Yfirvöld á Ítalíu hóta að loka fyrir hafnir og stöðva flæði flóttamanna Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 28. júní 2017 22:40 Þúsundir flóttafólks reyna að komast yfir til Ítalíu, frá Afríku, í hverri viku. Vísir/Getty Ítölsk yfirvöld hafa hótað að þau muni stoppa skip frá öðrum löndum sem flytja flóttamenn yfir hafið og inn í landið. Ítalska strandgæslan sér um að bjarga fólki af bátunum og eru bátarnir oft prýddir fánum Evrópulanda á borð við Þýskalands og Möltu. BBC greinir frá.Búið er að ræða hvort að banna eigi öllum skipum sem bera erlenda fána, aðgengi í ítalskar hafnir. Því hefur verið velt upp hvort að svoleiðis aðgerð væri yfir höfuð lögleg. Samkvæmt alþjóðlegum haföryggisreglum ber skipum sem verða vitni að sjóslysi eða öðrum erfiðleikum á sjó að aðstoða sama hverjar aðstæðurnar eru. Landið sem er næst slysinu ber síðan ábyrgð á að taka við fórnarlömbunum. Hótunin kemur í kjölfarið á yfirlýsingu Maurizio Massari, fulltrúa Ítalíu á Evrópuþinginu, um að taka yrði ástandið alvarlega þar sem erfiðara væri að bregðast við ástandinu og viðhalda öryggi. Forsætisráðherra Ítalíu, Paolo Gentiloni, hefur einnig sakað aðrar Evrópuþjóðir um að hunsa ástandið. Margir hafa velt því fyrir sér hvort að hótun Ítala sé einungis til að vekja athygli annarra þjóða á versnandi ástandi frekar en að raunverulegur vilji búi að baki. Þetta sé því yfirlýsing af þeirra hálfu um að ástandið sé ekki einungis á ábyrgð þeirra heldur allra. Talið er að um það bil 10 þúsund manns, til að mynda frá Sýrlandi, Egyptalandi og Bangladess, hafi á fjórum dögum lagt í þetta háskalega ferðalag yfir hafið frá Líbíu í Afríku í von um betra líf. Fleiri en 70 þúsund manns hafa, það sem af er ári, flúið til Ítalíu. Fjöldinn hefur hækkað um 14 prósent frá því á sama tíma í fyrra. Yfir 500 þúsund flóttamenn hafa komið inn í landið frá árinu 2014. Flóttamenn Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira
Ítölsk yfirvöld hafa hótað að þau muni stoppa skip frá öðrum löndum sem flytja flóttamenn yfir hafið og inn í landið. Ítalska strandgæslan sér um að bjarga fólki af bátunum og eru bátarnir oft prýddir fánum Evrópulanda á borð við Þýskalands og Möltu. BBC greinir frá.Búið er að ræða hvort að banna eigi öllum skipum sem bera erlenda fána, aðgengi í ítalskar hafnir. Því hefur verið velt upp hvort að svoleiðis aðgerð væri yfir höfuð lögleg. Samkvæmt alþjóðlegum haföryggisreglum ber skipum sem verða vitni að sjóslysi eða öðrum erfiðleikum á sjó að aðstoða sama hverjar aðstæðurnar eru. Landið sem er næst slysinu ber síðan ábyrgð á að taka við fórnarlömbunum. Hótunin kemur í kjölfarið á yfirlýsingu Maurizio Massari, fulltrúa Ítalíu á Evrópuþinginu, um að taka yrði ástandið alvarlega þar sem erfiðara væri að bregðast við ástandinu og viðhalda öryggi. Forsætisráðherra Ítalíu, Paolo Gentiloni, hefur einnig sakað aðrar Evrópuþjóðir um að hunsa ástandið. Margir hafa velt því fyrir sér hvort að hótun Ítala sé einungis til að vekja athygli annarra þjóða á versnandi ástandi frekar en að raunverulegur vilji búi að baki. Þetta sé því yfirlýsing af þeirra hálfu um að ástandið sé ekki einungis á ábyrgð þeirra heldur allra. Talið er að um það bil 10 þúsund manns, til að mynda frá Sýrlandi, Egyptalandi og Bangladess, hafi á fjórum dögum lagt í þetta háskalega ferðalag yfir hafið frá Líbíu í Afríku í von um betra líf. Fleiri en 70 þúsund manns hafa, það sem af er ári, flúið til Ítalíu. Fjöldinn hefur hækkað um 14 prósent frá því á sama tíma í fyrra. Yfir 500 þúsund flóttamenn hafa komið inn í landið frá árinu 2014.
Flóttamenn Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira