Ríkisstjórn Íslands samþykkir 40 milljóna króna framlag til stuðnings Grænlendingum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. júní 2017 12:34 Flóðbylgja sópaði með sér öllu lauslegu þegar hún gekk á land í Nuugaatsiaq. Vísir/EPA Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun að veita 40 milljóna króna framlag til Grænlendinga vegna tjóns sem varð í kjölfar berghlaups á vesturströnd Grænlands í sveitarfélaginu Qaasuitsup á laugardag sem olli því að flóðbylgja gekk á land í bænum Nuugaatisiaq. Almannavarnir Grænlands hafa leitað til aðalræðisskrifstofu Íslands í Nuuk og óskað eftir aðstoð eða leiðbeiningum íslenskra jarðvísindamanna varðandi það hvernig hægt væri að koma upp sjálfvirkum búnaði sem nota mætti til viðvörunar ef frekari berghlaup yrðu á svæðinu. Í framhaldi af þessari beiðni var haft samband við Veðurstofu Íslands og komið á sambandi á milli vísindamanna Veðurstofunnar og almannavarna. Á þessari stundu liggur ekki fyrir hvort grænlensk stjórnvöld muni óska eftir frekari aðstoð vegna þessa. 40 milljóna kr. framlagi Íslands verður varið í uppbyggingarstarf fyrir þá íbúa í Qaasuitsup sveitarfélaginu sem orðið hafa fyrir tjóni vegna hamfaranna. Auk þess verður Veðurstofu Íslands, eða annarri þar til bærri stofnun, gert kleift að veita nauðsynlega aðstoð varðandi uppsetningu viðvörunarbúnaðar, sé þess óskað. „Þessi atburður hefur snert við okkur Íslendingum og það er mikilvægt að við veitum Grænlendingum stuðning við þessar erfiðu aðstæður og sérstaklega ánægjulegt ef stofnanir okkar geta komið að uppbyggingarstarfi og úrbótum sem unnið verður að í framhaldinu,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni forsætiráðherra í tilkynningu. Flóðbylgja á Grænlandi Tengdar fréttir Íslensk stjórnvöld hafa boðið Grænlendingum aðstoð Ekki liggur fyrir hvort að grænlensk stjórnvöld ætli að þekkjast boð íslenskra stjórnvalda um aðstoð eftir flóðbylgjuna sem gekk yfir þorp í fjörðum á Vestur-Grænlandi í dag. 18. júní 2017 15:17 Fjögurra saknað eftir flóðbylgjuna á Grænlandi Lögreglan á Grænlandi segir að fjögurra sé saknað eftir flóðbylgjuna sem gekk á land í þorpum á Vestur-Grænlandi eftir jarðskjálfta sem reið yfir í gærkvöldi. 18. júní 2017 12:08 Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi. 18. júní 2017 09:21 Önnur flóðbylgjuviðvörun gefin út á Grænlandi Hætta er á flóðbylgju í kringum Ummannaq á vesturströndinni og er fólk hvatt til að yfirgefa ströndina og leita hærra, inn til landsins. 18. júní 2017 22:32 Rýma fleiri bæi vegna ótta um annan skjálfta Eftirlitsskipið Vædderen heldur aftur til Niaqornat til að hafa umsjón með aðstæðum eftir að mikill jarðskjálfti skall á Nuugaatsiaq sem staðsett er stutt frá. 19. júní 2017 10:33 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun að veita 40 milljóna króna framlag til Grænlendinga vegna tjóns sem varð í kjölfar berghlaups á vesturströnd Grænlands í sveitarfélaginu Qaasuitsup á laugardag sem olli því að flóðbylgja gekk á land í bænum Nuugaatisiaq. Almannavarnir Grænlands hafa leitað til aðalræðisskrifstofu Íslands í Nuuk og óskað eftir aðstoð eða leiðbeiningum íslenskra jarðvísindamanna varðandi það hvernig hægt væri að koma upp sjálfvirkum búnaði sem nota mætti til viðvörunar ef frekari berghlaup yrðu á svæðinu. Í framhaldi af þessari beiðni var haft samband við Veðurstofu Íslands og komið á sambandi á milli vísindamanna Veðurstofunnar og almannavarna. Á þessari stundu liggur ekki fyrir hvort grænlensk stjórnvöld muni óska eftir frekari aðstoð vegna þessa. 40 milljóna kr. framlagi Íslands verður varið í uppbyggingarstarf fyrir þá íbúa í Qaasuitsup sveitarfélaginu sem orðið hafa fyrir tjóni vegna hamfaranna. Auk þess verður Veðurstofu Íslands, eða annarri þar til bærri stofnun, gert kleift að veita nauðsynlega aðstoð varðandi uppsetningu viðvörunarbúnaðar, sé þess óskað. „Þessi atburður hefur snert við okkur Íslendingum og það er mikilvægt að við veitum Grænlendingum stuðning við þessar erfiðu aðstæður og sérstaklega ánægjulegt ef stofnanir okkar geta komið að uppbyggingarstarfi og úrbótum sem unnið verður að í framhaldinu,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni forsætiráðherra í tilkynningu.
Flóðbylgja á Grænlandi Tengdar fréttir Íslensk stjórnvöld hafa boðið Grænlendingum aðstoð Ekki liggur fyrir hvort að grænlensk stjórnvöld ætli að þekkjast boð íslenskra stjórnvalda um aðstoð eftir flóðbylgjuna sem gekk yfir þorp í fjörðum á Vestur-Grænlandi í dag. 18. júní 2017 15:17 Fjögurra saknað eftir flóðbylgjuna á Grænlandi Lögreglan á Grænlandi segir að fjögurra sé saknað eftir flóðbylgjuna sem gekk á land í þorpum á Vestur-Grænlandi eftir jarðskjálfta sem reið yfir í gærkvöldi. 18. júní 2017 12:08 Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi. 18. júní 2017 09:21 Önnur flóðbylgjuviðvörun gefin út á Grænlandi Hætta er á flóðbylgju í kringum Ummannaq á vesturströndinni og er fólk hvatt til að yfirgefa ströndina og leita hærra, inn til landsins. 18. júní 2017 22:32 Rýma fleiri bæi vegna ótta um annan skjálfta Eftirlitsskipið Vædderen heldur aftur til Niaqornat til að hafa umsjón með aðstæðum eftir að mikill jarðskjálfti skall á Nuugaatsiaq sem staðsett er stutt frá. 19. júní 2017 10:33 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa boðið Grænlendingum aðstoð Ekki liggur fyrir hvort að grænlensk stjórnvöld ætli að þekkjast boð íslenskra stjórnvalda um aðstoð eftir flóðbylgjuna sem gekk yfir þorp í fjörðum á Vestur-Grænlandi í dag. 18. júní 2017 15:17
Fjögurra saknað eftir flóðbylgjuna á Grænlandi Lögreglan á Grænlandi segir að fjögurra sé saknað eftir flóðbylgjuna sem gekk á land í þorpum á Vestur-Grænlandi eftir jarðskjálfta sem reið yfir í gærkvöldi. 18. júní 2017 12:08
Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi. 18. júní 2017 09:21
Önnur flóðbylgjuviðvörun gefin út á Grænlandi Hætta er á flóðbylgju í kringum Ummannaq á vesturströndinni og er fólk hvatt til að yfirgefa ströndina og leita hærra, inn til landsins. 18. júní 2017 22:32
Rýma fleiri bæi vegna ótta um annan skjálfta Eftirlitsskipið Vædderen heldur aftur til Niaqornat til að hafa umsjón með aðstæðum eftir að mikill jarðskjálfti skall á Nuugaatsiaq sem staðsett er stutt frá. 19. júní 2017 10:33