Viðtalið fór fram með óvanalegum hætti en það voru sms - skilaboð á milli hennar og blaðamannsins þar sem Paris talaði um helstu ástríður hennar í lífinu. „Það eru mörg málefni sem eru mér mikilvæg, en ég vil að sköpunargleði mín komi fram í öllu sem ég geri. Mig langar að skilja eftir jákvætt fótspor í tískuheiminum, helst sem snertir fegurð og staðalímyndir sem eru allt í kringum okkur, í tímaritum, símunum okkar og á auglýsingaskiltum.”
Paris Jackson klæðist fatnaði frá Prada á forsíðunni en myndirnar tók Patrick Demarchelier og Christine Centenera stíliseraði.