðustu þrjá mánuði Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þórs/KA, sagðist í viðtali í Morgunblaðinu í dag vera ósátt með að hafa ekki verið valin í íslenska EM-hópinn. 4. júlí 2017 11:41 Samfélagsmiðlarnir góðir en það þarf að passa sig Stelpurnar okkar spila ekki annan vináttulandsleik fyrir EM 2017 í Hollandi sem hefst um miðjan mánuðinn. 5. júlí 2017 06:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Sjá meira
Freyr í 1á1: Tilfinningin fyrir ári var að við værum að fara að vinna þetta mót Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var gestur Guðmundar Benediktssonar í viðtalsþættinum 1á1 sem var frumsýndur á Stöð 2 Sport HD á föstudaginn. 4. júlí 2017 07:46
Freyr um ummæli Bryndísar Láru: Er að horfa yfir lengra tímabil en síðustu þrjá mánuði Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þórs/KA, sagðist í viðtali í Morgunblaðinu í dag vera ósátt með að hafa ekki verið valin í íslenska EM-hópinn. 4. júlí 2017 11:41
Samfélagsmiðlarnir góðir en það þarf að passa sig Stelpurnar okkar spila ekki annan vináttulandsleik fyrir EM 2017 í Hollandi sem hefst um miðjan mánuðinn. 5. júlí 2017 06:00