Sverrir Ingi farinn til Rostov í Rússlandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2017 07:52 Sverrir Ingi Ingason er farinn til Rússlands. Mynd/Heimasíða Rostov Sverrir Ingi Ingason, landsliðamaður í knattpsyrnu, er genginn til liðs við rússneska liðið Rostov. Hann skrifaði í morgun undir þriggja ára samning við félagið með möguleika á eins árs framlengingu. Sverrir Ingi var á mála hjá Granada á Spáni en hann fór til félagsins frá Lokeren í Belgíu í upphafi ársins. Granada féll úr spænsku deildinni en Rostov þurfti samkvæmt fjölmiðlum ytra að borga tvær milljónir evra, 233 milljónir króna, fyrir Sverri Inga.Big congrats to Sverrir Ingason on his transfer to FC Rostov #TeamTotalFootballpic.twitter.com/uRG4MEoNsq — Total Football (@totalfl) June 30, 2017 „Ég er auðvitað afar hamingjusamur. Það er mikill heiður fyrir mig að fá tækifæri til að spila með Rostov. Kannski er þetta ein af hamingjusömustu stundum lífs míns,“ var haft eftir Sverri Inga á heimasíðu Rostov. Hann mun klæðast treyju númer fimmtán frá félaginu. Rostov hafnaði í sjötta sæti í rússnesku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Liðið leikur í Rostov-on-Don í suðvesturhluta Rússlands, skammt frá landamærum við Úkraínu. Liðið keppti í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili og hafnaði í þriðja sæti síns riðils, á eftir Atletico Madrid og Bayern München og á undan PSV Eindhoven. Rostov sló út Ajax í forkeppni Meistaradeildarinnar. Rússneska liðið komst svo í 16-liða úrslit Evrópudeildar UEFA eftir áramót en tapaði þar fyrir Manchester United, 2-1 samanlagt. Rostov keppir þó ekki í Evrópukeppni þetta tímabilið. Rostov er nú í æfingaferð í Austurríki og var Sverrir Ingi í fylgd með Eiði Smára Guðjohnsen þegar hann hitti liðið í dag. Eiður Smári og Sverrir Ingi eru með sama umboðsskrifstofu, hina íslensku Total Footall. Fótbolti Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Sverrir Ingi Ingason, landsliðamaður í knattpsyrnu, er genginn til liðs við rússneska liðið Rostov. Hann skrifaði í morgun undir þriggja ára samning við félagið með möguleika á eins árs framlengingu. Sverrir Ingi var á mála hjá Granada á Spáni en hann fór til félagsins frá Lokeren í Belgíu í upphafi ársins. Granada féll úr spænsku deildinni en Rostov þurfti samkvæmt fjölmiðlum ytra að borga tvær milljónir evra, 233 milljónir króna, fyrir Sverri Inga.Big congrats to Sverrir Ingason on his transfer to FC Rostov #TeamTotalFootballpic.twitter.com/uRG4MEoNsq — Total Football (@totalfl) June 30, 2017 „Ég er auðvitað afar hamingjusamur. Það er mikill heiður fyrir mig að fá tækifæri til að spila með Rostov. Kannski er þetta ein af hamingjusömustu stundum lífs míns,“ var haft eftir Sverri Inga á heimasíðu Rostov. Hann mun klæðast treyju númer fimmtán frá félaginu. Rostov hafnaði í sjötta sæti í rússnesku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Liðið leikur í Rostov-on-Don í suðvesturhluta Rússlands, skammt frá landamærum við Úkraínu. Liðið keppti í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili og hafnaði í þriðja sæti síns riðils, á eftir Atletico Madrid og Bayern München og á undan PSV Eindhoven. Rostov sló út Ajax í forkeppni Meistaradeildarinnar. Rússneska liðið komst svo í 16-liða úrslit Evrópudeildar UEFA eftir áramót en tapaði þar fyrir Manchester United, 2-1 samanlagt. Rostov keppir þó ekki í Evrópukeppni þetta tímabilið. Rostov er nú í æfingaferð í Austurríki og var Sverrir Ingi í fylgd með Eiði Smára Guðjohnsen þegar hann hitti liðið í dag. Eiður Smári og Sverrir Ingi eru með sama umboðsskrifstofu, hina íslensku Total Footall.
Fótbolti Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira