Leik flýtt hjá Ólafíu vegna veðurs Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. júlí 2017 08:23 Vísir/Getty Fjórði keppnisdagur á Thornberry Creek Classic-mótinu á LPGA-mótaröðinni hefst fyrr en áætlað var vegna slæmrar veðurspár í Wisconsin síðdegis. Ólafía kláraði klukkan 22.15 að íslenskum tíma í gærkvöldi en hefur leik að nýju klukkan 14.39 í dag, klukkan 9.39 að staðartíma. Sýnt verður frá mótinu á Stöð 2 Sport 4 í dag og hefst útsendingin klukkan 18.00. Útsendingin er aðgengileg fyrir áskrifendur Golfstöðvarinnar. Veður hefur þegar sett strik í reikninginn á mótinu en fresta þurfti leik vegna þrumuveðurs á öðrum keppnsidegi. Var Ólafía í hópi þeirra kylfinga sem náðu ekki að klára annan hringinn sinn fyrr en á þriðja keppnisdegi. Ólafía spilaði vel í gær. Hún lék alls 24 holur og fékk á þeim níu fugla, tólf pör og þrjá skolla. Hún er á tíu höggum undir pari samtals og aðeins þremur höggum frá þriðja sæti. Katherine Kirk frá Ástralíu var hins vegar á mikilli siglingu í gær og spilaði á 65 höggum. Hún er á samtals 20 höggum undir pari, fjórum höggum á undan næsta kylfingi - Ashleigh Buhai frá Suður-Afríku. Fylgst verður með gengi Ólafíu í dag á Vísi. Golf Tengdar fréttir Ólafía: Dómararnir fóru að ýta á eftir okkur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór vel af stað LPGA-móti sem hófst í Wisconsin í gær. 7. júlí 2017 16:30 Ólafía í baráttu við þær bestu eftir frábæran hring Spilaði á 68 höggum á þriðja keppnisdegi og er á tíu höggum undir pari samtals. 8. júlí 2017 22:15 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Fjórði keppnisdagur á Thornberry Creek Classic-mótinu á LPGA-mótaröðinni hefst fyrr en áætlað var vegna slæmrar veðurspár í Wisconsin síðdegis. Ólafía kláraði klukkan 22.15 að íslenskum tíma í gærkvöldi en hefur leik að nýju klukkan 14.39 í dag, klukkan 9.39 að staðartíma. Sýnt verður frá mótinu á Stöð 2 Sport 4 í dag og hefst útsendingin klukkan 18.00. Útsendingin er aðgengileg fyrir áskrifendur Golfstöðvarinnar. Veður hefur þegar sett strik í reikninginn á mótinu en fresta þurfti leik vegna þrumuveðurs á öðrum keppnsidegi. Var Ólafía í hópi þeirra kylfinga sem náðu ekki að klára annan hringinn sinn fyrr en á þriðja keppnisdegi. Ólafía spilaði vel í gær. Hún lék alls 24 holur og fékk á þeim níu fugla, tólf pör og þrjá skolla. Hún er á tíu höggum undir pari samtals og aðeins þremur höggum frá þriðja sæti. Katherine Kirk frá Ástralíu var hins vegar á mikilli siglingu í gær og spilaði á 65 höggum. Hún er á samtals 20 höggum undir pari, fjórum höggum á undan næsta kylfingi - Ashleigh Buhai frá Suður-Afríku. Fylgst verður með gengi Ólafíu í dag á Vísi.
Golf Tengdar fréttir Ólafía: Dómararnir fóru að ýta á eftir okkur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór vel af stað LPGA-móti sem hófst í Wisconsin í gær. 7. júlí 2017 16:30 Ólafía í baráttu við þær bestu eftir frábæran hring Spilaði á 68 höggum á þriðja keppnisdegi og er á tíu höggum undir pari samtals. 8. júlí 2017 22:15 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía: Dómararnir fóru að ýta á eftir okkur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór vel af stað LPGA-móti sem hófst í Wisconsin í gær. 7. júlí 2017 16:30
Ólafía í baráttu við þær bestu eftir frábæran hring Spilaði á 68 höggum á þriðja keppnisdegi og er á tíu höggum undir pari samtals. 8. júlí 2017 22:15