Ólafía kláraði á tíu undir pari eftir skrautlegan lokadag Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. júlí 2017 19:45 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti rysjóttan dag. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lauk leik á tíu höggum undir pari á Thornberry Creek Classic-mótinu í Wisconsin í Bandaríkjunum í dag en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni. Ólafía var á tíu höggum undir fyrir lokahringinn. Dagurinn byrjaði vel hjá Ólafíu sem fékk fugl á annarri braut en það tók að halla undan fæti þegar hún fékk þrjá skolla á fjórum holum og var allt í einu komin átta höggum undir par. Hún lét þetta ekki á sig fá og nældi í fugl á níundu holu og var þá einum yfir pari eftir fyrri níu. Ólafía fékk fjórða skollann á tólftu holu en rétti sig við á 13. og 14. holu þar sem hún fékk fugla og endaði daginn á pari eftir nokkuð skrautlegan lokadag. Um tíma stefndi í að hún væri að bæta sinn besta árangur en svo verður ekki. Það kemur í ljós aðeins síðar í kvöld hver lokastaða hennar verður en hún er í kringum 40. sætið sem gefur henni um eina milljón króna í verðlaunafé.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lauk leik á tíu höggum undir pari á Thornberry Creek Classic-mótinu í Wisconsin í Bandaríkjunum í dag en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni. Ólafía var á tíu höggum undir fyrir lokahringinn. Dagurinn byrjaði vel hjá Ólafíu sem fékk fugl á annarri braut en það tók að halla undan fæti þegar hún fékk þrjá skolla á fjórum holum og var allt í einu komin átta höggum undir par. Hún lét þetta ekki á sig fá og nældi í fugl á níundu holu og var þá einum yfir pari eftir fyrri níu. Ólafía fékk fjórða skollann á tólftu holu en rétti sig við á 13. og 14. holu þar sem hún fékk fugla og endaði daginn á pari eftir nokkuð skrautlegan lokadag. Um tíma stefndi í að hún væri að bæta sinn besta árangur en svo verður ekki. Það kemur í ljós aðeins síðar í kvöld hver lokastaða hennar verður en hún er í kringum 40. sætið sem gefur henni um eina milljón króna í verðlaunafé.
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira