Nýir flugmenn þurfa að greiða sjö milljónir segi þeir upp störfum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. júní 2017 18:08 Flugmennirnir þurfa að greiða 60 þúsund evrur yfirgefi þeir Icelandair. Þeir fá þó ekki loforð um samfellda vinnu hjá félaginu. Vísir/Vilhelm Nýir flugmenn Icelandair þurfa að greiða flugfélaginu rúmar sjö milljónir íslenskra króna yfirgefi þeir félagið innan þriggja ára. Þeim er gert að undirrita samkomulag þess efnis við upphaf flugþjálfunar hjá félaginu.Engin loforð um samfellda vinnuÞetta kemur fram í nýútkomnu fréttabréfi Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). Þar segir að um sé að ræða nýbreytni hjá Icelandair og er samkomulagið gagnrýnt harðlega, en samningnum fylgir ekki skuldbinding frá flugfélaginu um samfellda vinnu á þessu þriggja ára tímabili. Í fréttabréfinu segir að flugmenn þurfi að skrifa undir samninginn við upphaf þjálfunar og að kostnaðurinn sé nefndur þjálfunarkostnaður. Flugfélagið fari fram á slíkar skuldbindingar sökum ótta af því að flugmenn muni láta af störfum skömmu eftir að hafa hlotið þjálfun – en að samningurinn sé algjörlega einhliða. Þannig standist hann ekki kjarasamninga.Krefjast þess að ákvæðið verði fellt út „Það er ekki hægt að fallast á þessa ráðstöfun þar sem ekki fylgir með skuldbinding frá Icelandair um samfellda vinnu á þessu 3ja ára tímabili auk þess sem lögfræðingar FÍA eru á því að þetta standist ekki kjarasamninginn,“ segir í fréttabréfinu. Þá segir að stjórn Félags íslenskra atvinnuflugmanna hafi þegar krafist þess að Icelandair dragi skuldbindingar til baka, annars fari málið fyrir félagsdóm.Icelandair hefur verið nokkuð í kastljósinu upp á síðkastið eftir uppsagnir 115 flugmanna, og tilfæringar 70 flugstjóra. Ekki náðist í Icelandair við vinnslu fréttarinnar en eftir því sem fréttastofa kemst næst á umrætt ákvæði, um þriggja ára skuldbindingu, ekki við um þá flugmenn sem sagt var upp störfum. Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Nýir flugmenn Icelandair þurfa að greiða flugfélaginu rúmar sjö milljónir íslenskra króna yfirgefi þeir félagið innan þriggja ára. Þeim er gert að undirrita samkomulag þess efnis við upphaf flugþjálfunar hjá félaginu.Engin loforð um samfellda vinnuÞetta kemur fram í nýútkomnu fréttabréfi Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). Þar segir að um sé að ræða nýbreytni hjá Icelandair og er samkomulagið gagnrýnt harðlega, en samningnum fylgir ekki skuldbinding frá flugfélaginu um samfellda vinnu á þessu þriggja ára tímabili. Í fréttabréfinu segir að flugmenn þurfi að skrifa undir samninginn við upphaf þjálfunar og að kostnaðurinn sé nefndur þjálfunarkostnaður. Flugfélagið fari fram á slíkar skuldbindingar sökum ótta af því að flugmenn muni láta af störfum skömmu eftir að hafa hlotið þjálfun – en að samningurinn sé algjörlega einhliða. Þannig standist hann ekki kjarasamninga.Krefjast þess að ákvæðið verði fellt út „Það er ekki hægt að fallast á þessa ráðstöfun þar sem ekki fylgir með skuldbinding frá Icelandair um samfellda vinnu á þessu 3ja ára tímabili auk þess sem lögfræðingar FÍA eru á því að þetta standist ekki kjarasamninginn,“ segir í fréttabréfinu. Þá segir að stjórn Félags íslenskra atvinnuflugmanna hafi þegar krafist þess að Icelandair dragi skuldbindingar til baka, annars fari málið fyrir félagsdóm.Icelandair hefur verið nokkuð í kastljósinu upp á síðkastið eftir uppsagnir 115 flugmanna, og tilfæringar 70 flugstjóra. Ekki náðist í Icelandair við vinnslu fréttarinnar en eftir því sem fréttastofa kemst næst á umrætt ákvæði, um þriggja ára skuldbindingu, ekki við um þá flugmenn sem sagt var upp störfum.
Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira