Gísli Þorgeir Kristjánsson, handboltamaður úr FH, fór úr olnbogalið á æfingu hjá U21 árs landsliði Íslands í gær. Hann gæti verið frá keppni í allt að þrjá mánuði.
Þýska stórveldið Kiel hefur verið í viðræðum við Gísla um möguleg vistaskipti þangað, og hefur viðræðunum verið slegið á frest vegna þessa. Faðir Gísla, Kristján Arason, staðfesti þetta í samtali við RÚV fyrr í dag.
„Nú bíðum við og sjáum hversu alvarleg þessi meiðsli reynast vera áður en viðræðunum verður haldið áfram,“ sagði Kristján.
Þessi efnilegi leikmaður er fæddur 1999 og var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar í handbolta í vor, þar sem FH tapaði úrslitaeinvíginu gegn Val.
Meiðsli Gísla eru mikið áfall fyrir íslensku ungmennalandsliðin, sem og hann sjálfan, en hann missir af heimsmeistaramóti U21 árs landsliða í Alsír síðar í júlímánuði og heimsmeistarakeppni U19 ára sem fram fer í Georgíu í ágúst.
Gísli Þorgeir úr olnbogalið - missir af HM U21

Tengdar fréttir

Sex nýliðar fara til Noregs
Nokkrir af sterkustu handboltamönnum landsins fá frí er A-landslið karla tekur þátt á æfingamóti í Noregi.

Gísli búinn að framlengja við FH
Efnilegasti handboltamaður landsins, Gísli Þorgeir Kristjánsson, skrifaði í dag undir nýjan samning við FH.

Gísli Þorgeir valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar
Gísli Þorgeir Kristjánsson var fyrr í dag útnefndur besti leikmaður úrslitakeppninnar í Olís-deild karla af HSÍ þrátt fyrir tap FH gegn Valsmönnum í úrslitum Olís-deildarinnar.