Staðarhaldarinn fékk skammbyssur frá forseta Íslands upp í launakröfu Sveinn Arnarsson skrifar 21. júní 2017 04:00 Árið 2011 kom hingað til lands sendiboði Mohammed bin Zayed Al Nahyan, krónprinsins af Abú Dabí, með skjalatösku sem innsigluð var sem diplómatapóstur. Eina erindi sendiboðans var að færa Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, gjöf frá Abú Dabí. Þar sem um diplómatasendingu var að ræða var ekki leitað í farangri mannsins. Í skjalatöskunni voru tvær hálfsjálfvirkar skammbyssur með níu millimetra hlaupvídd frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Caracal F að nafni. Á þessum tíma hafði Ólafur Ragnar Grímsson verið í miklum samskiptum við Abú Dabí og gerðist forseti í dómnefnd sjóðs á sviði endurnýjanlegra orkugjafa þar sem krónprinsinn er forvígismaður.Stífar reglur um skammbyssur Óheimilt er að flytja til landsins sjálfvirka eða hálfsjálfvirka skammbyssu samkvæmt embætti ríkislögreglustjóra og afar stífar reglur eru um skammbyssueign almennings. Krefst það svokallaðs D-leyfis en það leyfi er aðeins veitt einstaklingum eða skotfélögum vegna íþróttaskotfimi. Forsetaembættið tók við gjöfinni og ákvað að skrá þær á fyrrverandi staðarhaldara á Bessastöðum, Júlíus Einarsson. Júlíus hafði verið lögreglumaður og handleikið skammbyssur í starfi sínu sem lögreglumaður. Vopnin voru ekki gerð óvirk með því að steypa í hlaup þeirra eða eyðileggja lásabúnaðinn. Voru þau færð í vörslu staðarhaldara sem virk skotvopn. Júlíus deildi síðar um launagreiðslur við forsetaembættið og taldi sig hlunnfarinn um laun. Deilan fór fyrir dómstóla og vann hann málið. Áður en launadeilan fór fyrir dómstóla fór Júlíus fram á að taka vopnin til eignar fyrir vangoldin laun. Var því ákveðið af embætti forsetans að færa eignarhald vopnanna úr ríkiseigu, þar sem þau voru sannarlega gjöf til embættis forseta Íslands, og í eigu Júlíusar. Vopnin er ekki að finna í dag í bókum embættisins um gjafir frá Abú Dabí, þrátt fyrir að hafa komið til landsins og verið veitt embættinu. Nokkrar gjafir frá Abú Dabí Örnólfur Thorsson forsetaritari segir nokkrar gjafir hafa samkvæmt skráningu borist embættinu á undanförnum áratug frá Abú Dabí. „Allmargar bækur útgefnar af Emirates Center for Strategic Studies and Research, lítil stytta af arabískum hesti og skrautmunur úr gleri. Þá voru embætti forseta færðar tvær skammbyssur frá Abú Dabí fyrir nokkrum árum eins og fram kemur í fyrirspurn Fréttablaðsins. Samkvæmt skráningu gjafa undanfarna tvo áratugi og minni starfsmanna munu þetta vera einu skotvopnin sem embættinu hafa verið færð,“ segir Örnólfur í skriflegu svari til blaðsins. „Á þeim tíma, sem og síðar, var embætti forseta vanbúið að taka við skotvopnum en bjó þó svo vel að umsjónarmaður fasteigna á þeim tíma hafði skotvopnaleyfi og var jafnframt traustur fyrrverandi lögreglumaður,“ bætir Örnólfur við. Örnólfur svarar því ekki hvort umrædd vopn séu enn í eigu hins opinbera eða nú í eigu fyrrverandi staðarhaldara á Bessastöðum. Hins vegar herma heimildir Fréttablaðsins að til sé afsal fyrir vopnunum sem varðveitt er hjá embætti forsetans og Júlíus, fyrrverandi staðarhaldari, eigi afrit af afsali þessu. Tók vopnin út af Bessastöðum „Þegar hann lét af störfum árið 2014 og flutti frá Bessastöðum var engin aðstaða þar til að geyma þessa gripi eða starfsmaður sem hefði heimild til að varðveita þá. Umsjónarmanninum, sem nú starfar sem lögreglumaður, var því falin áframhaldandi varðveisla þessara vopna. Þetta munu vera einu dæmi þess að gripir sem berast embætti forseta séu ekki varðveittir á Bessastöðum,“ segir Örnólfur. Þegar Fréttablaðið óskaði frekari svara frá embættinu fengust þau svör að Örnólfur Thorsson væri farinn í tveggja vikna leyfi og því vant við látinn. Forseti Íslands Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Umsjónarmaður á Bessastöðum hlunnfarinn um margra milljóna laun Maðurinn var gert að vera til staðar á Bessastöðum allan sólarhringinn í hálft fimmta ár ef frá er talið vaktafrí aðra hverja helgi. Hann hafi hins vegar ekki fengið greitt fyrir að hafa verið á bakvakt. 8. apríl 2017 11:45 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Árið 2011 kom hingað til lands sendiboði Mohammed bin Zayed Al Nahyan, krónprinsins af Abú Dabí, með skjalatösku sem innsigluð var sem diplómatapóstur. Eina erindi sendiboðans var að færa Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, gjöf frá Abú Dabí. Þar sem um diplómatasendingu var að ræða var ekki leitað í farangri mannsins. Í skjalatöskunni voru tvær hálfsjálfvirkar skammbyssur með níu millimetra hlaupvídd frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Caracal F að nafni. Á þessum tíma hafði Ólafur Ragnar Grímsson verið í miklum samskiptum við Abú Dabí og gerðist forseti í dómnefnd sjóðs á sviði endurnýjanlegra orkugjafa þar sem krónprinsinn er forvígismaður.Stífar reglur um skammbyssur Óheimilt er að flytja til landsins sjálfvirka eða hálfsjálfvirka skammbyssu samkvæmt embætti ríkislögreglustjóra og afar stífar reglur eru um skammbyssueign almennings. Krefst það svokallaðs D-leyfis en það leyfi er aðeins veitt einstaklingum eða skotfélögum vegna íþróttaskotfimi. Forsetaembættið tók við gjöfinni og ákvað að skrá þær á fyrrverandi staðarhaldara á Bessastöðum, Júlíus Einarsson. Júlíus hafði verið lögreglumaður og handleikið skammbyssur í starfi sínu sem lögreglumaður. Vopnin voru ekki gerð óvirk með því að steypa í hlaup þeirra eða eyðileggja lásabúnaðinn. Voru þau færð í vörslu staðarhaldara sem virk skotvopn. Júlíus deildi síðar um launagreiðslur við forsetaembættið og taldi sig hlunnfarinn um laun. Deilan fór fyrir dómstóla og vann hann málið. Áður en launadeilan fór fyrir dómstóla fór Júlíus fram á að taka vopnin til eignar fyrir vangoldin laun. Var því ákveðið af embætti forsetans að færa eignarhald vopnanna úr ríkiseigu, þar sem þau voru sannarlega gjöf til embættis forseta Íslands, og í eigu Júlíusar. Vopnin er ekki að finna í dag í bókum embættisins um gjafir frá Abú Dabí, þrátt fyrir að hafa komið til landsins og verið veitt embættinu. Nokkrar gjafir frá Abú Dabí Örnólfur Thorsson forsetaritari segir nokkrar gjafir hafa samkvæmt skráningu borist embættinu á undanförnum áratug frá Abú Dabí. „Allmargar bækur útgefnar af Emirates Center for Strategic Studies and Research, lítil stytta af arabískum hesti og skrautmunur úr gleri. Þá voru embætti forseta færðar tvær skammbyssur frá Abú Dabí fyrir nokkrum árum eins og fram kemur í fyrirspurn Fréttablaðsins. Samkvæmt skráningu gjafa undanfarna tvo áratugi og minni starfsmanna munu þetta vera einu skotvopnin sem embættinu hafa verið færð,“ segir Örnólfur í skriflegu svari til blaðsins. „Á þeim tíma, sem og síðar, var embætti forseta vanbúið að taka við skotvopnum en bjó þó svo vel að umsjónarmaður fasteigna á þeim tíma hafði skotvopnaleyfi og var jafnframt traustur fyrrverandi lögreglumaður,“ bætir Örnólfur við. Örnólfur svarar því ekki hvort umrædd vopn séu enn í eigu hins opinbera eða nú í eigu fyrrverandi staðarhaldara á Bessastöðum. Hins vegar herma heimildir Fréttablaðsins að til sé afsal fyrir vopnunum sem varðveitt er hjá embætti forsetans og Júlíus, fyrrverandi staðarhaldari, eigi afrit af afsali þessu. Tók vopnin út af Bessastöðum „Þegar hann lét af störfum árið 2014 og flutti frá Bessastöðum var engin aðstaða þar til að geyma þessa gripi eða starfsmaður sem hefði heimild til að varðveita þá. Umsjónarmanninum, sem nú starfar sem lögreglumaður, var því falin áframhaldandi varðveisla þessara vopna. Þetta munu vera einu dæmi þess að gripir sem berast embætti forseta séu ekki varðveittir á Bessastöðum,“ segir Örnólfur. Þegar Fréttablaðið óskaði frekari svara frá embættinu fengust þau svör að Örnólfur Thorsson væri farinn í tveggja vikna leyfi og því vant við látinn.
Forseti Íslands Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Umsjónarmaður á Bessastöðum hlunnfarinn um margra milljóna laun Maðurinn var gert að vera til staðar á Bessastöðum allan sólarhringinn í hálft fimmta ár ef frá er talið vaktafrí aðra hverja helgi. Hann hafi hins vegar ekki fengið greitt fyrir að hafa verið á bakvakt. 8. apríl 2017 11:45 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Umsjónarmaður á Bessastöðum hlunnfarinn um margra milljóna laun Maðurinn var gert að vera til staðar á Bessastöðum allan sólarhringinn í hálft fimmta ár ef frá er talið vaktafrí aðra hverja helgi. Hann hafi hins vegar ekki fengið greitt fyrir að hafa verið á bakvakt. 8. apríl 2017 11:45