Úrskurðurinn verður kærður til Hæstaréttar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2017 15:25 Ástráður og Jóhannes eru ósáttir við ákvörðun dómsmálaráðherra um að virða niðurstöður hæfisnefndar að vettugi. samsett/garðar kjartansson Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson munu kæra frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í dag til Hæstaréttar. Þetta staðfestir lögmaður þeirra, Jóhannes Karl Sveinsson, í samtali við fréttastofu. Ástráður og Jóhannes stefndu íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um að leggja ekki til að þeir yrðu skipaðir í stöðu dómara við Landsrétt, og fóru fram á að sú ákvörðun yrði ógilt. Þá fór fóru þeir fram á viðurkenningu skaðabóta en þeirri kröfu var sömuleiðis hafnað. Þeir voru báðir á meðal þeirra fimmtán sem hæfisnefnd lagði til að yrðu skipaðir dómarar við nýjan rétt.Getur brugðið til beggja vona Jóhannes Karl segir að látið verði reyna á þessar kröfur fyrir Hæstarétti, og bindur vonir við að endanleg niðurstaða liggi fyrir fljótlega. „Það getur brugðið til beggja vona með svona kröfur. Það er snúið að koma svona kröfum fram,“ segir Jóhannes, aðspurður hvort niðurstaðan hafi komið sér á óvart. Kröfur Ástráðs og Jóhannesar Rúnars voru í fjórum liðum. Þeir fóru sem fyrr segir fram á ógildingu ákvörðunar dómsmálaráðherra og skaðabætur, sem og eina milljón hvor í miskabætur og að málskostnaður verði greiddur af ríkinu. Síðastnefndu tvær kröfur bíða efnislegrar meðferðar. Ógildingarkröfunni var vísað frá þar sem dómurinn taldi ekki séð að það myndi leiða til skýrrar og afgerandi niðurstöðu ef fallist yrði á hana. Þá sé sú dómskrafa svo andstæð meginreglum réttarfars um skýran málatilbúnað að ekki verði lagður á hana dómur.Erfið krafa Skaðabótakröfunni var vísað frá meðal annars á grundvelli þess að Kjararáð hefur ekki ákveðið laun og önnur starfskjör dómara við Landsrétt, og taldi dómurinn kröfuna vanreifaða. Jóhannes Karl segir að vissulega sé erfitt að leggja fram kröfu þegar upplýsingar um starfskjör liggja ekki fyrir. „Það er spurning hvenær það verða gögn til þess að gera kröfuna endanlega. Eins og kemur fram í úrskurðinum þá er ekki enn komin niðurstaða um hvað landsréttardómarar eiga að hafa í laun. Það er þess vegna erfitt að gera grein fyrir kröfu sem er mismunur á einhverjum tekjum,“ útskýrir Jóhannes Karl. Hann segir jafnframt að reyna muni á lögmæti ákvörðunar dómsmálaráðherra þegar miskabótakrafan verður tekin fyrir dómi. Þá fáist úrlausn um það hvort ákvörðunin hafi verið réttmæt eða ekki. Tengdar fréttir Kröfum Ástráðs og Jóhannesar Rúnars vísað frá dómi Fóru báðir fram á skaðabætur frá íslenska ríkinu. 7. júlí 2017 13:22 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson munu kæra frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í dag til Hæstaréttar. Þetta staðfestir lögmaður þeirra, Jóhannes Karl Sveinsson, í samtali við fréttastofu. Ástráður og Jóhannes stefndu íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um að leggja ekki til að þeir yrðu skipaðir í stöðu dómara við Landsrétt, og fóru fram á að sú ákvörðun yrði ógilt. Þá fór fóru þeir fram á viðurkenningu skaðabóta en þeirri kröfu var sömuleiðis hafnað. Þeir voru báðir á meðal þeirra fimmtán sem hæfisnefnd lagði til að yrðu skipaðir dómarar við nýjan rétt.Getur brugðið til beggja vona Jóhannes Karl segir að látið verði reyna á þessar kröfur fyrir Hæstarétti, og bindur vonir við að endanleg niðurstaða liggi fyrir fljótlega. „Það getur brugðið til beggja vona með svona kröfur. Það er snúið að koma svona kröfum fram,“ segir Jóhannes, aðspurður hvort niðurstaðan hafi komið sér á óvart. Kröfur Ástráðs og Jóhannesar Rúnars voru í fjórum liðum. Þeir fóru sem fyrr segir fram á ógildingu ákvörðunar dómsmálaráðherra og skaðabætur, sem og eina milljón hvor í miskabætur og að málskostnaður verði greiddur af ríkinu. Síðastnefndu tvær kröfur bíða efnislegrar meðferðar. Ógildingarkröfunni var vísað frá þar sem dómurinn taldi ekki séð að það myndi leiða til skýrrar og afgerandi niðurstöðu ef fallist yrði á hana. Þá sé sú dómskrafa svo andstæð meginreglum réttarfars um skýran málatilbúnað að ekki verði lagður á hana dómur.Erfið krafa Skaðabótakröfunni var vísað frá meðal annars á grundvelli þess að Kjararáð hefur ekki ákveðið laun og önnur starfskjör dómara við Landsrétt, og taldi dómurinn kröfuna vanreifaða. Jóhannes Karl segir að vissulega sé erfitt að leggja fram kröfu þegar upplýsingar um starfskjör liggja ekki fyrir. „Það er spurning hvenær það verða gögn til þess að gera kröfuna endanlega. Eins og kemur fram í úrskurðinum þá er ekki enn komin niðurstaða um hvað landsréttardómarar eiga að hafa í laun. Það er þess vegna erfitt að gera grein fyrir kröfu sem er mismunur á einhverjum tekjum,“ útskýrir Jóhannes Karl. Hann segir jafnframt að reyna muni á lögmæti ákvörðunar dómsmálaráðherra þegar miskabótakrafan verður tekin fyrir dómi. Þá fáist úrlausn um það hvort ákvörðunin hafi verið réttmæt eða ekki.
Tengdar fréttir Kröfum Ástráðs og Jóhannesar Rúnars vísað frá dómi Fóru báðir fram á skaðabætur frá íslenska ríkinu. 7. júlí 2017 13:22 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Kröfum Ástráðs og Jóhannesar Rúnars vísað frá dómi Fóru báðir fram á skaðabætur frá íslenska ríkinu. 7. júlí 2017 13:22