Valur Ragnarsson, forstjóri Medis, er tekjuhæsti forstjóri fyrirtækis á Íslandi. Þetta kemur fram í Tekjublaði Frjálsar verslunar sem gefið var út í morgun. Miðað við könnun blaðsins var Valur með 24 milljónir og 561 þúsund krónur á mánuði.
Í öðru sæti er Vilhelm Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, með 19 milljónir. Þar á eftir kemur Grímur Karl Sæmundsson, forstjóri Bláa Lónsins, með 11,8 milljónir. Í því fjórða er Tómas Már Sigurðsson, forstjóri hjá Alcoa með 8,5 milljónir.
Fjölnir Torfason, gistihúsaeigandi, Hala í Suðursveit, er í fimmta sæti með rétt tæpar átta milljónir á mánuði.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, er númer sex með 7,67 milljónir króna og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, er í sjöunda sæti með 7,56 milljónir króna.
Finnur Árnason, forstjóri Haga er í því áttunda með 6,12 milljónir króna á mánuði og Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskipa, er næstur með rétt rúmar sex milljónir.
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, er efsta konan á listanum yfir tekjuhæstu forstjóra fyrirtækja. Hún er í tíunda sæti með 5,5 milljónir króna á mánuði.
Vert er að taka fram að könnun Frjálsar verslunar byggir á útsvari eins og það birtist í álagningarskrám. Í einhverjum tilvikum kann að vera að skattstjóri hafi áætlað tekjur. Þá þurfa tölurnar ekki að endurspegla föst laun í fyrra þar sem allar tekjur ákvarða útsvar. Þær gætu verið fyrir setu í nefndum, önnur aukastörf og vegna kaupréttarsamninga. Jafnvel hafa margir tekið út séreignarsparnað.
