Í eldhúsi Evu: Grilluð eplabaka með karamellusósu Eva Laufey skrifar 30. júní 2017 13:30 Þessi eplabaka er æðisleg í eftirrétt. Eva Laufey Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að grillaðri eplaböku með karamellusósu. Eplabaka 5-6 stór græn epli 2 msk. sykur 2 kanill 1 tsk. vanillusykur eða vanilludropar 50 - 60 g hakkað súkkulaði Mulningur 80 g. hveiti 80 g. sykur 80 g. smjör 50 g. Kókosmjöl Aðferð: Hitið grillið. Flysjið eplin, fjarlægið kjarna og stilka. Skerið eplin í litla bita og dreifið eplabitunum í álform sem má fara á grillið. Blandið sykri, vanillusykri og kanil saman við eplin. Sáldrið súkkulaðinu yfir eplin. Næsta skref er að útbúa deigið sem fer ofan á eplin. Setjið hveiti, sykri, smjöri og kókosmjöli í skál og blandið saman með höndunum. Setjið deigið ofan á eplin og grillið í um það bil 10 – 15 mínútur, tekur alls ekki langa stund að grilla kökuna og það þarf að fylgjast vel með henni á grillinu. Á meðan að kakan er á grillinu er upplagt að útbúa ljúffenga karamellusósu. Karamellusósa 200 g sykur 2 msk smjör ½ - 1 dl rjómi ½ tsk salt (sjávarsalt er best að mínu mati) Aðferð: Setjið sykurinn á pönnu og bræðið hann við vægan hita. Gott er að hafa ekki of háan hita og fara hægt af stað. Takið pönnuna af hellunni þegar sykurinn er allur bráðinn og bætið smjörinu saman við og hrærið vel. Hellið rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er þykk og fín. Í lokin bætið þið saltinu saman við. Eftirréttir Eplabökur Eva Laufey Grillréttir Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið
Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að grillaðri eplaböku með karamellusósu. Eplabaka 5-6 stór græn epli 2 msk. sykur 2 kanill 1 tsk. vanillusykur eða vanilludropar 50 - 60 g hakkað súkkulaði Mulningur 80 g. hveiti 80 g. sykur 80 g. smjör 50 g. Kókosmjöl Aðferð: Hitið grillið. Flysjið eplin, fjarlægið kjarna og stilka. Skerið eplin í litla bita og dreifið eplabitunum í álform sem má fara á grillið. Blandið sykri, vanillusykri og kanil saman við eplin. Sáldrið súkkulaðinu yfir eplin. Næsta skref er að útbúa deigið sem fer ofan á eplin. Setjið hveiti, sykri, smjöri og kókosmjöli í skál og blandið saman með höndunum. Setjið deigið ofan á eplin og grillið í um það bil 10 – 15 mínútur, tekur alls ekki langa stund að grilla kökuna og það þarf að fylgjast vel með henni á grillinu. Á meðan að kakan er á grillinu er upplagt að útbúa ljúffenga karamellusósu. Karamellusósa 200 g sykur 2 msk smjör ½ - 1 dl rjómi ½ tsk salt (sjávarsalt er best að mínu mati) Aðferð: Setjið sykurinn á pönnu og bræðið hann við vægan hita. Gott er að hafa ekki of háan hita og fara hægt af stað. Takið pönnuna af hellunni þegar sykurinn er allur bráðinn og bætið smjörinu saman við og hrærið vel. Hellið rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er þykk og fín. Í lokin bætið þið saltinu saman við.
Eftirréttir Eplabökur Eva Laufey Grillréttir Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið