Tilboði May um réttindi ESB borgara fálega tekið í Brussel Heimir Már Pétursson skrifar 23. júní 2017 18:49 Leiðtogar Evrópusambandsins taka fálega í tillögur Breta varðandi stöðu Evrópubúa í Bretlandi að lokinni útgöngu Breta úr sambandinu. Theresa May forsætisráðherra segir tilboð hennar hins vegar sanngjarnt og tryggja réttindi íbúa landanna eftir sambandsslitin. Theresa May fékk að ávarpa leiðtoga hinna 27 aðildarríkja Evrópusambandsins undir lok vinnukvöldverðar leiðtoganna í gær þar sem hún setti fram tilboð Breta í innflytjendamálum að loknum sambandsslitum. Samkvæmt því gætu Evrópumenn sem búið hafa í fimm ár eða lengur í Bretlandi búið þar áfram og notið allra réttinda sem þeir njóta nú til æviloka. Þeir sem búið hafa skemur fengju að búa þar áfram þar til fimm árum yrði náð til að sækja um varanlega búsetu. Gefinn yrði tveggja ára aðlögunartími fyrir aðra til að öðlast slík réttindi. „Þetta er sanngjarnt og alvarlegt tilboð. Það gefur þeim þremur milljónum þegna Evrópusambandsins sem búa í Bretlandi fullvissu um framtíð sína og við viljum fá sömu fullvissu gagnvart þeirri rúmu milljón Breta sem búa innan Evrópusambandsins. Á mánudag mun ég birta tillögur okkar í smáatriðum og hlakka til að ná samkomulagi sem allra fyrst,“ sagði May í Brussel í dag.Ekki með skýra mynd af vilja Breta Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, var ekki bjartsýnn eftir yfirlýsingu May. Þegar hann var spurður hvort hann hefði skýra mynd af því sem Bretar vildu ná fram í samningaviðræðunum var svarið einfaldlega „nei.“ Og þegar hann var spurður hvort yfirlýsing Theresu May um réttindi borgaranna væri skref í rétta átt svaraði hann. „Þetta er fyrsta skrefið en það er ekki fullnægjandi,“ en Juncker hefur alla tíð verið mjög ósáttur við útgöngu Breta úr sambandinu. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, var ekki eins fámáll og Juncker en fullur efasemda. „Mín fyrstu viðbrögð er að tilboð Breta séu undir væntingum og fela í sér þá áhættu að staða borgaranna versni. En samninganefnd okkar mun fara yfir tilboðið línu fyrir línu þegar okkur hefur borist það skriflega,“ sagði Tusk í dag. Evrópusambandið setti fram þá kröfu að málefni borgaranna yrðu rædd fyrst af öllu og nú segist May einnig alltaf hafa verið þeirrar skoðunar. „Það er ákveðinn áherslumunur á milli tilboðs okkar og tillagna framkvæmdastjórnarinnar en málið fer nú til samninganefnda. Ég hef alltaf sagt að ég vildi að réttindi borgaranna yrðu með þeim fyrstu sem rædd yrðu í formlegum samningaviðræðum og þau verða það,“ sagði Theresa May í Brussel í dag. Brexit Tengdar fréttir May gerir ESB-ríkjum tilboð í innflytjendamálum Ríkisborgarar innan Evrópusambandsins, sem hafa búið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, gætu fengið jöfn réttindi á við breska ríkisborgara segir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. 22. júní 2017 21:03 Theresa May í vanda bæði heima og að heiman Forsætisráðherra Bretlands hefur verið gagnrýnd fyrir framkomu sína í tengslum við brunann í Grenfell-turninum og hefur þurft að gefa eftir í skilyrðum fyrir viðræðum um brotthvarf Bretlands úr ESB. 22. júní 2017 19:45 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins taka fálega í tillögur Breta varðandi stöðu Evrópubúa í Bretlandi að lokinni útgöngu Breta úr sambandinu. Theresa May forsætisráðherra segir tilboð hennar hins vegar sanngjarnt og tryggja réttindi íbúa landanna eftir sambandsslitin. Theresa May fékk að ávarpa leiðtoga hinna 27 aðildarríkja Evrópusambandsins undir lok vinnukvöldverðar leiðtoganna í gær þar sem hún setti fram tilboð Breta í innflytjendamálum að loknum sambandsslitum. Samkvæmt því gætu Evrópumenn sem búið hafa í fimm ár eða lengur í Bretlandi búið þar áfram og notið allra réttinda sem þeir njóta nú til æviloka. Þeir sem búið hafa skemur fengju að búa þar áfram þar til fimm árum yrði náð til að sækja um varanlega búsetu. Gefinn yrði tveggja ára aðlögunartími fyrir aðra til að öðlast slík réttindi. „Þetta er sanngjarnt og alvarlegt tilboð. Það gefur þeim þremur milljónum þegna Evrópusambandsins sem búa í Bretlandi fullvissu um framtíð sína og við viljum fá sömu fullvissu gagnvart þeirri rúmu milljón Breta sem búa innan Evrópusambandsins. Á mánudag mun ég birta tillögur okkar í smáatriðum og hlakka til að ná samkomulagi sem allra fyrst,“ sagði May í Brussel í dag.Ekki með skýra mynd af vilja Breta Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, var ekki bjartsýnn eftir yfirlýsingu May. Þegar hann var spurður hvort hann hefði skýra mynd af því sem Bretar vildu ná fram í samningaviðræðunum var svarið einfaldlega „nei.“ Og þegar hann var spurður hvort yfirlýsing Theresu May um réttindi borgaranna væri skref í rétta átt svaraði hann. „Þetta er fyrsta skrefið en það er ekki fullnægjandi,“ en Juncker hefur alla tíð verið mjög ósáttur við útgöngu Breta úr sambandinu. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, var ekki eins fámáll og Juncker en fullur efasemda. „Mín fyrstu viðbrögð er að tilboð Breta séu undir væntingum og fela í sér þá áhættu að staða borgaranna versni. En samninganefnd okkar mun fara yfir tilboðið línu fyrir línu þegar okkur hefur borist það skriflega,“ sagði Tusk í dag. Evrópusambandið setti fram þá kröfu að málefni borgaranna yrðu rædd fyrst af öllu og nú segist May einnig alltaf hafa verið þeirrar skoðunar. „Það er ákveðinn áherslumunur á milli tilboðs okkar og tillagna framkvæmdastjórnarinnar en málið fer nú til samninganefnda. Ég hef alltaf sagt að ég vildi að réttindi borgaranna yrðu með þeim fyrstu sem rædd yrðu í formlegum samningaviðræðum og þau verða það,“ sagði Theresa May í Brussel í dag.
Brexit Tengdar fréttir May gerir ESB-ríkjum tilboð í innflytjendamálum Ríkisborgarar innan Evrópusambandsins, sem hafa búið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, gætu fengið jöfn réttindi á við breska ríkisborgara segir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. 22. júní 2017 21:03 Theresa May í vanda bæði heima og að heiman Forsætisráðherra Bretlands hefur verið gagnrýnd fyrir framkomu sína í tengslum við brunann í Grenfell-turninum og hefur þurft að gefa eftir í skilyrðum fyrir viðræðum um brotthvarf Bretlands úr ESB. 22. júní 2017 19:45 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
May gerir ESB-ríkjum tilboð í innflytjendamálum Ríkisborgarar innan Evrópusambandsins, sem hafa búið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, gætu fengið jöfn réttindi á við breska ríkisborgara segir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. 22. júní 2017 21:03
Theresa May í vanda bæði heima og að heiman Forsætisráðherra Bretlands hefur verið gagnrýnd fyrir framkomu sína í tengslum við brunann í Grenfell-turninum og hefur þurft að gefa eftir í skilyrðum fyrir viðræðum um brotthvarf Bretlands úr ESB. 22. júní 2017 19:45