Nýir flugmenn þurfa að greiða sjö milljónir segi þeir upp störfum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. júní 2017 18:08 Flugmennirnir þurfa að greiða 60 þúsund evrur yfirgefi þeir Icelandair. Þeir fá þó ekki loforð um samfellda vinnu hjá félaginu. Vísir/Vilhelm Nýir flugmenn Icelandair þurfa að greiða flugfélaginu rúmar sjö milljónir íslenskra króna yfirgefi þeir félagið innan þriggja ára. Þeim er gert að undirrita samkomulag þess efnis við upphaf flugþjálfunar hjá félaginu.Engin loforð um samfellda vinnuÞetta kemur fram í nýútkomnu fréttabréfi Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). Þar segir að um sé að ræða nýbreytni hjá Icelandair og er samkomulagið gagnrýnt harðlega, en samningnum fylgir ekki skuldbinding frá flugfélaginu um samfellda vinnu á þessu þriggja ára tímabili. Í fréttabréfinu segir að flugmenn þurfi að skrifa undir samninginn við upphaf þjálfunar og að kostnaðurinn sé nefndur þjálfunarkostnaður. Flugfélagið fari fram á slíkar skuldbindingar sökum ótta af því að flugmenn muni láta af störfum skömmu eftir að hafa hlotið þjálfun – en að samningurinn sé algjörlega einhliða. Þannig standist hann ekki kjarasamninga.Krefjast þess að ákvæðið verði fellt út „Það er ekki hægt að fallast á þessa ráðstöfun þar sem ekki fylgir með skuldbinding frá Icelandair um samfellda vinnu á þessu 3ja ára tímabili auk þess sem lögfræðingar FÍA eru á því að þetta standist ekki kjarasamninginn,“ segir í fréttabréfinu. Þá segir að stjórn Félags íslenskra atvinnuflugmanna hafi þegar krafist þess að Icelandair dragi skuldbindingar til baka, annars fari málið fyrir félagsdóm.Icelandair hefur verið nokkuð í kastljósinu upp á síðkastið eftir uppsagnir 115 flugmanna, og tilfæringar 70 flugstjóra. Ekki náðist í Icelandair við vinnslu fréttarinnar en eftir því sem fréttastofa kemst næst á umrætt ákvæði, um þriggja ára skuldbindingu, ekki við um þá flugmenn sem sagt var upp störfum. Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Nýir flugmenn Icelandair þurfa að greiða flugfélaginu rúmar sjö milljónir íslenskra króna yfirgefi þeir félagið innan þriggja ára. Þeim er gert að undirrita samkomulag þess efnis við upphaf flugþjálfunar hjá félaginu.Engin loforð um samfellda vinnuÞetta kemur fram í nýútkomnu fréttabréfi Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). Þar segir að um sé að ræða nýbreytni hjá Icelandair og er samkomulagið gagnrýnt harðlega, en samningnum fylgir ekki skuldbinding frá flugfélaginu um samfellda vinnu á þessu þriggja ára tímabili. Í fréttabréfinu segir að flugmenn þurfi að skrifa undir samninginn við upphaf þjálfunar og að kostnaðurinn sé nefndur þjálfunarkostnaður. Flugfélagið fari fram á slíkar skuldbindingar sökum ótta af því að flugmenn muni láta af störfum skömmu eftir að hafa hlotið þjálfun – en að samningurinn sé algjörlega einhliða. Þannig standist hann ekki kjarasamninga.Krefjast þess að ákvæðið verði fellt út „Það er ekki hægt að fallast á þessa ráðstöfun þar sem ekki fylgir með skuldbinding frá Icelandair um samfellda vinnu á þessu 3ja ára tímabili auk þess sem lögfræðingar FÍA eru á því að þetta standist ekki kjarasamninginn,“ segir í fréttabréfinu. Þá segir að stjórn Félags íslenskra atvinnuflugmanna hafi þegar krafist þess að Icelandair dragi skuldbindingar til baka, annars fari málið fyrir félagsdóm.Icelandair hefur verið nokkuð í kastljósinu upp á síðkastið eftir uppsagnir 115 flugmanna, og tilfæringar 70 flugstjóra. Ekki náðist í Icelandair við vinnslu fréttarinnar en eftir því sem fréttastofa kemst næst á umrætt ákvæði, um þriggja ára skuldbindingu, ekki við um þá flugmenn sem sagt var upp störfum.
Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum