Gert að sitja með tveggja ára son sinn í flugi United Airlines Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2017 20:45 Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. Vísir/AFP Flugfélagið United Airlines er nú í miðju enn eins hneykslisins í fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Shirley Yamauchi sagði í viðtali við fjölmiðla að flugfélagið hafi gefið sæti tveggja ára sonar hennar frá sér sem olli því að drengurinn þurfti að sitja í kjöltu hennar í rúmlega þrjá klukkutíma. „Hann er 11 pund og um það bil helmingi minni en ég,“ sagði Yamauchi í samtali við fjölmiðla. „Þetta var mjög óþægilegt... ég missti tilfinningu í báðum fótleggjum og vinstri handlegg.“ Yamauchi og sonur hennar voru á síðasta legg 18 klukkutíma ferðalags frá Hawaii til Boston. Í millilendingu í borginni Houston í Texas hafi maður sem var á biðlista komið um borð með miða merktan sama sætisnúmeri og sæti sonar hennar. Yamauchi sagðist ekki hafa viljað kvarta sökum frétta af slæmri meðferð flugfélagsins á farþegum. Athygli vakti í apríl síðastliðnum þegar maður ar dregin frá borði flugvélar United vegna þess að hún var yfirbókuð.Sjá einnig: Forstjóri United Airlines biðst afsökunar vegna farþegans sem var hent út„Ég er hrædd. Ég er áhyggjufull. Ég er að ferðast með lítið barn,“ sagði Yamauchi. „Ég vildi ekki slasast. Ég vildi að hvorugt okkar myndi slasast.“ Farþeginn settist í miðjusætið sem sonurinn var skráður á og Yamauchi sat með son sinn í fanginu það sem var eftir af ferðinni. United Airlnes krefst þess að börn yfir 2 ára aldri ferðist á borguðum miða og á vefsíðu flugfélagsins er þess krafist að þau séu í sínu eigin sæti í flugi. Yamauchi segist hafa borgað 969 dollara fyrir sæti sonarins, eða rúmlega 100 þúsund krónur. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að miði drengsins hafi ekki verið rétt yfirfarinn og þess vegna hafi sæti hans verið gefið öðrum farþega. Yamauchi fær gjafabréf frá flugfélaginu ásamt því að fá miða drengsins endurgreiddan. „Við biðjum fröken Yamauchi og son hennar innilegrar afsökunar,“ segir í yfirlýsingunni. „Við erum einnig að vinna með starfsfólki okkar á flugvellinum til að tryggja að þetta komi ekki fyrir aftur.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir Maðurinn sem var dreginn úr flugvél United Airlines fær skaðabætur David Dao, maðurinn sem dreginn var úr flugvél United Airlines fyrr í þessum mánuði hefur samið um skaðabætur við flugfélagið. 27. apríl 2017 19:53 Farþegi sem stunginn var af sporðdreka í flugi United Airlines: „Hann stakk eins og vespa“ Richard Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina. 14. apríl 2017 12:44 Hjónum með tvö ung börn vísað frá borði og hótað fangelsisvist Maður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa af hendi sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. 5. maí 2017 10:22 Ein milljón í skiptum fyrir flugsætið Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur breytt verklagsreglum sínum eftir umdeilt atvik á dögunum þegar farþegi í yfirfullri flugvél var bókstaflega dreginn út úr vélinni. 27. apríl 2017 08:12 Pari vísað frá borði á leiðinni í eigið brúðkaup Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. 17. apríl 2017 09:05 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
Flugfélagið United Airlines er nú í miðju enn eins hneykslisins í fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Shirley Yamauchi sagði í viðtali við fjölmiðla að flugfélagið hafi gefið sæti tveggja ára sonar hennar frá sér sem olli því að drengurinn þurfti að sitja í kjöltu hennar í rúmlega þrjá klukkutíma. „Hann er 11 pund og um það bil helmingi minni en ég,“ sagði Yamauchi í samtali við fjölmiðla. „Þetta var mjög óþægilegt... ég missti tilfinningu í báðum fótleggjum og vinstri handlegg.“ Yamauchi og sonur hennar voru á síðasta legg 18 klukkutíma ferðalags frá Hawaii til Boston. Í millilendingu í borginni Houston í Texas hafi maður sem var á biðlista komið um borð með miða merktan sama sætisnúmeri og sæti sonar hennar. Yamauchi sagðist ekki hafa viljað kvarta sökum frétta af slæmri meðferð flugfélagsins á farþegum. Athygli vakti í apríl síðastliðnum þegar maður ar dregin frá borði flugvélar United vegna þess að hún var yfirbókuð.Sjá einnig: Forstjóri United Airlines biðst afsökunar vegna farþegans sem var hent út„Ég er hrædd. Ég er áhyggjufull. Ég er að ferðast með lítið barn,“ sagði Yamauchi. „Ég vildi ekki slasast. Ég vildi að hvorugt okkar myndi slasast.“ Farþeginn settist í miðjusætið sem sonurinn var skráður á og Yamauchi sat með son sinn í fanginu það sem var eftir af ferðinni. United Airlnes krefst þess að börn yfir 2 ára aldri ferðist á borguðum miða og á vefsíðu flugfélagsins er þess krafist að þau séu í sínu eigin sæti í flugi. Yamauchi segist hafa borgað 969 dollara fyrir sæti sonarins, eða rúmlega 100 þúsund krónur. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að miði drengsins hafi ekki verið rétt yfirfarinn og þess vegna hafi sæti hans verið gefið öðrum farþega. Yamauchi fær gjafabréf frá flugfélaginu ásamt því að fá miða drengsins endurgreiddan. „Við biðjum fröken Yamauchi og son hennar innilegrar afsökunar,“ segir í yfirlýsingunni. „Við erum einnig að vinna með starfsfólki okkar á flugvellinum til að tryggja að þetta komi ekki fyrir aftur.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Maðurinn sem var dreginn úr flugvél United Airlines fær skaðabætur David Dao, maðurinn sem dreginn var úr flugvél United Airlines fyrr í þessum mánuði hefur samið um skaðabætur við flugfélagið. 27. apríl 2017 19:53 Farþegi sem stunginn var af sporðdreka í flugi United Airlines: „Hann stakk eins og vespa“ Richard Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina. 14. apríl 2017 12:44 Hjónum með tvö ung börn vísað frá borði og hótað fangelsisvist Maður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa af hendi sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. 5. maí 2017 10:22 Ein milljón í skiptum fyrir flugsætið Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur breytt verklagsreglum sínum eftir umdeilt atvik á dögunum þegar farþegi í yfirfullri flugvél var bókstaflega dreginn út úr vélinni. 27. apríl 2017 08:12 Pari vísað frá borði á leiðinni í eigið brúðkaup Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. 17. apríl 2017 09:05 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
Maðurinn sem var dreginn úr flugvél United Airlines fær skaðabætur David Dao, maðurinn sem dreginn var úr flugvél United Airlines fyrr í þessum mánuði hefur samið um skaðabætur við flugfélagið. 27. apríl 2017 19:53
Farþegi sem stunginn var af sporðdreka í flugi United Airlines: „Hann stakk eins og vespa“ Richard Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina. 14. apríl 2017 12:44
Hjónum með tvö ung börn vísað frá borði og hótað fangelsisvist Maður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa af hendi sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. 5. maí 2017 10:22
Ein milljón í skiptum fyrir flugsætið Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur breytt verklagsreglum sínum eftir umdeilt atvik á dögunum þegar farþegi í yfirfullri flugvél var bókstaflega dreginn út úr vélinni. 27. apríl 2017 08:12
Pari vísað frá borði á leiðinni í eigið brúðkaup Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. 17. apríl 2017 09:05