Freyr: Hefði getað sprungið í andlitið á okkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2017 19:00 Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, segir að það hefði ekki verið hægt að semja handritið að því sem hefur gengið á í íslenska landsliðinu undanfarna árið. Freyr tilkynnti í dag 23 manna landsliðshóp sinn fyrir EM í Hollandi en í honum voru til að mynda Harpa Þorsteinsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir og Sandra María Jessen sem hafa lítið getað spilað í vor. Landsliðsþjálfarinn sagði að það hefði verið erfitt að finna út úr því hvernig hópurinn ætti að vera samsettur og hverjar ættu að fá síðustu sætin. „Við vitum hvaða fimmtán leikmenn eru líklegastir til að spila flestar mínútur á mótinu. En hin hlutverkin eru svo ofboðslega mikilvæg. Við þurftum heiðarleig svör frá reynslumiklum leikmönnum sem eru að fá minni hlutverk nú en þær hafa fengið á síðustu stórmótum,“ sagði Freyr. „Ef ég hefði ekki rætt við þær núna en samt tekið þær með á mótið, þá hefði það getað sprungið í andlitið á okkur.“ Það hefur ýmislegt gengið á undanfarna mánuði. Dóra María Lárusdóttir og systurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur eru allar með slitið krossband í hné og verða ekki með á EM. Freyr þurfti að hugsa stöðuna upp á nýtt og viðurkennir að það hafi um tíma verið erfitt. En hann telur sig nú vera með réttu uppskriftina. Leikur liðsins gegn Brasilíu í síðustu viku hafi gefið góð fyrirheit. „Ég er núna ofboðslega spenntur og fullur tilhlökkunar á allan hátt til að takast á við þetta Evrópumót með þessum hætti sem við sýndum gegn Brasilíu.“ „Undankeppnin er búin. Það var góður taktur í liðinu þá og margir fallegir leikir sem verða aldrei teknir af okkur. En nú er nýtt upphaf og við erum að fara að takast á við þetta stóra verkefni með þessum hópi sem er fullur af orku.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Svona var EM-hópurinn tilkynntur | Myndband Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00 EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45 EM-hópurinn hjá stelpunum okkar valinn í dag Vísir verður með beina útsendingu frá blaðamannafundinum sem hefst klukkan 13.15. 22. júní 2017 08:30 Freyr hefur ekki áhyggjur af Hörpu, Söndru og Hólmfríði Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa lítið spilað síðustu vikur og mánuði. 22. júní 2017 14:46 Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Harpa Þorsteinsdóttir var sú eina sem fékk að vita fyrirfram að hún væri með í EM-hópi Íslands. 22. júní 2017 14:11 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, segir að það hefði ekki verið hægt að semja handritið að því sem hefur gengið á í íslenska landsliðinu undanfarna árið. Freyr tilkynnti í dag 23 manna landsliðshóp sinn fyrir EM í Hollandi en í honum voru til að mynda Harpa Þorsteinsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir og Sandra María Jessen sem hafa lítið getað spilað í vor. Landsliðsþjálfarinn sagði að það hefði verið erfitt að finna út úr því hvernig hópurinn ætti að vera samsettur og hverjar ættu að fá síðustu sætin. „Við vitum hvaða fimmtán leikmenn eru líklegastir til að spila flestar mínútur á mótinu. En hin hlutverkin eru svo ofboðslega mikilvæg. Við þurftum heiðarleig svör frá reynslumiklum leikmönnum sem eru að fá minni hlutverk nú en þær hafa fengið á síðustu stórmótum,“ sagði Freyr. „Ef ég hefði ekki rætt við þær núna en samt tekið þær með á mótið, þá hefði það getað sprungið í andlitið á okkur.“ Það hefur ýmislegt gengið á undanfarna mánuði. Dóra María Lárusdóttir og systurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur eru allar með slitið krossband í hné og verða ekki með á EM. Freyr þurfti að hugsa stöðuna upp á nýtt og viðurkennir að það hafi um tíma verið erfitt. En hann telur sig nú vera með réttu uppskriftina. Leikur liðsins gegn Brasilíu í síðustu viku hafi gefið góð fyrirheit. „Ég er núna ofboðslega spenntur og fullur tilhlökkunar á allan hátt til að takast á við þetta Evrópumót með þessum hætti sem við sýndum gegn Brasilíu.“ „Undankeppnin er búin. Það var góður taktur í liðinu þá og margir fallegir leikir sem verða aldrei teknir af okkur. En nú er nýtt upphaf og við erum að fara að takast á við þetta stóra verkefni með þessum hópi sem er fullur af orku.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Svona var EM-hópurinn tilkynntur | Myndband Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00 EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45 EM-hópurinn hjá stelpunum okkar valinn í dag Vísir verður með beina útsendingu frá blaðamannafundinum sem hefst klukkan 13.15. 22. júní 2017 08:30 Freyr hefur ekki áhyggjur af Hörpu, Söndru og Hólmfríði Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa lítið spilað síðustu vikur og mánuði. 22. júní 2017 14:46 Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Harpa Þorsteinsdóttir var sú eina sem fékk að vita fyrirfram að hún væri með í EM-hópi Íslands. 22. júní 2017 14:11 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Svona var EM-hópurinn tilkynntur | Myndband Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00
EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45
EM-hópurinn hjá stelpunum okkar valinn í dag Vísir verður með beina útsendingu frá blaðamannafundinum sem hefst klukkan 13.15. 22. júní 2017 08:30
Freyr hefur ekki áhyggjur af Hörpu, Söndru og Hólmfríði Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa lítið spilað síðustu vikur og mánuði. 22. júní 2017 14:46
Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Harpa Þorsteinsdóttir var sú eina sem fékk að vita fyrirfram að hún væri með í EM-hópi Íslands. 22. júní 2017 14:11